Fréttablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 58
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR46
golfogveidi@frettabladid.is
G
O
LF
&
H
EI
LS
A
Íslensku landsliðin í golfi standa í
ströngu þessa dagana þar sem að
Evrópumeistaramót áhugakylf-
inga standa sem hæst. Karlaliðið
leikur í Portúgal og kvennaliðið í
Austurríki. Árangur Íslendinga
hefur verið upp og ofan á EM á
undanförnum árum – og ekki ætl-
unin að rifja það upp í þessum
pistli.
Helsta afrek Íslands á EM var
árið 2001, þar sem Örn Ævar
Hjartarson kylfingur úr Golf-
klúbbi Suðurnesja, náði að leggja
Luke Donald, efsta mann heims-
listans í golfi að velli í holu-
keppni á EM. Reyndar var Eng-
lendingurinn ekki ofarlega á
heimslistanum á þeim tíma, en
hvað um það. Örn Ævar er ávallt
til í að rifja þessa sögu upp og
ekki síst áratug eftir að hann
náði þessum áfanga.
Mikið hlegið
Besti árangur Íslands á EM náðist
á mótinu árið 2001 þar sem Íslend-
ingar komust í undanúrslit og end-
uðu í fjórða sæti. Örn Ævar var í
því liði en þar voru einnig þeir
Björgvin Sigurbergsson, Harald-
ur Heimisson, Helgi Birkir Þóris-
son, Ottó Sigurðsson og Ólafur
Már Sigurðsson. Ísland hefur ekki
verið nálægt því að jafna þann
árangur og 17. sætið hefur verið
niðurstaðan í karlaflokknum í þrjú
skipti í fjórum síðustu keppnum.
„Við höfðum ofurtrú á okkar
eigin getu og trúðum því virkilega
að við værum ekkert verri en hinir
sem voru að spila þarna,“ sagði
Örn Ævar í samtali við Fréttablað-
ið þegar hann var inntur eftir því
hvað hefði einkennt þankaganginn
í íslenska liðinu á þessum tíma.
„Það var líka markmiðið hjá okkur
að hafa gaman að þessu og njóta
þess að vera í þessari keppni. Við
vorum alltaf í einhverjum pútt-
keppnum – og leikjum á æfinga-
flötinni. Ég man sérstaklega eftir
einum sem kallaður var „stæmí“
eða hugsunarleikurinn. Við hlóg-
um mikið og okkur leið vel á þessu
móti,“ sagði Örn Ævar.
Atburðarásin þróaðist með þeim
hætti á þessu móti að Örn Ævar
mætti Luke Donald frá Englandi í
holukeppninni. Donald var á þeim
tíma vel þekkt nafn í bandaríska
háskólagolfinu og stigahæsti kylf-
ingurinn á þeim lista.
Löng hola og hættur alls staðar
„Ég vissi vel hver Luke Donald
var og svona eftir á þá er mjög
sérstakt að hafa unnið hann. Þetta
var hörkuleikur sem fór alla leið
á 18. holu. Ég átti eina holu fyrir
síðustu holuna og við vorum báðir
að leika á okkar forgjöf.“
Örn Ævar sagði lokaholuna hafa
verið par 5 holu, nokkuð langa,
með hættum alls staðar.
„Hafið var hægra meginn með-
fram brautinni, vatnstorfærur
vinstra meginn og það var líka
vatn fyrir framan flötina. Teig-
höggið hjá mér var gott á miðri
braut, Luke Donald var í „röffinu“
aðeins utan brautar og ég vissi að
hann myndi aldrei ná inn á flötina
í tveimur úr þeirri stöðu. Helgi
Birkir Þórisson var kylfusveinn-
inn í þessum leik hjá mér og hann
reif upp 4-tréð úr golfpokanum og
rétti mér. Í hans huga var ekkert
annað sem kom til greina en að slá
inn á flötina í öðru höggi. „Þetta
er útrætt, við förum inn á héðan,“
sagði Helgi ákveðinn. Höggið var
fullkomið, og ég var nánast örugg-
ur með fugl og tryggði þar með
sigurinn. Þó svo að ég hafi unnið
minn leik þá dugði það ekki til
að vinna Englendingana þannig
að þetta súrsætur sigur. Ég mun
aldrei gleyma þessu enda er ég
minntur reglulega á þetta af fólki
í kringum mig,“ sagði Örn Ævar.
