Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 4
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR4 Þetta er auðvitað mjög alvarlegt, því að við viljum hafa þessi mál í góðu lagi. ÖGMUNDUR JÓNASSON INNANRÍKISRÁÐHERRA Í Fréttablaðinu á miðvikudaginn var sagt að söngvarinn Adam Lambert hefði borið sigur úr býtum í American Idol fyrir nokkrum árum. Það er ekki rétt. Hann varð í öðru sæti. Nokkur orð féllu út í greininni Góðgerðarakstur umhverfis Tjörnina í Menningarborgardagskrá Frétta- blaðsins á fimmtudag. Réttar eru setningarnar svona: Gestir Menningar- nætur geta fengið sér salíbunu aftan á Harley Davidsonhjólum kringum Tjörnina í Reykjavík gegn 500 króna gjaldi sem rennur óskipt til Umhyggju en það er félag til stuðnings lang- veikum börnum. Ekið er frá Alþingis- húsinu. „Þessar ferðir hafa verið mjög vinsælar af fólki á öllum aldri,“ segir Steinar Benedikt Valsson, formaður félags Harley Davidsoneigenda. LEIÐRÉTTING GENGIÐ 19.08.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,9034 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,10 114,64 188,21 189,13 163,12 164,04 21,898 22,026 20,757 20,879 17,656 17,760 1,4917 1,5005 183,17 184,27 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is MENNTAMÁL Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir að skilaboðin sem bárust út af ríkisstjórnarfundi í gær hafi í engu skýrt stöðu skólans. Hann telur að skökk mynd sé dregin upp af skólanum; máluð sé mynd af skóla með ósanngjarnar kröf- ur án þess að sú staðreynd komi fram að skólinn bjóði upp á sam- bærilegt nám við það besta á Norðurlöndunum fyrir brotabrot af þeim kostnaði sem þekkist ann- ars staðar. Eftir ríkisstjórnarfund í gær sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að fyrra til- boð stjórnvalda um aukin fram- lög til skólans væri enn á borð- inu. Hún tók einnig allan vafa af um það að nemendur skól- ans fengju fyrirgreiðslu hjá LÍN þrátt fyrir ríkjandi óvissu. Niður- staða mennta- og menningar- ráðuneytisins, eftir skoðun á gögnum skólans, er að hann sé ekki rekstrarhæfur. „Eina sem ég get ráðið í þetta er að gamla tilboðið sé uppi á borð- inu, en það var það sannarlega ekki í gær,“ segir Hilmar. Þar vísar hann til þess að skólanum hafa verið boðnar 58 milljónir en fjárveiting til skólans 2010 var 39 milljónir. Skólinn verður ekki rekinn fyrir lægra ríkisframlag en 70 milljónir, að sögn Hilmars. Fimm skólar sem kenna kvik- myndagerð í Danmörku, Svíþjóð og Noregi eru í CILECT, alþjóða- samtökum kvikmyndaskóla auk Kvikmyndaskóla Íslands. Kostn- aður við hvern nemenda Kvik- myndaskólans er 278 þúsund krónur á ári. Hinir skólarnir í CILECT fá allir um tíu milljónir með hverjum nemenda. - shá Rektor Kvikmyndaskóla Íslands segir framtíð skólans ekki hafa skýrst á fundi ríkisstjórnarinnar í gær: Kvikmyndaskólinn nýtur ekki sannmælis HILMAR ODDSSON Vill að það sé haft hugfast að ríkisframlag vegna sam- bærilegs náms á Norðurlöndum er um fjörutíu sinnum hærra á hvern nemenda en hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÖRYGGISMÁL Tímasetning á kaup- um nýrrar björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna gæti skýrst á fundi rík- isstjór na r í næstu viku. Þetta segir Ögmundur Jónas son innanríkis- r á ð h e r r a í sa mta l i v ið Fréttablaðið, en þyrlukost- ur gæslunn- ar komst í sviðsljósið í fyrra- dag þegar hvorug þyrlan var til taks þegar á þurfti að halda. TF- GNÁ er sem stendur í reglubund- inni skoðun erlendis og er ekki væntan leg aftur til landsins fyrr en eftir þrjár vikur. Óvænt bilun í TF-LÍF varð síðan til þess að hún var ekki flughæf. Beðið var eftir varahlut til að koma henni í gagnið aftur og lauk viðgerð sam- kvæmt áætlun í gær. Gæslan kallaði þess í stað til þyrlu frá Norðurflugi til að sækja mann sem hafði fótbrotnað í helli í Kverkfjöllum. Ögmundur segir grundvallar- regluna að tvær björgunar þyrlur hið minnsta séu ávallt til taks en ástandið síðustu daga heyri til algerra undantekninga. „Þetta er auðvitað mjög alvar- legt, því að við viljum hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir hann og bætir við að helst eigi þrjár þyrl- ur að vera til staðar. Enda standi til að fjölga í þyrlukosti gæslunn- ar og gætu farið að berast tíðindi af þeim málum fljótlega. „Við höfum verið í kaupferli með Norðmönnum að leita að nýrri þyrlu og sú vinna stend- ur enn yfir. Við höfum enn ekki staðfest dagsetningar í því efni, en það verður tekið til umfjöll- unar í ríkisstjórn í næstu viku.