Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.08.2011, Blaðsíða 44
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR4 skammaðist mín rosalega fyrir hann, en í dag er ég afar stolt af honum og lít mikið upp til hans,“ segir Gréta sæl og þakklát föður sínum fyrir ósk hans um þátttöku hennar í hinu vinsæla lagi, Háska- leik. „Mér brá dálítið yfir viðtök- unum en þeim fylgir afar góð til- finning. Ég hef aldrei heillast af frægðinni einni sér, en það skemmtilegasta sem ég geri er að syngja frammi fyrir áhorfendum. Ég hef verið sísyngjandi síðan ég var smástelpa og stundum klöpp- uðu nærstaddir fyrir mér, sem mér fannst æði,“ segir Gréta í ein- lægni. Á vori komanda lýkur hún stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og þaðan liggur leiðin út í söngnám. „Mig dreymir um að gera söng- inn að ævistarfi en á eftir að finna réttu leiðina. Ég hef einnig mjög gaman af leiklist og dansi, og söngleikjalínan heillar eftir að hafa horft ótal sinnum á uppfærslu Litlu hryllingsbúðarinnar þar sem pabbi lék plöntuna þegar ég var lítil,“ segir Gréta sem í kvöld stígur á svið með Bubba og Sól- skuggunum frammi fyrir stærri áhorfendaskara en nokkru sinni, auk áheyrenda útsendingar tón- leikanna á Rás 2. „Ég er miklu meira spennt en stressuð að fara á svið. Ég veit að það er alltaf til fólk sem hefur mis- jafnar skoðanir á manni, rétt eins og pabba mínum, en ég tek það ekki nærri mér. Sjálf er ég einn af hans mestu aðdáendum, finnst hann gera æðislega tónlist og texta, og upphefð að því að syngja með honum frammi fyrir alþjóð,“ segir Gréta stolt. Þekktar eru fjölmargar laga- smíðar Bubba til móður henn- ar, Brynju, bæði þegar þau voru saman og eftir skilnaðinn. „Ég er víst miklu meiri Bubbi en Brynja,“ segir Gréta hlæjandi. „Ég er miklu líkari pabba en mömmu, rokkari í eðlinu og uppreisnar- gjörn, en ekki eins ýkt og pabbi. Ég er villingur en orðin stilltari eftir að hafa verið erfið gelgja,“ segir hún og brosir blítt yfir tvö- földum café latte með karamellu- sírópi. „Ég er mikil kaffimanneskja og held mig aðallega á kaffihús- um miðbæjarins um helgar. Ég vil meina að ég sé menningarlega sinnuð og reyni að kynna mér það helsta á öllum sviðum mannlífs og menningar um helgar, enda mikil félagsvera og finnst gaman að vera með fólki.“ thordis@frettabladid.is Árlegur búningadagur Árbæjar- safns verður haldinn á morgun. Þá verður sýning á íslenskum barnaþjóðbúningum og kynning á námskeiðum í gerð þeirra. Einn- ig munu börn frá Þjóðdansafé- lagi Reykjavíkur dansa og kynnt verða námskeið í barnadönsum sem fram undan eru hjá félaginu. Eydís Gauja Eiríksdóttir er eitt þeirra barna sem ætla að dubba sig upp á sunnudaginn til að taka þátt í þjóðdönsum við Árbæjar- safnið. Hún kveðst oft hafa komið í safnið áður og tekið þátt í mörgu skemmtilegu en man ekki til þess að hún hafi dansað þar fyrr. „Ég ætla sko að prófa það núna,“ segir hún full tilhlökkunar. Eydís Gauja er átta ára og á heima á Álftanesinu. Mamma hennar, Oddný Kristjánsdótt- ir, kennir þjóðbúningasaum hjá Heimilisiðnaðarfélaginu og er alger sérfræðingur í þeirri teg- und fata. Það kemur því ekki á óvart að Eydís Gauja svarar játandi þegar hún er spurð hvort hún eigi búninginn sem hún ætlar að dansa í. „Ég er nú búin að eiga dálítið marga því ég er alltaf að stækka. Þann fyrsta fékk ég þegar ég var eins árs,“ segir hún eins og ekk- ert sé sjálfsagðara. „Ég er sko búin að venjast svona bún- ingum og get alveg leikið mér í þeim og svoleiðis. Svo finnst mér bara svo gaman að vera í þeim því þá er ég svo fín.