Æfa, æfa og æfa meira
Á undanförnum árum hefur
aðstaða til æfinga hér á Íslandi
lagast gríðarlega mikið og Örn
Ævar er sannfærður um að
íslenskir kylfingar eigi að geta
náð langt og staðist samanburð
við bestu áhugakylfinga Evrópu
sem mæta með sínum landsliðum
á Evrópumeistaramótið.
„Íslenskir kylfingar eiga alveg
jafnmikinn möguleika á því að
ná langt í íþróttinni eins og t.d.
þeir ensku eða sænsku. Trúin á
eigin getu þarf að vera óbilandi
og aðstæður til að æfa allt árið er
mjög mikilvægt atriði. Margir eru
að spila í háskólagolfi í Bandaríkj-
unum eða þá æfa sig yfir vetrar-
tímann erlendis. Einnig er hæfni
og reynsla golfkennara á Íslandi
alltaf að aukast. Það er ekkert
flókið að til þess að ná árangri þá
þarf maður að æfa, æfa, æfa og
æfa aðeins meira. Og trúa á sjálf-
an sig.
En til að ná langt sem atvinnu-
maður segi ég eins og Gary
Wolsten holme þarftu annað af
tvennu: Annaðhvort hrikalega
mikla hæfileika í golfi eða hrika-
lega mikið af peningum,“ sagði Örn
Ævar Hjartarson. seth@frettabladid.is
ÖRN ÆVAR HJARTARSON Í viðtali við
blaðið rifjar Örn upp árangur Íslendinga
á EM árið 2001. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LUKE DONALD Í GÓÐRI SVEIFLU Breski kylfingurinn Luke Donald er nú efsti maður heimslistans í golfi. Leiðin hefur hefur þó ekki
legið þráðbeint á toppinn hjá honum því fyrir áratug mátti hann lúta í lægra haldi fyrir íslenska kylfingnum Erni Ævari Hjartarsyni.
NORDICPHOTOS/AFP
Sigurinn á Donald
2001 var súrsætur
Örn Ævar Hjartarson rifjar upp sigurinn gegn Luke Donald, efsta manni
heimslistans. Trú á eigin getu og gleði skilaði besta árangri Íslands á EM.
Örn segir sigurinn sætan þótt ekki hafi það nægt til að sigra Englendinga.
Æfingar til að auka stöðugleika og hreyfanleika geta reynst kylfingum
dýrmætar. Magni Bernhardsson, kírópraktor hjá Kírópraktorstofu Íslands,
leggur línurnar.
„Að vera óstöðug í golfstöðunni eykur hættuna á mistökum og
meiðslum þegar golfsveiflan er framkvæmd. Þeir sem spila reglulega
og beina ekki mikilli athygli að líkamlegu atgervi sínu eru í raun að
takmarka árangur sinn í golfi og auka líkurnar á meiðslum. Best er að
greina hvað veldur óstöðugleikanum og fá lausnir til að vinna á vand-
anum og leiðrétta hann. Við hreyfum okkur mikið sem börn en það
breytist mikið þegar við fullorðnumst, við erum lengur í sömu stellingu
sem leiðir til þess að vöðvar og liðbönd aðlagast þeirri stöðu og mynda
óstöðugleika,“ segir Magni.
Í næstu greinum mun Magni fara yfir eina til tvær æfingar í hvert skipti
sem geta hjálpað okkur flestum í golfi jafnt sem í daglegu lífi; þessi er til
að auka hreyfanleika í mjöðmum og baki.
