Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 26
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR26 Á standið var svo skelfilegt að maður getur varla áttað sig á því,“ segir Egill Þórðarson, sem kom til bæj- anna Miyako og Kesennuma ásamt eiginkonu sinni Yoko. „Við gengum lengi um heilu hverfin og sáum hvergi neitt fólk. Það var allt farið, enda enga þjón- ustu að fá lengur. Hver einasta búð farin, skólar og stofnanir og allt. Svo er rafmagnskerfið ónýtt, símakerfið ónýtt, vatnslagna- kerfið að miklu leyti ónýtt, hol- ræsakerfið líka, það virkar ekkert. Sums staðar eru bæjarskrifstofur farnar með öllum skjölum, bankar farnir með öllum reikningum.Fólk getur ekkert verið þarna.“ Einsdæmi í Japan Jarðskjálftinn mikli 11. mars, sem átti upptök sín skammt úti af norðausturströnd Japans, hratt af stað flóðbylgju sem var stærri en Japanar hafa áður kynnst, og eru þeir þó ýmsu vanir úr þeirri átt. Víða varð flóðið um tíu metra hátt en dæmi eru þess að vatns- hæðin hafi ná 38 metrum, sem er álíka hátt yfir sjó og flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Á örskammri stund var nánast öll byggð á 600 kílómetra langri strandlengju lögð í rúst. Þarna voru tugir blómlegra útgerðar- bæja. Sjómenn sigldu drekkhlöðn- um skipum að landi á hverjum degi og fiskmarkaðir iðuðu af lífi. „Þetta svæði í Japan minnir mjög á Ísland,“ segir Egill. „Við hittum þarna nokkra karla á bryggjunni og það var mjög þægi- legt að spjalla við þá. Ofar í land- inu eru líka hólar og hæðir sem svipar mjög til landslagsins hér á Íslandi. Það er engin stórborg- armenning þarna eins og sunnar í Japan þar sem malbikið þekur allt. Að koma þangað norður frá Tókíó var svolítið eins og að koma í annan heim.“ Mikið verk fram undan Þau Egill og Yoko voru í Japan í júní, komu til Miyako 15. júní þar sem þau fengu hvergi gistingu og létu sér nægja að skoða sig um, héldu síðan til Kesennuma 27. júní, dvöldu þar í þrjá daga og tóku þátt í sjálfboðaliðastörfum við hreinsun bæjarins. Þau fengu það verkefni að hreinsa ljósmyndir. Heill salur í stóru íþróttahúsi hafði verið tek- inn undir þetta afmarkaða verk- efni, sem var að flokka, skrá og hreinsa eftir bestu getu þær ljós- myndir sem fundist höfðu í braki húsanna í Kesennuma, bæjar- félags þar sem 70 þúsund manns bjuggu fyrir aðeins hálfu ári. „Af þessu er kannski hægt að gera sér örlitla mynd af umfangi þessa gríðarmikla verkefnis. Við vorum bara í því að hreinsa ljósmyndirnar. Svo voru alls konar skjöl annars staðar sem líka þurfti að hreinsa og flokka. Svona fara þeir í gegnum allt brakið skref fyrir skref. Allt sem þeir sjá að er persónulegt eða geti skipt máli, því halda þeir til haga. Það er einhver sem á þetta allt og þá er ekki hægt að sópa þessu bara upp og henda því. Fólk á sinn rétt.“ Uppbygging varla hafin Þau segja umfangið vera miklu meira en þau hefðu nokkurn tím- ann getað gert sér í hugarlund. „Til dæmis eru ónýtir bílar út um allt. Þeir þurfa að finna út hverjir eiga bílana og vita hvað eigendurnir vilja gera við þá. Og lóðirnar, það tekur engin íbúðar- lóð og lætur bara einhvern fá hana þó að húsið sé farið. Það er einhver sem á lóðina. Þetta er réttarríki og yfirvöld koma ekki bara með jarðýtur og moka öllu burt.“ Japanar hafa ætlað sér þrjú ár í þetta hreinsunarstarf en þá er öll uppbyggingin eftir og hún er varla farin af stað, enda taka Jap- anar sér góðan tíma til að skoða hvort óhætt sé að byggja á ný á þessum stöðum. „Fyrst þarf að gera áhættumat og ákveða á hvaða forsendum þeir byggja aftur. Svo þarf að endur- skipuleggja bæina. Það tekur allt rosalegan tíma,“ segir Helgi. Kýs frekar neyðarskýlin Á meðan fást ekki byggingarleyfi til að byggja nokkurn skapaðan hlut, hvorki verslanir né skóla, jafnvel þótt fólk myndi vilja flytja aftur. Þangað til eru byggðirn- ar við strandlengjuna sannkölluð draugabyggð. Fólkið er flutt til ættingja eða kunningja eða farið að leita sér að vinnu annars staðar. Enn eru nærri 90 þúsund manns í neyðarskýlum, en það er helst eldra fólk sem hefur í engin önnur hús að venda. „Til bráðabirgða átti að reisa 60 til 70 þúsund neyðaríbúðir fyrir utan sjálf hamfarasvæðin, en það eru hálfgerð gámahús og fólk hefur verið tregt til að flytja inn í þetta. Þetta er eignalaust fólk með litlar tekjur og á ekki bíla þannig að það myndi bara sitja í húsun- um einangrað og atvinnulaust og allslaust. Margir vilja þá heldur þrauka