Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 73
matur 5 Margt smátt ALLT UM AUKAEFNI Aukaefni eru mjög algeng í matvælum nútímans. Náttúran.is hefur tekið saman ítar- legan lista yf i r marg- vísleg aukaefni á borð við litarefni, þráavarnarefni og bindiefni. Efnin eru æði misjöfn; meðan sum eru bara ágæt geta önnur haft skað- leg áhrif á heilsu manna. Á vefsíð- unni natturan.is er að finna leitarvél hægra megin á síðunni. Þar er hægt að slá inn nöfn aukaefnanna og fá upplýsingar um eiginleika þeirra. UNDIRBÝR SIG FYRIR KEPPN- INA Ásgeir Sandholt mun keppa til úrslita um titilinn World Choco- late Mast- er 2011 (WCM) sem ha ld- in verður í París 17.-21. október næstkom- andi. Vefsíðan freisting.is mun fylgjast náið með keppninni og hefur verið sett upp undirsíða á Freistingu þar sem nálgast má allar fréttir og upplýsingar á einum stað. Undirbúningur slíkrar keppni er kostnaðarsamur. Menn geta stutt við bakið á Ásgeiri með því að kaupa konfektkassa í Sandholti við Lauga- veg 36. Þeir innihalda 12 konfekt- mola af fjórum mismunandi gerð- um sem eru sérstaklega lagaðir fyrir þessa styrktarkassa. Hver kassi kost- ar 2.500 krónur. SÖLVAFJARA OG SUSHI Ólafsdalsfélagið stendur í dag fyrir námskeiðinu Sölvafjara og sushi. Kynnt verður nýting sölva og þara eins og hún var í Ólafsdalsskólan- um á 19. öld. Einn- ig verður kynnt hugmynda- fræði slowfood- hreyfingarinnar. Gengið verður í sölvafjöru og safnað þangi, þara og sölvum. Sýnikennsla og kynn- ing á hugmyndafræði og aðferð- um sushi. Námskeiðið stendur frá 15 til 18.30 en á sama tíma verður barnanámskeið um ströndina. Nánari upplýsingar á www.olafsdalur.is. SVEPPIR OG SVEPPATÍNSLA Námskeið í sveppatínslu fer fram á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti og í nágrenni laugar- daginn 27. ágúst. Námskeiðið hent- ar öllum þeim sem vilja fræðast um sveppi sem finna má á Íslandi og henta í matargerð og hvaða svepp- ir henta ekki. Námskeiðið er blanda af fyrirlestri og verklegri kennslu. Nemendur fara út í nærliggjandi skóglendi ásamt kennara og fá að- stoð og kennslu við þær aðferðir sem notaðar eru til að tína matar- sveppi. Þá læra nemendur að greina og hreinsa sveppi. Fjallað verður um helstu geymsluaðferðir sveppa og eins helstu nýtingarmöguleika. Kennari er Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógfræðingur og pró- fessor við LBHÍ. Nánari upplýs- ingar má nálgast á www.lbhi.is SAFARÍK UPPSKERA Grænmetismarkaðir gleðja þá sem ekki búa svo vel að vera með mat- jurtagarð í túnfætinum og eru þeir nokkrir í Reykjavík og nágrenni. Má þar nefna Grænmetismarkaðinn að Mosskógum í Mosfellsdal sem er opinn um helgar á sumrin og vel fram á haust. Þar má finna ný upptekið grænmeti, spriklandi Þingvallasilung, íslenskt pestó, sultur, rósir, rabarbara og jarðarber svo dæmi séu nefnd. Á bílastæði Leikfélags Hveragerðis er grænmetismarkaður allar helgar fram á haust. Þar er að finna nýtt grænmeti úr gróðuhúsum og nýupptekið útigrænmeti. Má þar nefna tómata, gúrkur, papriku, salat, kál, rófur, gulrætur, kartöflur, hnúðkál, púrru, sellerí og fleira. Þá hefur bændamarkaður frú Laugu, að Laugalæk 6, upp á margt að bjóða og geta viðskiptavinir gengið að því vísu að framboðið sé beint frá býli. Grænmetismarkaðurinn í Mosskógum. Kl. 13:30 BYLGJUNNAR Sveppi og Villi Á móti sól Hvanndalsbræður Jón Jónsson og Friðrik Dór Páll Óskar Hjálmtýsson AFMÆLISTÓNLEIKAR Sjáumst á Ingólfstorgi á Menningarnótt Of Monsters and Men Steindi jr og félagar Greifarnir Ragnheiður Gröndal Stebbi og Eyfi Sigga Beinteins Pálmi Gunnarsson Egill Ólafsson Björgvin Halldórsson Bubbi Morthens Sálin Páll Óskar Selma Björnsdóttir Ellen Kristjánsdóttir Jet Black Joe Stjórnin Kl. 20:00 Stjörnusveit Bylgjunnar og helstu söngvarar þjóðarinnar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.