- Takið golfkylfu, haldið við gripið með annarri hendi og við kylfuhaus-
inn með hinni. Nuddið upp og niður utanvert lærið, en þar er liðband
sem nefnist Ilio-Tibia band (IT-Band). Þetta liðband á það til að styttast
og verða aumt viðkomu sem leiðir til þess að erfiðara er að ná fullum
mjaðma snúningi og þyngdarflutningi í golfsveiflunni. Langvarandi stytt-
ingar á IT-bandinu geta leitt til hnémeiðsla og stífleika í mjöðmum sem
eykur stórlega líkur á bakmeiðslum.
- Ef engin eymsli eru til staðar við þessa æfingu þá ertu í góðum
málum, en ef það eru eymsli þá skuluð þið prófið að gera þessa æfingu
í fimmtán sekúndur 2-3 sinnum á hvort læri daglega í tvær vikur og
árangurinn lætur ekki á sér standa.
Höfundur starfaði með PGA-golfkennaranum Justin Stout í Bandaríkjunum árið
2007 við að hreyfi- og styrktargreina nemendur hans.
Æfingar gera
gæfumuninn
Magni M. Bernhardsson, kírópraktor
með sérhæfingu í golfmeiðslum og
öðrum íþróttameiðslum.
Nú þegar meistaramót golfklúbbanna eru á næsta leiti er vert að hugleiða
staðarreglur, segir Hinrik Gunnar Hilmarsson, sem annast hefur eftirlit,
vallarvörslu og dómgæslu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.
„Nú nálgast meistaramótin og kylfingar undirbúa sig sem best þeir geta.
Eitt af því ætti að vera að kynna sér staðarreglurnar vel. Nú er einnig sá tími
kominn að vellirnir taka stakkaskiptum. Því er ekki ólíklegt að staðarreglur
breytist hratt.“
- Hreyfingar hverfa eða minnka. Þá eru oft breytingar hvað hreyfanlegar og
óhreyfanlegar hindranir varðar. Þetta þurfa kylfingar að athuga vel enda
almennt víti fyrir brot á staðarreglu tvö högg sem getur verið kostnaðar-
samt.
- Það er misjafnt eftir klúbbum hvernig staðarreglur eru og fyrir þá sem
hafa flust milli klúbba er það því afar mikilvægt að lesa þær vel. Sem
dæmi um mismun á staðarreglur eru til dæmis hreyfanlegar hindr-
anir í glompum en sumir klúbbar hafa sem dæmi lýst steina
sem hreyfanlega hindrun og mega kylfingar því fjarlæga
þá. Svo eru það stígar sem hafa verið lýstir sem hluti
vallar sem þýðir að kylfingar fá ekki að láta boltann falla
af stígnum án vítis.
Staðarreglur eru æði misjafnar eftir löndum og læt ég þrjú
dæmi fylgja.
- Arizona: Lendi bolti leikmanns innan einnar kylfu-
lengdar frá skröltormi má leikmaður án vítis láta
annan bolta falla þar sem ekki gætir hættunnar.
- Uganda: Ef bolti leikmanns lendir hættulega
nálægt krókódíl má láta annan bolta falla
án vítis.
- England: Waddington GG – völlurinn var
notaður sem flugvöllur í stríðinu. Þegar
hefja skal leik á öðrum teig skal því gæta
þess að flugvélar sem koma inn eftir
lendingu eða eru að undirbúa flugtak
eiga forgang öllum stundum.
Hollráð Hinna
Staðarreglur
1. 70 HÖGG er nýtt vallarmet kvenna á Öndverðar-nesvelli. Þórdís Geirsdóttir úr Keili endurnýjaði
met sitt, sem var 68 högg fyrir breytingar á
vellinum.
2. 71 ER NÝTT VALLARMAT á Þorláksvelli í Þorlákshöfn. Um verulegar styttingar er að ræða
af gulum og rauðum teigum. Völlurinn var par 72.
Hringnum hefur líka verið snúið við.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM
HEIMAVELLI m.visir.isFáðu Vísi í símann!
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir,
meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf,
meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.