Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 10
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR10 Þingsályktunartillaga um Rammaáætlun liggur nú fyrir. Þar eru taldir upp þeir virkjanakostir sem nýta á og hvaða svæði verða vernduð. Almenningi gefst nú færi á að koma sínum athugasemdum á fram- færi en síðan fer málið fyrir þingið. Ljóst er að andstaða er innan Vinstri grænna um suma virkjanakosti. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynntu í gær tillögu til þingsályktunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Í henni er að finna vinnu sérfræðinga sem vegið hafa og metið virkjanakosti með tilliti til nýtingar og verndar. Á listanum eru sex kostir á vatnasviði og sextán jarðhita kostir. Verði tillagan að veruleika eru því 22 virkjanir, eða stækkanir á virkj- unum, fyrirhugaðar hér á landi næstu árin. Öðrum kostum er skipt í verndar- kosti, tuttugu talsins, ellefu vatns- aflsvirkjanakosti og níu í jarðhita. Eftir standa 27 kostir sem settir eru í biðflokk, þar af eru nítján á vatnasviði og átta í jarðvarma. Hofsjökulsþjóðgarður Náttúruverndarsinnar hafa fagnað tillögunni og sjá í henni að mikilvæg svæði hafa verið sett í verndar flokk. Þar má nefna allt Torfajökulssvæðið, Kerlingarfjöll og Norðlingaöldu. Með því skap- ast færi á að stofna Hofsjökuls- þjóðgarð sem lengi hefur verið draumur margra, en hugmyndina um hann má rekja aftur til Hjör- leifs Guttorms sonar. Náttúruverndarsamtök Íslands sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þessu var sérstaklega fagnað. Þar segir: „Við stofnun Náttúruverndarsam- taka Íslands árið 1997 var stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands meginmarkmið í stefnu samtak- anna. Þingsályktunar tillagan er stórt skref í þá átt. Við blas- ir að stofnaður verði Hofsjökuls- þjóðgarður með Þjórsár ver í suðri (Norðlingaölduveita hefur loks verið slegin af), Kerlingar fjöll í vestri. Guðlaugs tungur norðan Hofsjökuls hafa þegar verið friðlýstar. Sam- kvæmt tillögunni verða öll þessi svæði vernduð. Næsta skref er að bæta við Jökulsám Skagafjarðar og Hveravallasvæði, sem sett voru í biðflokk.“ Önnur mikilvæg svæði eru Jökulsá á Fjöllum, Vonarskarð, Ölkelduháls og Gjástykki. Náttúruverndarsamtökin lýsa hins vegar óánægju sinni með það að virkjanir í Skjálfandafljóti skuli ekki hafa verið slegnar af fyrir fullt og allt og settar í verndar- flokk. Vannýttir virkjanakostir Á hinn bóginn eru þeir sem helst hafa talað fyrir virkjunum varla sáttir við tillöguna heldur. Áður var minnst á Ölkelduháls, sem verð- ur verndaður. Það þýðir að ekk- ert verður af Bitruvirkjun. Einn- ig hefur verið horft til Gjástykkis sem virkjanakosts, en það er einnig í verndarflokki. Hið sama má segja um Brenni- steinsfjöll og Grændal, en Orku- stofnun hefur nýverið gefið út leyfi fyrir tilraunaborunum í Grændal. Þá fagna náttúruverndarsinnar því að Norðlingaölduveita sé sleg- in út af borðinu, en virkjanasinnar eru að sama skapi óánægðir með það. Umhverfisráðherra hefur lýst því yfir að Þjórsárver verði frið- uð að fullu og nú er ekkert því til fyrir stöðu. Einnig má tína til Hágöngur, en Hágöngulón er slegið út af borðinu í tillögunni, og Búlandsvirkjun sett á bið, en undirbúningur hennar var kominn