Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 74
6 matur „Lífið í New York er litað rósrauðum, rómantískum ljóma og við tölum oft um hversu heppin við erum að fá að búa hér, enda einhuga og samstillt í að upplifa töfra borgarinnar saman,“ segir Nanna Teitsdóttir, doktorsnemi í heimspeki, en hún bloggar reglulega um mat og bakstur úr litlu eldhúsi sínu í suðupotti alheims- ins. „Ég hef alltaf haft yndi af því að borða mat, enda notið góðs af því að foreldr- ar mínir eru miklir sælkerakokkar. Í upphafi hjónabands og nýju heimalandi skorti mig hins vegar sjálfstraust í eld- húsinu og lenti í krísu með hvað ég ætti af mér að gera á meðan ég beið eftir atvinnuleyfi vestra. Því fór ég að prófa mig áfram í eldhúsinu og kom sjálfri mér á óvart með hversu mjög ég naut eldhús- starfanna en líka hversu vel tókst til með matargerðina,“ segir Nanna sem á bloggsíðu sinni gefur lesendum dýrindis uppskriftir sem hún myndskreytir með girnilegum matarmyndum úr eigin linsu. „Að heiman var pressa á að blogga um líf okkar hjóna og ákvað ég að blanda því saman við það sem ég elda og baka hér úti. Mikill tími og hugsun fer í það sem ég set frá mér og ég set aldrei neitt á netið nema ég sé ánægð með útkomu matar og mynda,“ segir Nanna sem skap- ar flestar uppskriftirnar sjálf en betrum- bætir og nostrar einnig við uppskriftir sem hún finnur. „Maðurinn minn, Elmar Geir Unn- steinsson, líka doktorsnemi í heimspeki, hvetur mig óspart til dáða og upp á síð- kastið hefur þeim fjölgað sem skoða síð- una mína. Það skrifa ég á sammannlegan áhuga fólks á því að borða góðan mat og eyða tíma með fjölskyldu og vinum við matarborðið.“ Nanna segir New York freistandi matar kistu árið um kring. „Í verslunum og á mörkuðum er hlað- borð ferskrar matvöru sem er ræktuð í fylkinu og fylgir árstíðum. Maður fær því mikinn innblástur við að fara í búðir því allt er svo ferskt og fallegt, og græn- metisdeildirnar ilma af ferskleika, sem er eitthvað sem maður þekkir ekki að heiman,“ segir Nanna sem hefur mest dálæti á bakstri, ofnbökuðum mat og grænmetisfæði. „Nýjasta uppáhaldið er ferskur maís, en á milli hans og Ora maísbauna heima er himinn og haf. Ég sker baunirnar af stönglinum og smjörsteiki með smávegis af salti út í salat eða sem meðlæti. Hins vegar sakna ég allra mest hangikjötsins að heiman, því það fæ ég bara á jóladag og sumardaginn fyrsta, sem ég grenj- aði í gegn að yrði að hefð hjá foreldrum mínum á sínum tíma og fæ aldrei nóg af.“ Bloggsíða Nönnu Teits er eldadivesturheimi.com - þlg Eldað í Vesturheimi Rómantík ræður ríkjum hjá ungum, íslenskum hjónum í litlu koti í New York, en þar stendur húsfreyjan keik í eldhúsinu og nýtur þess að baka og elda ofan í þakklátan eiginmann sinn, og allt fyrir opnum tjöldum á netinu fyrir aðra að njóta. „Ég hef smakkað mörg lambalæri um ævina, en þetta er sú allra besta kryddun á lambalæri sem ég hef snætt um ævina. Fólk ætti því virki- lega að prófa, því það mun aldrei smakka annað eins hnossgæti,“ segir