Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 50
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR38 folk@frettabladid.is 13 Sýningar á Haute Couture, eða hátískunni eins og það nefnist á íslensku, fara fram þessa dagana í París. Sýningarnar, sem gefa sköpunargáfu hönnuða frjálsan tauminn, einkennast af fáguðu handbragði og íburðarmiklum flíkum fyrir veturinn 2011. Sýningar tískuhússins Christian Dior var beðið með eftir- væntingu enda Bill Gaytten nú við stjórnvölinn eftir brott- rekstur Johns Galliano. Skiptar skoðanir eru hins vegar um litaglaða frumraun Gaytten á tískupallinum. Maison Martin Margiela var mínimalískt að vanda og svartar grímur yfir andlitum fyrirsætanna. Á fremsta bekk sátu svo leikkonurnar Katie Holmes og Cate Blanchett og sáu eflaust eitthvað fagurt til að klæðast á rauða dreglinum. alfrun@frettabladid.is FALLEGIR LITIR Litasamsetningin hjá Maison Martin Margiela var fögur. SINNUM hefur söngvarinn og dóphausinn Pete Doherty þurft að fara fyrir rétt í Bretlandi vegna eiturlyfjaneyslu eða óviðeigandi hegðunar. Pete var látinn laus úr fangelsi í vikunni, en hann hafði setið inni í mánuð fyrir að vera tekinn með kókaín. Mick Jagger er hvergi af baki dottinn þótt elli kerling sé farin að narta rækilega í hælana á söngvaranum. Hann hefur stofn- að nýja ofurgrúppu ásamt sálar- söngkonunni Joss Stone, Damian Marley, syni Bob Marley, Dave Stewart úr Eurythmics og tónskáld- inu A.R. Rahman, en sá á heiðurinn af tónlistinni í Slumdog Millionaire. Von er á nýrri smáskífu á næstunni sem hægt verður að hlaða niður af netinu og síðan er ráðgert að breið- skífa komi út í september. Samstarfið hefur vakið töluverða athygli enda ekki á hverjum degi sem Mick Jagger, aðalspíra Roll- ing Stones, stofnar hljómsveit. „Við vissum ekkert hvernig tónlistin yrði og við vissum ekkert hvort hún yrði góð. Við vildum bara skemmta okkur,“ er haft eftir Jagger. „Við sömdum helling af lögum og hent- um slatta. Ég sagði að sumt af þessu væri rusl og aðrir hlutir væru klisja og var þá náðarsamlegast beðinn um að leggja eitthvað til sjálfur.“ Jagger segir erfitt að skilgreina tónlistina en hún verði aðgengileg og hljómsveitin kunni að fara í tón- leikaferðalag ef aðdáendum líki það sem hún hefði fram að færa. „Þetta er ný tegund af tónlist og það verð- ur ekki hægt að flokka hana. Ef þú elskar Rolling Stones þá mun hún höfða til þín og ef þú elskar ekki Rolling Stones áttu eftir að gefa henni tækifæri.“ Ný ofurgrúppa Jagger Hljómsveitin Skálmöld kom tvisv- ar fram á Sódómu á þriðjudag ásamt færeysku hljómsveitinni Hamferð. Fyrri tónleikarnir voru fyrir alla aldurshópa og þeir seinni fyrir þá eldri. Ljósmyndari Frétta- blaðsins var á svæðinu á fyrri tónleikunum og myndaði einlæga gleði viðstaddra. Krakkarnir elska Skálmöld ROKK OG RÓL Eldur, Jófó og Stormur virtust skemmta sér konunglega. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FLASAN FLAUG Viðstaddir þeyttu flösu þegar Skálmöld spilaði kremjandi þungarokkið. RÓLEG Alma, Haukur og Eiki héldu ró sinni þrátt fyrir æsandi tónlistina. ÞESSI PASSAR Meðlimir Skálmaldar sáu til þess að aðdáendurnir fengju boli við hæfi. STOFNAR HLJÓMSVEIT Mick Jagger hefur stofnað nýja hljómsveit með syni Bobs Marley, Joss Stone og indversku tónskáldi. ELSKAÐUR Eiginkona Robbie Williams heldur vart vatni yfir honum. Hann sé svo fyndinn og frumlegur. Ayda Field, eiginkona Robbie Williams, er ákaflega ánægð með eiginmanninn sinn og lýsir honum sem einhverri fyndnustu, mest heillandi og frumlegustu manneskju sem hún hafi hitt. Williams hefur aðallega verið þekktur fyrir hroka og yfirgang en Field hefur aðra sögu að segja af manninum sínum, hann sé besti vinur hennar, kærleiks ríkur og yndislegur. „Hún segir að ég sé alltaf að segja sögur og að ég sé alltaf að setja á svið litlar sýningar heima fyrir,“ skrifar Robbie á bloggið sitt en aðdáandi spurði hvort Robbie væri sami maður á sviði og heima fyrir. Williams hefur átt í erfið- leikum með eiturlyf og áfengi en virðist hafa náð tökum á lífi sínu. Nýverið lýsti hann því yfir að hann hefði fundið Guð og að það hefði bætt samband sitt við eigin- konuna. „Ég er búinn að biðja um leiðbeiningar og hef fengið þær. Ég hef lært að elska ykkur, Ayda og sjálfan mig meira.“ Frúin ánægð með Robbie Fagurt handbragð Í PARÍS MARGT AÐ GERAST Litadýrðin hjá Christian Dior féll í misjafnan jarðveg hjá tískuspekúlöntum. PÍFUR Ljósgrænt velúrefni við hvítt þröngt toppstykki hjá Didit Hediprasetyo. NORDICPHOTO/GETTY SVARTKLÆDD Leikkonan Katie Holmes var fáguð í klæðaburði þegar hún mætti á sýningu Giorgio Armani. SVART OG HVÍTT Aðsniðin dragt með asísku yfirbragði hjá Giorgio Armani.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.