Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 38
2 matur Hvunn- dags Hvunndags/til hátíðabrigða Annað kjöt en fuglakjöt Græn- meti Heitt S S Smá-réttir SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Marta María Friðriksdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Vera Einarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is Hægt er að nálgast uppskriftir úr blaðinu á Vísi 250 g hveiti 200 g soðnar og afhýddar kartöflur 30 g púðursykur 300 ml AB-mjólk 2 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 1½ msk. ferskt og fínt saxað rósmar- ín (minna af þurrkuðu) FLJÓTLEGAR KARTÖFLUSKONSUR Ég hef mjög gaman af sjálfsþurftarbúskap,“ segir Freyja Hilmisdótt- ir en hún ræktar kartöflur og kál í garði sem hún leigir af Akureyrarbæ. Auk þess rækt- ar hún myntu og jarðarber, baunir, spínat og klettasalat á svölunum og kryddjurtir í eldhúsglugganum. „Svo er ég með annað eins í garðin- um hjá foreldrum mínum á Hauganesi. Það er samvinnu- verkefni okkar pabba. Hann smíðaði gróðurhús og tengdi þangað rafmagn og hitaveitu. Þetta er orðið að ástríðu hjá okkur,“ segir hún og hlær. „Við erum að prófa okkur áfram með hindber og sólber og höfum verið með rifsber í nokkur ár.“ Sjálf segist Freyja ekki sulta mikið, frysta eða sjóða niður, best sé að borða berin strax og tína baunirnar og kálið beint á matarborðið. Kartöflurnar séu líka bestar glænýjar á borðið, með smjöri og salti. Hún lumar þó á upp- skrift að morgunverðarskons- um úr kartöflum sem hún segir alla ráða við. „Skonsurnar eru mjög ein- faldar, þéttar í sér og góðar með smjöri, og sultu. Ég baka þær í muffinsformi og það eina sem þarf að passa er að setja ekki of mikið í hverja holu því þá verður hún of blaut í miðjunni.“ - rat Orðið að ástríðu Freyja Hilmisdóttir gefur uppskrift að morgunverðarskonsum úr heimaræktuðum kartöflum. Hún byrjaði á matjurtarækt fyrir nokkrum árum og getur ekki hætt. Freyja Hilmisdóttir lumar á góðri uppskrift að morgunverðarskonsum úr kartöflum. MYND/HEIDA.IS LÍFRÆNN MARKAÐUR Á LÆKJARTORGI Frá miðjum júlí hefur Ari Hultquist boðið vegfarendum að kaupa glænýtt lífrænt ræktað grænmeti í sölubás á Lækjartorgi. „Markaðurinn er á vegum Græna hlekksins,“ útskýrir Ari en Græni hlekkurinn er fyrir- tæki sem sérhæfir sig í dreifingu á lífrænum afurðum, bæði íslenskum og erlendum. Hjón- in Karólína Gunnarsdóttir og Þórður G. Hall- dórsson á lífrænu garðyrkjustöðinni Akri standa að baki fyrirtækinu. Á lífræna markaðnum á Lækjartorgi selur Ari mest íslenskt grænmeti sem hann fær frá öllum helstu bændum sem stunda lífræna ræktun. Þá er hann einnig með eitthvað af líf- rænum ávöxtum sem eru þá innfluttir. „Hér er mjög fjölbreytt úrval af grænmeti. Ég fæ það ferskt daglega frá bændum og oft býð ég grænmeti sem ekki fæst í verslunum,“ segir Ari og nefnir sem dæmi næpur, blaðlauk og grænkál. Hann segir fólk hafa tekið mjög vel í framtakið. „Margir stoppa og spjalla og eru ánægðir með markaðinn. Þeir vilja sjá fleiri slíka á Lækjartorgi, til dæmis með blóm,“ segir Ari. Hann segir að kokkar bestu veitingastaða bæjarins líti einnig iðulega við og grípi með sér brakandi ferskt græn- metið. Markaðurinn er opinn frá 11 til 17 frá þriðjudögum til laugardags en Ari hefur leyfi til að vera á Lækjartorgi út september. Rigning og kuldi hefur engin áhrif á Ara sem stendur vaktina í öllu veðri. „Rokið er hins vegar verra og ég þarf að víkja ef vindurinn verður of mikill.“ Ferskt grænmeti daglega Kartöflur gróflega stappaðar, öllu blandað saman og bakað í 30-40 mín við 180° eða þar til fallega ljósgullið. Ég nota silíkon-muffinsmót og tæplega hálf- fylli hverja holu af deigi. Að sjálfsögðu er hægt að skipta kryddinu út fyrir nánast hvað sem hugurinn girnist. Lífræn og sykurlaus tómatsósa Fæst í öllum helstu verslunum á höfuðborgarsvæðinu Hún er frábær með grillmatnum og hollt meðlæti fyrir alla, unga sem aldna. Þegar þú vilt sameina gæði, hollustu og gott bragð, veldu þá Rapunzel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.