Nanna. Blóðberg og rjúpnalauf tíndi Nanna á leið úr fjallgöngu á Hestskarðs- hnjúk ofan við Siglufjörð. Hún segist nota margt annað í mariner- inguna, eins og birkilauf og berjalyng. MYNDIR/NANNA TEITSDÓTTIR Nanna við eldhúsborðið heima í New York. Hún segir tilfinningu fyrir mat verða aðra og betri ef maður tínir ber og kryddjurtir sjálfur, eins og hún gerði fyrir lambalærið sem hún gefur lesend- um uppskrift að. MYND/ELMAR GEIR UNNSTEINSSON UPPSKRIFT FRÁ HÖRPU GYLFADÓTTUR TENGDA- MÓÐUR NÖNNU Rjúpnalauf, stór handfylli krækiber, stór handfylli bláber, stór handfylli blóðberg, stór handfylli lambalæri (3,5 kg) ólífuolía sjávarsalt og ferskur, mal- aður pipar Skerið mestu fituna af lær- inu; kryddlögurinn á að fara í kjötið en ekki fituna. Nuddið lambalærið alls staðar með smá ólívuolíu, það auðveldar kryddinu að festast við lærið. Setjið helming af berjum, rjúpnalaufi og blóðbergi ofan á plastfilmu. Leggið lærið ofan á og þrýstið niður á krydd og ber. Setjið hinn helminginn af kryddjurtum og berjum ofan á lærið og þrýstið því niður á það. Kryddjurtir og ber eiga að hylja lambalærið. Vefjið plastfilmu þétt utan um lærið og þrýstið á það í gegn- um plastið til að sprengja sum berin. Setjið í kæli og leyfið að liggja í kryddleginum í sólarhring til sex daga. Því lengur sem það fær að hvílast því betra. Takið plastfilmuna utan af lærinu og takið krydd og ber frá. Saltið og piprið og vefjið álpappír utan um lærið. Leggið á heitt grill og eldið í 30 mínútur á hvorri hlið. Fjar- lægið álpappírinn og grillið í 10 mínútur á hvorri hlið til viðbótar til að kjötið fái lit og stökka áferð. Sneiðið og berið fram með nýuppteknum kartöflum og fersku salati. LAMBALÆRI MEÐ BLÓÐBERGI, RJÚPNALAUFI OG BERJUM Ívar Örn Hansen S: 5125429 , gsm 6154349 ivarorn@365.is Sigríður Dagný S: 5125462, gsm 8233344 sigridurdagny@365.is Sigríður Hallgríms S: 5125432, gsm 6924700 sigridurh@365.is AUGLÝSING Í SÉRBLÖÐUM SKILAR ÁRANGRI! www. ring.is / m .ring. is ferðalög JANÚAR 2011 FRAMHALD Á SÍÐU 4 INÚÍTALÍF Góður markaður Íslendingar geta nú nýtt sumarfríið til að leigja út íbúðir sínar í g fyrirtækið Iceland Summer. SÍÐA 2 Skemmtileg lífs- reynsla Lilja Björk Jónasdóttir starfaði arbúðir anda-íðasta ætlar SÍÐA 6 [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] við sumbarna í Bríkjunum ssumar og aftur í vor. föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 11. mars 2011 Helicopter vekur athygli Á rúmstokknumTískan á pöllunumÁrshátíðarförðunin Fríða María Harðardóttirer sannur eyjarskeggi Kr. TILBOÐ 117.950 FRÁBÆRT FARTÖLVUTILBOÐ 15.6” Skand ínavísk hönnu n Mikil hönnu narsýn ing er haldin í Stok k- hólmi í febrú ar. Þar eru he lstu ný jungar hönnu narhei msins kynnt ar. Sýn ingin þ ykir gefa g óða m ynd af þeim straum um se m einken na ska ndinav íska hö nnun o g þang að flykkis t fólk f rá öllu m heim shornu m. Sýning arsvæ ðið er stórt o g yfirg ripsm ikið en ein nig er u sýn ingar víðs v egar u m borgin a. Í ár var við ur alls ráðan di, ein