Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 18
18 20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í ein- hverjum mæli fengið endur- greiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstak- linga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareig- enda með tekjur yfir viðmiðun- armörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endur- greiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstak- linga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareig- enda með tekjur yfir viðmiðun- armörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Eitt af skilyrðum þess að fá greiddar vaxtabætur er að vaxta- gjöldin af lánunum séu vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Það skilyrði virðist einfalt, og er svo í flestum tilvikum, en getur stund- um verið matskennt og óljóst. Í reglugerð um greiðslu vaxtabóta, nr. 990/2001, eru eigin not íbúðar skilgreind sem svo að húsnæðið sé nýtt til íbúðar af eiganda þess sjálfum. Svo segir að sérstakar tímabundnar aðstæður, sem valdi því að eigandi íbúðarhúsnæðis geti ekki sjálfur nýtt það til íbúðar, leiði þó ekki til þess að hann missi rétt til vaxtabóta, ef líklegt sé að hann muni innan ákveðins tíma taka húsnæðið aftur til eign nota. Þetta krefst frekari skýringar. Einfalt dæmi væri að eigandi íbúðar, sem ákveður að leigja hana út og leigja sjálfur aðra íbúð, ætti ekki rétt á vaxta bótum vegna afborgana lána af íbúð- inni þar sem hún er þá ekki nýtt til eigin nota. En eigandi íbúðar sem sökum náms, veikinda eða atvinnuþarfa þarf að búa annars staðar um nokkurt skeið á rétt á vaxta bótum ef um er að ræða tímabundnar aðstæður og líklegt er að hann taki húsnæðið sitt aftur til eigin nota innan ákveðins tíma. Þannig á eigandi íbúðar í Búðar- dal sem stundar nám á Akureyri rétt á vaxtabótum meðan á náminu stendur ef honum tekst að sann- færa skattyfirvöld um að líklegt sé að hann komi heim að námi loknu. Ef maður á tvær íbúðir er megin reglan sú að vaxta bætur eru einungis greiddar út með annarri íbúðinni, þeirri sem telst vera nýtt til eigin nota. Í úrskurði yfirskattanefndar, nr. 8/2010, kom fram að hjón sem sögðust halda tvö heimili, annað á lands byggðinni og hitt í Reykjavík vegna náms og atvinnuþarfa, ættu ekki rétt á vaxtabótum vegna húsnæðisins í Reykjavík þar sem það gæti ekki talist vera eigin not íbúðar. Svipað var uppi á teningnum í öðrum ný- legum úrskurði yfirskattanefnd- ar, nr. 304/2010. Þar kom fram að skráning lög heimilis hefði veru- lega þýðingu þegar meta þyrfti hvar eigandi tveggja íbúða teld- ist hafa aðaldvalarstað eða fasta búsetu. Í tilvikum sem þessum þurfa skattgreiðendur að athuga hvort undanþágureglan frá vaxta- bótum af einungis einni íbúð eigi við. Árið 2009 var 5. gr. reglugerð- ar um greiðslu vaxtabóta breytt á þann veg að maður getur átt rétt á vaxtabótum vegna húsnæðis í byggingu eða kaupa á eldra hús- næði sem þarfnast endurbóta í beinu framhaldi af kaupunum þrátt fyrir að eiga aðra íbúð til eigin nota. Þá segir að maður geti átt rétt á vaxtabótum vegna tíma- bundins eignarhalds á tveimur íbúðum þar sem sala annarrar þeirra reynist ómöguleg vegna óvenjulegra aðstæðna á fasteigna- markaði. Þessi undanþágu heimild mun gilda í allt að þrjú ár og heim- ilt er að leigja út aðra íbúðina án þess að réttur til vaxtabóta skerð- ist. Matskenndar reglur vaxtabóta í tekjuskattslögum valda því að einhverjir skattgreiðendur eru í vafa um hvort skattyfirvöld hafi lagt á réttan skatt með hliðsjón af rétti til vaxtabóta. Við svo búið er full ástæða fyrir skattg reiðendur að aðgæta álagningarseðlana og ganga úr skugga um að réttri skattfjárhæð hafi verið goldið til ríkisins. Kærufrestur rennur út 24. ágúst næstkomandi. Alveg er deginum ljósara að iðnaðarráðherra hefur klúðr- að framgangi vandaðrar lagasetn- ingar um vatn sem þó er til í frum- varpsformi (Vatnalaganefndar) falin í skúffu ráðherra. Mikið er í húfi því eðli málsins samkvæmt varða vatnalög hvert einasta mannsbarn á Íslandi um ókomin ár og fátt getur fremur ógnað full- veldi þjóðar en vond vatnalög. Mörður er fimur karpari og í Eyjupistli sínum skautar hann ákaft til að dreifa athygli frá klúðri Katrínar. Ég met málefnalega orð- ræðu og