Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 6
8. september 2011 FIMMTUDAGUR6 LÖGREGLUMÁL Tæplega 67 ára maður sem slapp ótrúlega vel úr alvarlegu slysi eftir kappakstur á Hafnarfjarðarvegi á mánudag er um talaður fyrir hegðun sína í umferðinni. Þeir sem fylgst hafa með aðförum hans eru ekki hissa á að hann hafi nánast orðið sér að aldurtila með glannaskap. Þetta má lesa úr spjalli áhuga- manna um kraftmikla bíla á vef samtakanna Live2Cruize, þar sem fólk ræðir slysið undir dulnefni. „[Miðað við] það sem ég hef séð af þessum gamla þá kemur þetta slys mér ekki mikið á óvart,“ skrif- ar einn og tveir taka undir. Maðurinn ók 340 hestafla svört- um Dodge Charger-bíl sem gjör- eyðilagðist í slysinu. Allt bendir til þess að hann hafi verið í kapp- akstri við ókunnugan, hálfþrítugan mann. Maðurinn slapp með minni- háttar meiðsli úr slysinu, sem sér- fróðir menn segja með ólíkindum. Smáhundur hans drapst. Í bíln- um var göngugrind sem maðurinn styðst við. Í slysaskrá Umferðarstofu má sjá að bíllinn skemmdist síðast mikið í janúar þegar maðurinn ók aftan á sendibifreið frá N1 á Reykjanes- braut. Spja l lverjar samtaka nna Live2Cruize eru misánægðir með þann roskna. „Þessi gaur reyndi að keyra í hliðina á mér eftir að hann tapaði fyrir mér í spyrnu eitt sinn og svo þegar að við stoppuðum á næstu ljósum þá rétti hann mér bara puttann,“ segir einn. Annar er ekki jafn hneykslaður: „Fannst ekkert smá fyndið þegar að ég var á Sæbrautinni á 535i [BMW- bifreið] og alltíeinu drukknaði allt í reyk..... þá var gamli skarfur inn að mökka brjál (vorum stopp á ljósum) og reyna að fiska spyrnu.“ Enn annar segir sögu af því þegar hann var að vinna á hjól- barðaverkstæði og fékk mann- inn í heimsókn að kaupa felgur. Hann hafi gortað af árangri sínum í spyrnukeppnum og síðan spænt og spólað um bílastæðið við brott- förina að viðstöddu margmenni. Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná tali af manninum síðan slysið varð en án árangurs. Tekin voru sýni úr manninum, sem og ökumanni hins bílsins, eftir áreksturinn á mánudag til að kanna hvort þeir hefðu verið alls- gáðir. Þær niðurstöður liggja ekki fyrir. Ekki er útilokað að lögregla muni fara fram á sérfræðimat á því hvort maðurinn sé hæfur til að stjórna ökutæki. stigur@frettabladid.is Hluthafafundur Exista ehf. 16. september 2011 EXISTA ehf. ı Ármúla 3 ı 108 Reykjavík ı Sími 550 8600 Hluthafafundur Exista ehf. verður haldinn föstudaginn 16. september 2011 í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 5. hæð, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 10:00. Dagskrá: 1. Kosning stjórnar 2. Tillaga til breytinga á 1. gr. samþykkta: - tillaga um að nafni félagsins verði breytt í Condico ehf. 3. Önnur mál. Þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins skulu tilkynna það skriflega til félagsins fyrir upphaf hluthafafundar. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á hluthafafundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir hluthafafund. Fundargögn verða afhent á fundardegi frá kl. 9:30 á fundarstað. Reykjavík, 8. september 2011. Stjórn Exista ehf. KJARAKLÚBBSTILBOÐ *GILDIR EKKI AF LÆGSTA LÁGA VERÐI HÚSASMIÐJUNNAR GILDIR 7. - 9. SEPTEMBER 35% afsláttur af ljósum!* ÚTILJÓS, INNILJÓS, LOFTLJÓS, VEGGLJÓS LAMPAR, BAÐLJÓS, BARNALJÓS, * G IL D IR E K K I A F L Æ G S T A L Á G A V E R Ð I H Ú S A S M IÐ J U N N A R TILBOÐ GILDIR AÐEINS FYRIR KJARAKLÚBBS- MEÐLIMI SKRÁÐU ÞIG! HEF FLUTT MIG UM SET Býð alla gamla og nýja viðskiptavini velkomna Gerður Sævarsdóttir hársnyrtimeistari GREIÐAN Háaleitisbraut 58-60 sími 5813090 / 8621323 Þessi gaur reyndi að keyra í hliðina á mér eftir að hann tapaði fyrir mér í spyrnu eitt sinn og svo þegar að við stoppuðum á næstu ljósum þá rétti hann mér bara puttann. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. FJÖLMIÐLAR Dómnefnd á vegum umhverfisráðu- neytisins hefur tilnefnt fjóra til fjölmiðla verðlauna ráðuneytisins. Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn 16. september næstkomandi, á Degi íslenskrar náttúru. Dóm nefndina skipa María Ellingsen, Jón- atan Garðars son og Valgerður A. Jóhannsdóttir. Svavar Hávarðsson, blaða maður Fréttablaðsins, er til nefndur fyrir það sem dómnefnd segir vera ítarlega umfjöllun um mengun sem ógni náttúru og fólki. Greinaflokkur Morgunblaðsins, Hamskipti líf- ríkis og landslags, sem fjallaði um áhrif loftslags- breytinga á íslenska náttúru, er einnig tilnefndur. Blaðamenn eru Guðni Einarsson og Rúnar Pálma- son, Elín Esther Magnúsdóttur sá um grafík og Sigurbjörg Arnarsdóttir og Ingólfur Þorsteinsson brutu greinaflokkinn um. Ljósmyndir tóku Ómar Óskarsson og Ragnar Axelsson. Þá er Ragnar Axelsson ljósmyndari tilnefndur fyrir myndir sínar sem dómnefnd telur beina sjón- um að náttúruvernd og samspili manns og náttúru. Steinunn Harðardóttir, stjórnandi þáttarins Út um græna grundu á Rás 1, er tilnefnd fyrir umfjöllun sína um íslenska náttúru, umhverfið og ferðamál. - sv Blaðamaður Fréttablaðsins tilnefndur fyrir skrif sín um umhverfisvá: Umhverfisráðuneytið veitir verðlaun MENGUN FRÁ SORPBRENNSLU Svavar Hávarðsson blaðamaður hefur meðal annars fjallað ítarlega um díoxínmengun frá sorp- brennslum í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Roskni ökuþórinn er alræmdur á götunum Áhugamenn um kraftmikla bíla þekkja vel til manns á sjötugsaldri sem slapp ótrúlega úr árekstri á mánudag eftir kappakstur. Þeir segja hann efna stöðugt til spyrnukeppna og sýna mönnum fingurinn. Var með göngugrind í bílnum. GJÖRÓNÝTUR Ótrúlegt þykir að maðurinn hafi ekki slasast meira en raun ber vitni. Af upptöku sem náðist á myndavél leigubíls má ráða að mennirnir hafi ekið á vel yfir 100 kílómetra hraða. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DANMÖRK Sjö manna áhöfn danskr- ar skútu er laus úr haldi sómal- ískra sjóræningja, sem réðust um borð í skútu fjölskyldunnar seint í febrúar. Langar samningaviðræður um lausnargjald skiluðu samkomulagi í vor, en það var ekki fyrr en í vik- unni sem þau voru látin laus. Danska utanríkisráðuneytið sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem segir að Danirnir sjö séu komnir í öruggt skjól. Þau hafi það eftir atvikum gott og séu á leiðinni heim til Danmerkur. Um borð í skútunni voru hjónin Jan Quist-Johansen og Birgit Marie ásamt þremur börnum þeirra á unglingsaldri og tveimur öðrum í áhöfn. Fjölskyldan hélt úr höfn í ágúst árið 2009 og hugðist verja tveimur árum til að sigla umhverfis jörðina. Þrátt fyrir að hafa vitað af þeirri hættu, sem stafar af sómalískum sjóræningjum, ákváðu þau í febrú- ar að taka stefnuna yfir Indlands- haf og þar með beint í fangið á ræn- ingjunum. Enn eru sex sjómenn af dönsku flutningaskipi í haldi sómalískra sjóræningja. - gb Dönsk fjölskylda á leið heim eftir rúmlega hálft ár í haldi sómalískra sjóræningja: Laus úr gíslingu sjóræningja JAN QUIST-JOHANSEN Var á heimsreisu ásamt fjölskyldu sinni þegar skúta þeirra varð fyrir árás sjóræningja í febrúar síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Óttast þú að eldgos í Kötlu sé yfirvofandi? Já 61% Nei 39% SPURNING DAGSINS Í DAG Býst þú við að Bjarni Benedikts- son fái mótframboð í formanns- kjöri Sjálfstæðisflokksins? Segðu skoðun þína á vísir.is LÖGREGLUMÁL Maður í haldi lög- reglunnar á Suðurnesjum lést í klefa sínum á mánudagskvöld. Engir áverkar voru á manninum og er ekki talið að dauða hans hafi borið að með voveiflegum hætti að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem rann- sakar málið. Maðurinn var handtekinn vegna ölvunar á mánudag en um kvöldið fannst hann látinn. Bráðabirgðaniðurstöður krufn- ingar ættu að liggja fyrir innan tíðar. - þj Andlát í fangaklefa: Lét lífið í haldi lögreglunnar KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.