“ Ögmundur bætir því við að stóra málið sé nú að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Reglu- bundið viðhald er hluti af því að tryggja öryggi að hans sögn, enda eigi þyrlurnar síður að bila ef þeim er vel við haldið. Áætlað er að LÍF fari utan í byrjun næsta árs til stærri við- haldsskoðunar, en sú aðgerð mun taka um fjóra mánuði. GNÁ mun hins vegar ekki verða ein eftir á vaktinni að sögn Ögmundar. „Þyrlan mun ekki fara út nema önnur þyrla komi í hennar stað.“ thorgils@frettabladid.is Tímarammi þyrlu- kaupa skýrist brátt Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir alvarlegt að hvorug þyrla Land- helgisgæslunnar hafi verið til taks þegar á reyndi. Leitað er að þyrlu til kaupa. Tímasetning kaupa skýrist væntanlega á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. ÖGMUNDUR JÓNASSON ÞYRLULEYSI ALVARLEGT ÁSTAND Innanríkisráðherra segir að lágmark sé að tvær björgunarþyrlur séu til taks. Þyrlukaup standa til en nákvæmari tímarammi skýrist mögulega á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Á myndinni má sjá flugflota Gæslunnar á flugi yfir Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ENGAR ÁHYGGJUR Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, ræddi efnahagsmál við kínverskan starfsbróður sinn, Xi Jinping, á fundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BEIJING, AP Kínverjar segjast bera fullt traust til bandarísks efna- hagslífs og óttast ekki um fjár- festingu sína í ríkisskuldabréfum þótt stífir vindar hafi geisað. Ráðamenn í Kína, þar á meðal varaforsetinn Xi Jinping og for- sætisráðherrann Wen Jiabao, viðruðu þá skoðun sína í gær eftir fundi með Joe Biden, vara- forseta Bandaríkjanna. Kína á um 1.200 milljarða dala í ríkisskuldabréfum en Wen sagði Biden hafa sefað áhyggjur manna af erfiðleikunum í Bandaríkjun- um. - þj Joe Biden á fundum í Kína: Sefaði áhyggjur Kínverja af BNA SAMGÖNGUR Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæð- inu á Menningarnótt í Reykjavík, sem er í dag og kvöld. Síðustu ferðir verða frá Hlemmi og Vonar- stræti um klukkan eitt eftir mið- nætti. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur minnir hundaeigendur á að óheim- ilt er að vera með hunda á hátíðar- samkomum skipulögðum fyrir almenning, af tillitssemi við aðra gesti. Þetta bann gildir meðal annars á Menningarnótt. - sv, jss Frítt í strætó og engir hundar: Fleiri ferðir á Menningarnótt FÓLK „Við ætlum að bjóða gestum og gangandi að prófa þetta,“ segir Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, sem standa fyrir undirskrifta- söfnun á horni Laugavegs og Skólavörðustígs í dag á Menning- arnótt milli klukkan 13 og 17. Á staðnum verður sérstæður stóll sem Ámundi Loftsson hefur smíðað, þar sem fólk getur bein- línis sest á haka. - gb Undirskriftum safnað í dag: Allir fá að sitja á hakanum SITUR Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, situr á hakanum. MYND/HAGSMUNASAMTÖK HEIMILANNA VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 32° 21° 21° 26° 29° 19° 19° 26° 19° 33° 30° 32° 20° 28° 20° 20° Á MORGUN Yfi rleitt hægur vindur. MÁNUDAGUR 3-8 m/s. 8 8 8 12 9 10 12 13 12 14 9 3 2 4 3 2 4 3 6 3 4 3 1212 11 12 9 11 10 9 10 11 BJART SV-TIL Í DAG Einhver væta SA-til framan af degi en léttir svo til. Nokkuð bjart SV-til í dag en stöku skúr síðdegis bæði V-lands og austan. Einhver væta A-til og V-til á morgun en bjart með köfl um S- og N-lands. Nokkur væta á mánudag, einkum S- og V-til. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.