einlægan vilja Marðar í umhverfismálum ólíkt meira. Hann er einn af fáum náttúru- verndurum á Alþingi Íslendinga og jafnvel innan þingmanna eigin flokks. Klúður Katrínar er það að hafa hætt við ákaflega efnilegt frum- varp sem Vatnalaganefnd vann að í nokkur ár og hefur að geyma flest ef ekki öll verndarákvæði um vatn sem nauðsynlegt er að hafa í lögum. Þar var líka hugað að almannarétti og almannahag. Gallinn við frum- varpssmíð Vatnalaga nefndarinnar var mögu leikinn á að framselja vatnsrétt, sem er álíka og að fram- selja fiskveiðikvóta nema margfalt hættulegra. Frumvarp nefndar- innar var samið af fólki úr mörg- um áttum samfélagsins, fagfólki á ýmsum sviðum – og lofaði góðu. En augljóst má vera að orku geirinn, og þá sérstaklega Orku stofnun sem nú valsar um orkulindir og náttúru- perlur og gefur úr rannsókna- leyfi á færibandi með fullum stuðningi iðnaðar ráðherra, hefur óttast ákvæði um náttúruvernd og almannarétt. Þessi óábyrga fram- ganga forstjóra Orkustofnunar og iðnaðarráðherra er ríkisstjórn sem heitið hefur að efla náttúruvernd til vansa. Mér leiðist karp en Mörður fer með rangt mál þegar hann segir að ég finni vatnsfrumvarpi iðnaðar- ráðherra fyrst og fremst til for- áttu að þar sé fátt um vatnsvernd. Ojæja – lesendur geta kannski dæmt sjálfir að fleira er áhyggju- efni. En hafi einhver skriplað á skötunni þá er það formaður umhverfis nefndar Alþingis þegar hann vill leiðrétta misskilning minn með því að segja að í vor hafi Alþingi samþykkt sérstök vatns- verndarlög og því séu áhyggjur mínar af frumvarpinu ástæðu- lausar. En formanninum til upp- lýsingar þá eru Lög um stjórn vatnsmála (36/2011) EKKI vatns- verndarlög. Í þeim eru engar efnis- reglur um vatnsvernd. Þau eru einskonar leikreglur um söfnun upplýsinga og áætlanir um vernd vatns. Afar mikilvægt er að for- maður umhverfisnefndar Al- þingis átti sig á því að vatnastjórn (aðferðafræðin) er ekki sú sama og vatnsvernd (aðhaldið) – a.m.k. áður en hann skrifar aðra grein. Merði láðist einnig að upplýsa almenning um að vatnastjórnunar- áætlunin (aðferðafræðin) mun ekki verða tilbúin fyrr en eftir nokkur ár en í síðasta lagi 1. janúar 2018 eins og stendur aftast í lögunum. Umhverfisstofnun hefur að vísu áform um að ljúka verkinu árið 2015 þannig að áfram verða rúmar heimildir fyrir óábyrga meðferð vatnsmála – einmitt það sem Orku- stofnun vill hafa. Mörður fullyrðir að vatnalaga- frumvarp lögfræðinganna sé hið ágætasta þrátt fyrir að þar vanti öll ákvæði um verndun vatns og gefur í skyn að þeir sem hafi gefið umsagnir hafi verið jákvæðir og lagt ýmislegt gott til. Fyrir fram- an mig er heill bunki umsagna um frumvarpið sem allar eru á einn veg og óhætt að gefa því fall- einkunn samkvæmt þeim. Eflaust hefur frumvarpið skánað í með- ferð iðnaðarnefndar Alþingis, skárra væri það nú, en ef vanda hefði átt til verka hefði Mörður átt að seilast ofan í djúpu skúffu iðnaðarráðherra og bursta nýfallið ryk af vandaðri vinnu Vatnalaga- nefndar. Í markmiðslýsingunni stendur: „Markmið laga þessara er að kveða á um verndun og nýtingu vatns, rétt almennings til vatns og vatnsréttindi landeigenda. Lögun- um er ætlað að stuðla að verndun vatnsgæða, lífríkis vatns og vot- lendis, tryggja greiðan aðgang landsmanna að nægu og hreinu vatni og stuðla að skynsamlegri nýtingu vatnsauðlindarinnar á grundvelli sjálfbærrar þróunar.“ Augljóst er að ekki hefur tekist pólitísk sátt um vatnalagafrum- varpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Sorglega staðreyndin er samt sú að iðnaðarráðherra kaus að styðja yfirgang Orkustofnunar og iðn- aðar á kostnað náttúru Íslands og almannaheilla og því siglum við áfram sofandi að ósi og smíðum lög sem vernda ekki viðkvæmustu og mestu auðæfi landsins. Við svo búið er full ástæða fyrir skatt- greiðendur að aðgæta álagningarseðlana og ganga úr skugga um að réttri skattfjár- hæð hafi verið goldið til ríkisins. Augljóst er að ekki hefur tekist pólitísk sátt um vatna- lagafrumvarpið. Áttu heima heima hjá þér að mati skattyfirvalda? Skriplað á skötu Vatnsvernd Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og rithöfundur Vaxtabætur Teitur Björn Einarsson lögmaður Ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla tekur gildi nú í haust á tímum niðurskurðar í skólamálum. Hún gefur skólum meira svigrúm um skipulag námsins en áður var. Kveðið er skýrt á um kennsluskyldu og hlutfall ólíkra greina á hverju aldursstigi innan skóla- kerfisins. Mikilvægt er að for- eldrar kynni sér viðmiðunar- stundaskrá í aðalnámskrá og beri hana saman við stunda- skrá og skólanámskrá í skóla barnsins. Komist foreldrar að því að kröfur sem gerðar eru í viðmiðunarstundaskrá séu ekki uppfylltar þurfa þeir að fara fram á úrbætur. Fyrst er mikilvægt að skoða skólanámskrá skólans vel og athuga hvort þar sé gert ráð fyrir hagræðingu yfir hvert tímabil fyrir sig. Til að mynda eru kröfur um að hlutfall list- og verkgreinakennslu í 1.-4. bekk sé 17,9% að meðal- tali. Kennslufyrirkomulagið getur verið breytilegt og getur hver skóli hagrætt þessu milli þeirra fjögurra ára sem um ræðir. Þannig getur kennsla í smíði til dæmis farið fram á einu vikulöngu námskeiði í staðinn fyrir að kennt sé jafnt og þétt yfir skólaárið. Þá væri ef til vill tímabil á næstu þrem- ur árum á eftir þar sem bætt væri upp fyrir þetta minna hlutfall fyrsta árið. Aðalatriðið er þá að meðaltal verk- og list- greina sé um 17,9% yfir þetta fjögurra ára tímabil. Listavika eða aðrir skipulagðir dagar inni í skólaárinu geta jafn- framt komið í staðinn fyrir jafna og hefðbundna stunda- skrá yfir allt árið. Næstu tvö tímabil grunnskólans eru 5.-7. og 8.-10. bekkur og reiknast meðaltalið þá yfir þrjú ár. Ef skólastjórnendur vilja breyta skólanámskrá er það á ábyrgð skólans að kynna breytingarnar vel fyrir for- eldrum. Skólaráðsfulltrúar for- eldra ættu að hafa tækifæri til að kynna breytingarnar fyrir foreldrahópnum áður en tekin er ákvörðun um að framfylgja henni. Þess konar samráð er hornsteinn lýðræðis í skóla- starfinu og kemur skýrt fram í menntalögunum. Skólaráð er samráðsvettvangur skóla- samfélagsins og þar eiga for- eldrar tvo fulltrúa sem bera ábyrgð á að vera vel tengdir for- eldrum við skólann, til dæmis í gegnum foreldra félagið. Ef foreldrar komast að því við samanburð á viðmiðunar- stundaskrá og skólanámskrá að brotið er á lögbundnum rétti barna við skólann þarf að reka málið áfram rétta leið. Fyrst er reynt að tala við stjórn skólans og ef það ber ekki árangur þarf að leita til skóla- nefndar og þaðan upp kerfið innan sveitarfélagsins þar sem sveitar-/bæjarstjóri er yfir- maður skólastjóra. Náist ekki viðunandi niðurstaða innan sveitarfélagsins er næsta skref að hafa samband við mennta- og menningarmála ráðuneytið, sem mun fara fram á umbætur. Það er ljóst að það er ekki óskastaða fyrir neinn að skera niður menntun barnanna okkar. Það er hins vegar staðreynd og því þurfa foreldrar að standa vörð um réttindi barna sinna eins og núgildandi menntalög gefa þeim svigrúm til. Ný aðalnámskrá grunnskóla Menntamál Ketill B. Magnússon formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra Guðrún Jónsdóttir verkefnisstjóri Heimilis og skóla Náist ekki viðunandi niðurstaða innan sveitarfélagsins er næsta skref að hafa samband við mennta- og menningar- málaráðuneytið, sem mun fara fram á umbætur. Hópþjálfun Gigtarfélgas Íslands byrjar 5. september Skáning hefst mánudaginn 22. ágúst Sjúkraþjálfarar og hjúkrunarfræðingur sjá um þjálfun. Fagfólk með áralanga reynslu. Þægilegt og rólegt umhverfi Stott–Pilates: Góð aðferð til að styrkja og auka stöðugleika liða og bæta líkamsstöðu. Vinsælir tímar. Byrjenda-og framhaldshópar, einnig einstaklingstímar. Jóga: Aðlagað einstaklingum með gigt og þeim sem þurfa að fara varlega í þjálfu. Áhersla lögð á öndun og slökun Alhliða leikfimi: Tímar sem henta vel fyrir þá sem eru að hefja þjálfun eða þurfa góða leiðsögn. Frábærir tímar fyrir gigtarfólk sem og aðra einstaklinga með stoðkerfisverki Leikfimi fyrir karlmenn: Hressileg liðkandi og styrkjandi þjálfun. Hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum Vatnsleikfimi: Góð alhliða þjálfun í vatni. Þyngdarleysi í vatninu gerir það að verkum að auðveldara er að gera æfingar þar heldur en á þurru landi. Nánari upplýsingar undir hópþjálfun á heimasíðunni www.gigt.is Upplýsingar og skráning á skrifstofu G.Í. Ármúla 5, sími 5303600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.