“ Þar sem Eydís Gauja er með sítt hár segir hún húf- una festast vel í því, hvort sem hún sé með það slegið eða í fléttum. En hefur hún einhverntíma dansað í íslensk- um búningi? „ Nei , bara snúið mér í hringi og þá fer pilsið út og líka svunt- an og skúfurinn.“ Það verður örugg- lega pilsaþytur við Árbæjarsafn- ið þegar litlu dömurnar mæta margar saman og snúa sér í hringi í þessum þjóðlegu klæð- um. En hvað um herrana. Þekkir Eydís Gauja einhverja stráka sem eiga hnébuxur, viðeigandi treyj- ur og uppháa sokka? „Ég hef bara hitt tvo stráka í svoleiðis fötum, annar er frændi minn og hinn var einhver sem ég hitti á safninu,“ segir hún. En býst hún ekki við að stíga dans við einhvern þannig klæddan á sunnudaginn? „Ég veit það ekki,“ svarar hún einarðlega. „Það fer eftir því hvað kennarinn vill. Hann hlýtur að stjórna og þá geri ég bara eins og hann segir.“ gun@frettabladid.is Fékk fyrsta búninginn þegar hún var eins árs Börn frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur mæta í þjóðbúningum við Árbæjarsafn á morgun og stíga dans á torginu milli klukkan tvö og þrjú. Öllum börnum er velkomið að taka þátt, læra sporin og dansa með. Eydís Gauja Eiríksdóttir átta ára í þjóðbúningi að leika sér og dansa. Eydís Gauja er meðal þeirra sem ætla að læra að dansa við Árbæjarsafnið á morgun og gera eins og kennarinn segir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ráðstefnan Radical Love með Heidi Biker, sem er þekkt fyrir öflugt starf í þágu fátækra og munaðarlausra barna um allan heim, heldur fyrirlestra í Fjölbrautaskóla Garðabæjar um helgina. Hún býr í Mósambík ásamt eiginmanni sínum en þau eru stofnendur hjálparsamtakanna Iris Ministris. Sjá nánar á facebook undir HEIDI BAKER - RADICAL LOVE CONFERENCE Inndjúpsdagurinn verður haldinn í fyrsta skipti í dag en þá verður efnt til fjölskylduhátíðar með miðaldaívafi við innanvert Ísafjarðardjúp. Inndjúps- dagurinn er samstarfsverkefni fræðimanna sem starfað hafa við fornleifa- uppgröft í Vatnsfirði, aðila í ferðaþjónustu við innanvert Ísafjarðardjúp og Súðavíkurhrepps. Ýmislegt verður í boði. Miðaldahlaðborð með hirðdans- leik, miðaldaleikir, spennandi fornleifaleiðsögn og frumsaminn leikþáttur um Björn Jórsalafara, hinn mikla höfðingja sem bjó í Vatnsfirði með hirð sinni. Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp er einn af merkustu sögustöðum landsins en allt frá landnámsöld og fram yfir siðaskipti var Vatnsfjörður stórbýli og höfðingjasetur. Undanfarin átta ár hafa farið fram umfangsmiklar fornleifa- rannsóknir í Vatnsfirði en elstu mannvistarleifar sem fundist hafa þar eru frá því snemma á 10. öld og segja má að þar hafi fundist eina heildstæða víkingaþorpið á Íslandi. Boðið verður upp á ókeypis leiðsögn um fornleifa- leitarsvæðið í Vatnsfirði í dag klukkan 13 og 15 og kl. 11 á morgun. Í Heydal við Mjóafjörð, skammt frá Vatnsfirði, verður efnt til miðalda- dagskrár á Inndjúpsdeginum í anda Björns Jórsalafara (1350-1415). Í kvöld verður boðið upp á hlaðborð með miðaldaívafi í Heydal og að því loknu verður efnt til hirðdansleiks þar sem meðal annars verða kynntir miðalda- dansar. Þá gefst börnum og unglingum tækifæri á að taka þátt í miðalda- leikjum á hátíðinni í Heydal og að fara í stutta reiðtúra gegn vægu gjaldi. Fyrsti Inndjúpsdagurinn Fjölskylduhátíð með miðaldaívafi við innanvert Ísafjarðardjúp. Gréta Morthens segir Meskalín vera í mestu dálæti af lagasmíðum föður síns. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Framhald af forsíðu Haustvörurnar komnar frá París, London og New York 20% afsláttur í dag Opið 11 - 21 Léttar veitingar milli 18 og 21 Menningarnótt í Flash
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.