s og oft áð ur end a grun nefni í skan dinaví skri framl eiðslu . Nát túrule gar á ferðir og umhve rfisvæ nar fr amleið sluaðf erðir n utu sín í b land v ið skæ ra og s terka liti. Ei nnig voru p astelli tir ábe randi o hvítt o g svar t sé á u ndanh Það g ætir a fturhv arf hjá un gum f yrirtæ kjum framle iðsluh áttum . Efni messi ng sáu st víða svo prjóna ða, he klaða og o EVERYTH ING MAT TERS. heimi li& hönnu n febrúar 2011 FRAM HALD Á SÍÐU 4 Klassís k hönnu n í nýju lj ósi Ungir hönnu ðir létu ljó s sitt s kína í Stokkh ólmi. Þ eirra á með al var J aeuk Jung. SÍÐA 6 Mikill græjuk arl Ásgeir Kolbe insson útvarp smaðu r kann vel við sig í miðb ænum . SÍÐA 2 menning[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] mars 2011 l FRAMHALD Á SÍÐU 6 DRÖGUM VARLA FLEIRI DÆMI Á djúpum miðum SÍÐA 2 Útsprungnar rósir SÍÐA 2 egnum Kjartan Guðdustar rykið Th matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]mars 2011 Dekrað við bragðlaukana Albert Eiríksson færir ljúffenga döðluköku í nútímalegra og heilsusamlegra horf. SÍÐA 2 Hreinn unaður Kristín Eik Gústafsdóttir býr til fádæma flotta tertu sem allir geta spreytt sig á.SÍÐA 4 Með sunnudagskaffinuKökur, huggulegheit og samvera. DÆMI a g má segja a aldi. s til e ldri tí en me ð sam t eins o g kopa ekki sé mi fna ul l. Þæg fjölskyldan [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ] Þ órður Hermannsson sækir Hitt húsið með dóttur sína Karitas Lóu 6 mánaða. Þórður er 23 ára nýútskrifaður tónsmiður frá LHÍ. „Karitas Lóa er mitt fyrsta barn en kærastan mín átti tvö börn fyrir svo við erum með þrjú börn heima. Ég er í fæðingarorlofi núna og finnst mjög gott að geta hitt aðra foreldra og þá hittir hún líka aðra krakka.“ Þórður segir þá fræðslu sem boðið er upp á koma sér vel fyrir unga nýbak-aða foreldra en annanhvern miðvikudag eru faglegir fyrirlestrar eða kynning-ar. Hann segir félagsskapinn ekki síður mikilvægan. „Það er gott að hafa stuðning af fleiri ungum foreldrum en það eru ekki marg-ir vinir mínir komnir með börn. Hópur-inn sem hittist er á aldrinum 18 til 25 ára. Við erum öll með okkar fyrsta barn og að ganga í gegnum svipaða hluti. Það er alltaf febrúar 2011 Í hundunum Theodóra Róbertsdóttir sýnir á stærstu hundasýningu heims í næsta mánuði. SÍÐA 2 FRAMHALD Á SÍÐU 4 Ungir kenna fullorðnum Nemendur úr sjöunda bekk Grandaskóla kenna fullorðnum á tölvur. SÍÐA 6 Alla miðvikudaga milli klukkan 14 og 16 geta ungir foreldrar mætt með börnin sín í Hitt húsið, rætt málin og fengið faglega ráðgjöf varðandi umönnun ungbarna. Starfið ber yfirskriftina Ungt fólk með ungana sína. Gott að hitta aðra unga foreldra FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR okkar.is ze br a Sérblöð Fréttablaðsins eru fjölbreytt og höfða til fólks á öllum aldri. Fjöldi mismunandi sérblaða kemur út í hverjum mánuði. Leitaðu ráða hjá ráðgjöfum okkar um hvar auglýsingin þín nær best til markhópsins. AUGLÝSINGAR Í SÉRBLÖÐUM *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.