Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 78
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR38 Fyrir réttu 71 ári, hinn 20. ágúst árið 1940, var Leon Trotskí, einn af forvígismönnum rússnesku byltingarinnar árið 1917, ráðinn af dögum á heimili sínu í útjaðri Mexíkóborgar. Trotskí bjó þar í útlegð, en morð- inginn, Ramón Mercader að nafni, var útsendari Jósefs Stalíns, erki- óvinar Trotskís. Í aðdraganda byltingarinnar var Rússland mikill suðupottur þar sem rótttækar hugmyndir um nýja sam- félagsgerð, byggðar á kenningum Karls Marx, áttu sér marga fylgis- menn í hópi verkalýðs og mennta- manna. Leon Trotskí var einn af helstu samstarfsmönnum Leníns, for- sprakka bolsévika, en eftir lát þess síðarnefnda árið 1924 varð Trotskí undir í valdabaráttu við Jósef Stalín. Í kjölfarið var Trotskí ofsóttur á flestan hátt og loks gerður útlægur árið 1929. Hann bjó fyrst um sinn í Tyrklandi en hafði viðdvöl í Frakklandi og Noregi áður en hann fékk loks hæli í Mexíkó árið 1936. Hann var alla tíð sem fleinn í holdi Stalíns og um það leyti var hann fundinn sekur um landráð í sýndarréttarhöldum. Trotskí lifði af tilræði Stalínista í maí árið 1940 en hann var ekki svo lánsamur næst. Morðinginn Mercader hafði um nokkurra ára skeið stefnt að því að vinna sér traust Trotskís og var orðinn fastagestur á heimili hans. Hann fór síðan kvöldið örlagaríka heim til Trotskís, sem bauð honum inn í vinnustofu sína. Mercader neytti síðan færis þegar gestgjafinn grúfði sig yfir pappíra á skrifborði og sló hann í höfuðið með ísöxi sem hann hafði falið í frakka sínum. Trotskí lést ekki strax, heldur réðist á árásarmanninn og kallaði á hjálp. Mercador var tekinn höndum og færður lögreglu en Trotskí lést af sárum sínum daginn eftir. Mercador var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir morðið og sovésk yfirvöld sóru af sér alla ábyrgð á verknaðinum. Að lokinni afplánun flutti hann til Kúbu og síðan Sovétríkjanna, þar sem honum var fagnað eins og hetju. - þj Heimildir: History.com og Wikipedia Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1940 Leon Trotskí ráðinn af dögum í Mexíkó MYRTUR Í MEXÍKÓ Leon Trotskí var myrtur með ísöxi á heimili sínu í Mexíkó af útsendara Stalíns, erkióvinar síns. Sjónarhorn Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson MÖRG ANDLIT NÁTTÚRUNNAR Náttúran tekur á sig hinar ýmsu myndir eins og Vilhelm Gunnars- son, ljósmyndari Fréttablaðsins, komst að á ferð sinni um Breiðamerkursand í vikunni. Ýmislegt kemur upp í hugann þegar ímyndaraflið tekur völdin, til að mynda er með góðu móti hægt að sjá rostung eða jafnvel eðlu út úr bláleitum ísjakanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.