á nokkuð skrið. Norðlingaalda og Gjástykki voru vænlegir virkjanakostir út frá nýtingar sjónarmiðum, en verndar- gildið hefur orðið ofan á. Erfiðar umræður Þrátt fyrir að náttúruverndar- sinnar fagni hlutum tillögunnar er ljóst að ekki ríkir full sátt um hana. Hún fer nú í opið tólf vikna ferli og gefst almenningi færi á að koma athugasemdum sínum á framfæri. Að því búnu fer hún til þing legrar meðferðar. Umhverfisráðherra ætlar ekki að tjá sig um einstaka virkjanakosti á meðan umsagnar- ferlið er í gangi. Ljóst er að virkjanirnar þrjár í neðri hluta Þjórsár munu standa í mörgum. Fjölmargir hafa gagnrýnt þær framkvæmdir og þar með talið margir þingmenn Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Nægir í því samhengi að vitna til orða Guðfríðar Lilju Grétars- dóttur sem hún lét falla á Alþingi 13. apríl, í umræðum um vantraust á ríkisstjórnina. Guðfríður greiddi atkvæði gegn vantrausti meðal annars með þessum orðum: „Vonin um að Þjórsárver og Þjórsá lifi um ókomin ár mun aldrei rætast undir forustu stóriðjuafl- anna. Vonin um að auðlindum þjóð- arinnar verði forðað frá braskinu mun aldrei rætast undir forustu einkavinavæðingarinnar.“ Verði tillagan eins og hún lítur nú út er sú von um Þjórsá, sem var ein forsenda atkvæðis Guðfríðar Lilju, brostin. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að fleiri þingmenn flokks- ins séu sama sinnis. Það er því ljóst að erfiðar samningaviðræður eru í gangi um þessar tillögur sérfræð- inganna. Erfiðar umræður fram undan um Þjórsá FRÉTTASKÝRING: Áætlun um virkjunarkosti 00 00 00 Vernduð svæði Nýting Bið Vernd Skýringar Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða 2. áfangi rammaáætlunar 1 2 3 4 5 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 2425 26 27 28 2930 31 33 32 39 36 37 38 6263 68 78 83 82 81 91 92 93 94 95 96 97 98 100 101 102 103 8079 61 34 35 7 6 64 69 8788 89 848586 90 65 7066 7167 72 73 74 75 76 77 23 Hornstrandir Va tns fjö rðu r Breiðafjörður Búðahraun Andakíll Geitland Þingvellir Herdísarvík Pollengi og Tunguey Surtsey Fjallabak Álftaversgígar Þjórsárver Guðlaugstungur Vatnajökulsþjóðgarður Lónsöræfi He rð ub re iða rlin dir Vatnajökulsþjóðgarður (Jökulsárgljúfur) SkútustaðagígarHraun í Öxnadal Miklavatn H va nn al in di r Kr in gi lsá rra ni Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Verndarvæði 12. Arnardalsvirkjun 13. Helmingsvirkjun 14. Djúpá 16. Skaftárveita með miðlun í Langasjó 17. Skaftárveita án miðlunar í Langasjó 20. Hólmsárvirkjun – miðlunar í Hólmsárlóni 22. Markarfljótsvirkjun A 23. Markarfljótsvirkjun B 24. Tungnaárlón Úr skýrslu þingsályktunartillögu um rammaáætlun 104 99 Nýtingarsvæði 4. Hvalá, Ófeigsfirði 5. Blönduveita 26. Skrokkölduvirkjun 28. Búðarhálsvirkjun 29. Hvammsvirkjun 30. Holtavirkjun 31. Urriðafossvirkjun 61. Reykjanes 62. Stóra Sandvík 63. Eldvörp (Svartsengi) 64. Sandfell 66. Sveifluháls 69. Meitillinn 70. Gráuhnúkar 71. Hverahlíð 72. Hellisheiði 91. Hágönguvirkjun 97. Bjarnarflag 98. Krafla I – stækkun 99. Krafla II. 1. áfangi 101. Þeistareykir –vestur 102. Þeistareykir 103. Krafla II. 2. áfangi 104. Hágönguvirkjun, 2. áfangi Biðsvæði 1. Hvítá í Borgarfirði 2. Glámuvirkjun 3. Skúfnavatnavirkjun 6. Skatastaðavirkjun B 7. Skatastaðavirkjun