í neyðarskýlunum þó erfitt sé því þar fær fólk þó að minnsta kosti að borða.” Þakklæti Þau Yoko og Egill segja íbúana á hamfaraslóðunum afar þakk- láta fyrir þann áhuga sem þeim er sýndur. „Fólk er ennþá í áfalli. Það fer ekki á milli mála,“ segir Egill. „Mikilvægast er samt að fá að tala,“ segir Yoko. Þau hittu ein- staklinga sem höfðu lent í ótrú- legum hremmingum og tóku því fegins hendi að fá að segja frá raunum sínum. Eina konu hittu þau í verslun skammt frá húsi sem þau gistu í, ræddu góða stund við hana og gáfu henni tátiljur sem móðir Egils hafði prjónað. „Hún ætlaði aldrei að hætta að hneigja sig,“ segir Yoko. „Hún var svo þakklát fyrir að fá að tala og heyra að fólki er ekki sama.“ Orkuskortur Annars staðar í Japan, þar sem þau Egill og Yoko komu, virðist hins vegar sem fólk forðist að ræða eyðilegginguna og tjónið á flóðasvæðunum. „Stóra hitamálið er kjarnorkan og orkuskorturinn,“ segir Egill. „Um það eru allir að þrasa og þrasa, bæði í stjórnmálum og ann- ars staðar. Annað kemst ekki að. Þá hverfur harmleikurinn fyrir norðan svolítið í skuggann.“ Eitt kjarnorkuver eyðilagðist í hamförunum og annað var tekið úr notkun. Um það munar í landi þar sem kjarnorka er meginorku- gjafinn. Alls staðar í Japan finn- ur fólk fyrir því að rafmagnið er naumt skammtað og sífellt verið að hvetja fólk til að draga úr orku- notkun. Á sjö systkini í Kyoto Þau Egill og Yoko stöldruðu lengst við í Kyoto, þar sem Yoko er fædd og þar á hún sjö systkini. „Ég þarf alltaf að heimsækja þau öll þegar ég kem,“ segir hún. Hún kynntist Agli í Lond- on árið 1971 þar sem þau voru bæði í enskunámi. Árin 1977 til 1979 bjuggu þau í Kyoto en hafa síðan búið hér á landi. Þau halda góðum tengslum við Japan og reyna að fara þangað eins oft og þau geta. ■ ULLARVÖRUR OG NÝ SÖFNUN Miyako Kesennuma Tokyo Kyoto ■ HAMFARASVÆÐIN Í JAPAN Jarðskjálfti sem mældist 9 stig varð tæplega 130 kílómetra út af norðausturströnd Honshu-eyjar, sem er stærsta eyja Japans. Skjálftinn hratt af stað flóðbylgju sem var nærri 10 metra há þar sem hæst var og komst upp í nærri 38 metra hæð yfir sjávar- máli þar sem hún fór hæst í borginni Miyaki. Látnir og slasaðir Staðfest dauðsföll:15.709 Enn saknað: 4.926 Slasaðir: 5.717 Skemmdir á húsum Alhrunin: 113.812 Hálfhrunin: 150.229 Brunnin: 284 Vatnsskemmdir: 24.949 Aðrar skemmdir: 533.446 Jarðskjálfti 11. mars Flóðbylgjan J A P A N Ullarvörurnar sem söfnuðust á Íslandi, alls 260 kassar af sokkum, vettlingum, treflum, húfum og peysum sem munu koma sér vel í kuldanum næsta vetur, voru sendar til tveggja bæja á hamfarasvæðunum í Japan, Miyako í Iwate-héraði í og Kesennuma í Miyagi-héraði. Það var til þessara tveggja staða sem Egill og Yoko ferðuðust í sumar til að kynnast ástandinu af eigin raun. Í Miyako bjuggu tæplega 60 þúsund manns fyrir rúmu hálfu ári og rúmlega 70 þúsund í Kesennuma. Þeir sem ekki létu lífið eru flestir farnir á brott, þótt væntanlega snúi margir aftur þegar byggðin hefur verið endurreist. Í Miyako reis flóðið einna hæst og fór upp í nærri 38 metra hæð yfir sjávarmáli en í Kesennuma varð tjónið meira og víðtækara en víðast hvar annars staðar. Konurnar sem efndu til söfnunarinnar hér á landi, með Yoko Þórðarson og séra Miyako Þórðarson í fararbroddi, eru afar þakklátar þeim fjölda Íslendinga sem prjónuðu og gáfu ullarvörur til að senda út. 3. september næstkomandi verður aftur efnt til söfnunar, að þessu sinni meðal fyrirtækja og er ætlunin að nota afraksturinn í þágu barna á hamfarasvæðunum, sem enn eiga erfitt með að takast á við álagið. Japanar á Íslandi og ýmis samtök ætla þennan dag að efna til japanskrar íþrótta- og menningarhátíðar í Háskóla Reykjavíkur við Nauthólsvík, bæði til að vekja athygli á söfnuninni og til að sýna Íslendingum þakklæti fyrir samhug og stuðning vegna hamfaranna. EGILL Í HÓPI SJÁLFBOÐALIÐA Í borginni Kesennuma tóku þau Yoko og Egill þátt í sjálfboðastarfi við hreinsun ljós- mynda. MYND/EGILL OG YOKO ÞÓRÐARSON Fólk er enn í áfalli Eyðileggingin á hamfarasvæðunum í Japan er gríðarleg, eins og hjónin Yoko og Egill Þórðarson kynntust af eigin raun þegar þau voru þar á ferð nýverið. Guðsteinn Bjarnason ræddi við þau. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N YOKO ÞÓRÐARSON OG EGILL ÞÓRÐARSON Þau kynntust í London árið 1971, búa í Hafnarfirði en hafa jafnan haldið góðum tengslum við Japan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.