C 8. Villinganesvirkjun 9. Fljótshnúksvirkjun 10. Hrafnabjargavirkjun A 11. Eyjadalsárvirkjun 15. Hverfisfljót 18. Skaftárvirkjun/Búlandsvirkjun 19. Hólmsárvirkjun – án miðlunar 21. Hólmsárvirkjun neðri 34. Búðartunguvirkjun 35. Hauksholtsvirkjun 36. Vörðufell 37. Hestvatnsvirkjun 38. Selfossvirkjun 39. Hagavatnsvirkjun 65. Trölladyngja 67. Austurengjar 73. Innstidalur 75. Þverárdalur (Ölfusvatnslendur) 76. Ölfusdalur 83. Hveravellir 95. Hrúthálsar 96. Fremninámar 25. Bjallavirkjun 27. Norðlingaölduveita 32. Gígjarfossvirkjun 33. Bláfellsvirkjun 68. Brennisteinsfjöll 74. Bitra 77. Grændalur 78. Geysir 79. Hverabotn 80. Neðri-Hveradalir 81. Kisubotnar 82. Þverfell 84. Blautakvísl 85. Vestur-Reykjadalir 86. Austur-Reykjadalir 87. Ljósártungur 88. Jökultungur 89. Kaldaklof 90. Landmannalaugar 92. Vonarskarð 93. Kverkfjöll 94. Askja 100. Gjástykki TILLAGAN KYNNT Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynntu þingsályktunartillöguna í Öskju í gær. Með þeim á myndinni er Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnastjórnar um rammaáætlun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir tillöguna marka þáttaskil í vinnu sem eigi sér áralanga sögu. Hún vonast til að vinnan skili nýjum grundvelli í virkjana- og umhverfismálum, sem sé mikilvægur þáttur í íslenskri stjórnmálasögu. „Okkar færustu vísindamenn og bestu sérfræðingar á þessum sviðum hafa lagt hönd á plóginn og skilað þessari tillögu til okkar. Nú gefst almenningi færi á að koma sínum athugasemdum á framfæri. Þegar þingið er búið að afgreiða málið erum við komin með nýjan grunn, ef okkur lánast að afgreiða þetta í sátt.“ Svandís segir ljóst að núningsfletir séu enn á málinu. „Ég vona bara að menn nálgist þetta þannig að skoða þann ávinning sem það er að komast út úr átakahefðinni sem einkennt hefur þessa hlið íslenskrar pólitíkur og yfir í það að skapa nýjan grundvöll um málið.“ Svandís tekur ekki afstöðu til einstakra kosta á þessu stigi málsins, en mun gera það þegar málið fer fyrir Alþingi. Þáttaskil í áralangri sögu Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Innritun nýrra nemenda fyrir skólaárið 2011-2012 stendur yfir frá 22.-26. ágúst. Athugið að skólinn er að mestu fullskipaður veturinn 2011-2012. Þó er enn hægt að innritast í eftirfarandi deildir: 1. Nokkrir nemendur fæddir 2005 ( 6 ára) í Forskóla I 2. Örfáir nemendur fæddir 2004 ( 7 ára) í Forskóla II 3. Hægt er að innrita nemendur á aldrinum 8-10 ára á BIÐLISTA á eftrifarandi hljóðfæri: Strengjahljóðfæri, þ.e. fiðlu, víólu, selló og gítar. Blásturshljóðfæri, þ.e. þverflauta, klarinett og saxófón. Hljómborðshljóðfæri, þ.e. píanó og harmóníku. Einnig á ásláttarhljóðfæri og í Fiðluforskóla ( 5-6 ára börn ). ATHUGIÐ AÐ FRAMBOÐ Á SKÓLAVIST ER MJÖG TAKMARKAÐ. Skrifstofa skólans á Lindargötu 51 er opin frá klukkan 13:00-16:00 virka daga. Síminn er 562-8477. Það skal tekið fram að nauðsynlegt er fyrst að skrá nemendur í skólann með því að hafa samband við skrifstofuna. Til að tryggja endanlega að innritunin sé frágengin er nauðsynlegt að innrita nemandann einnig í Rafræna Reykjavík á heimasíðum www.reykjavik.is eða www.grunnskolar.is á sama tíma í ágúst. Skólastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.