Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.09.2011, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 08.09.2011, Qupperneq 8
8. september 2011 FIMMTUDAGUR8 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Það munar miklu að vera í Námunni Náman er vildarþjónusta fyrir alla námsmenn, 16 ára og eldri. Lögð er áhersla á þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins, betri kjör og fjölbreytt fríðindi. Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000. 1 Í hvaða ríki Bandaríkjanna hafa skógareldar gert usla undanfarna daga? 2 Hver skoraði mark Íslands í sigri karlalandsliðsins í knattspyrnu á Kýpur í fyrradag? 3 Hversu háa upphæð er áætlað að setja til viðbótar í menntakerfið á Íslandi næstu þrjú árin? SVÖR 1. Texas. 2. Kolbeinn Sigþórsson. 3. Sjö milljarða króna. ALÞINGI Meirihluti heilbrigðis- nefndar Alþingis hefur samþykkt þingsályktunartillögu um að frum- varp sem leyfir staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði undirbúið. Samkvæmt tillögunni á velferðar- ráðherra að skipa starfshóp til að undirbúa slíkt frumvarp, sem á að leggja fram á Alþingi ekki síðar en 1. mars á næsta ári. Málið verður tekið til síðari umræðu á næst- unni. Heilbrigðisnefnd er klofin þvert á flokka í málinu, fimm voru fylgj- andi og fjórir á móti. Flutnings- menn þingsályktunartillögunnar í vetur komu úr öllum flokkum nema Hreyfingunni. Tveir stjórn- arþingmenn greiddu atkvæði með tillögunni í heilbrigðisnefnd ásamt tveimur fulltrúum Sjálfstæðis- flokks og einum fulltrúa Fram- sóknar. Formaður nefndarinnar, Þuríður Backman þingmaður VG, greiddi atkvæði gegn tillögunni ásamt þremur þingmönnum Sam- fylkingarinnar. „Ég held að umræðan um málið hafi verið mjög góð og þingið sé tilbúið að afgreiða þetta,“ segir Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra. Hann segist ekki vilja gefa upp sína afstöðu til málsins, því það muni koma á hans borð verði tillagan samþykkt í þinginu. Minnihluti heilbrigðisnefndar- innar lagðist gegn tillögunni vegna þeirrar eindregnu afstöðu sem í henni birtist um að heimila eigi staðgöngumæðrun. Minni- hlutinn vill frekar að skipaður verði starfshópur sem skoði þau álitamál sem bent hefur verið á. „Af umsögnum sem nefndinni hafa borist má ráða að þörf sé frek- ari íhugunar og umræðu í sam- félaginu,“ segir jafnframt í áliti minnihlutans. Þar er vísað til þess að fjöl- margir umsagnaraðilar gagnrýndu þingsályktunartillöguna eftir að hún hafði verið lögð fyrir Alþingi síðastliðinn vetur. Í upprunalegri þingsályktunar tillögu sem lögð var fyrir Alþingi síðastliðinn vetur var gert ráð fyrir því að staðgöngu- móðir og verðandi foreldrar gerðu með sér bindandi samkomulag. Þetta var meðal þess sem gagn- rýnt var en hefur nú verið tekið út úr tillögunni. Guðbjartur segir að fjölmörg álitamál þurfi að skoða áður en ákvörðun verði tekin. Það sé þings- ins að taka ákvörðun. Hann hafi enga fordóma gagnvart verkefninu og ekki fyrir fram mótaða afstöðu. thorunn@frettabladid.is Heilbrigðisnefnd vill leyfa staðgöngu Meirihluti heilbrigðisnefndar vill að frumvarp sem heimilar staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði undirbúið og tilbúið 1. mars á næsta ári. Minnihlutinn vill að starfshópur verði frekar skipaður til að skoða fjölmörg álitamál betur. ALÞINGI Málið fer nú aftur til umræðu á Alþingi eftir að heilbrigðisnefnd afgreiddi það úr nefndinni. Átján þingmenn stóðu að þingsályktunartillögunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FERÐAÞJÓNUSTA Aldrei hafa fleiri ferðamenn heimsótt Ísland í einum mánuði en í ágúst. Sam- kvæmt talningu Ferðamálastofu fór 101.841 ferðamaður frá land- inu í mánuðinum en aldrei áður hafa fleiri en 100 þúsund ferða- menn sótt landið heim í einum mánuði. Ferðamenn í ágúst voru tólf þúsund fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þá voru ferðamennirnir tvöfalt fleiri en í ágúst árið 2002 en ágúst er yfirleitt mesti ferða- mannamánuður ársins. Sérstaka athygli vekur að gest- um frá Norður-Ameríku fjölgaði um 52,8 prósent milli ára. Voru Þjóðverjar hér fjölmennastir en Bandaríkjamenn litlu færri. - mþl Ágúst var metmánuður: Aldrei fleiri ferðamenn KÖNNUN Fleiri eru ónægðir með Jón Gnarr borgarstjóra Reykja- víkur nú en í fyrra. Samkvæmt nýrri skoðana- könnun MMR sögðust 61,7 prósent vera óánægð með borgarstjórann en í fyrra voru það 22,4 pró- sent. Í könnuninni kemur einnig fram að Íslend- ingar eru upp til hópa ánægðir með vinnuna sína, nágranna sína og sumarfríið sitt. Af þeim sem tóku afstöðu var 91 prósent ánægt með nágranna sína, 90,2 prósent ánægð með sumarfríið sitt og 89,9 prósent ánægð með vinnuna sína. Niður- stöðurnar eru lítið breyttar frá sambærilegri könnun sem fram- kvæmd var í ágúst 2010. Könnunin leiddi einnig í ljós að 62,0 prósent voru ánægð með veðrið í sumar samanborið við 94,7 prósent í fyrra. - mþl Skoðanakönnun MMR: Tæplega 62% óánægð með borgarstjórann JÓN GNARR Sprengja í jeppa Sprengja sprakk inni í jeppabifreið yfir utan heimili í Reykjahlíð aðfaranótt þriðjudags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni brotnuðu rúður bíls- ins. Það var vitni sem hafði samband við lögregluna en það sá þrjá menn hlaupa í burtu eftir að sprengjan sprakk. Hann gat þó ekki gefið nánari lýsingu á sprengjuvörgunum. Enginn slasaðist við sprenginguna. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni. LÖGREGLUFRÉTTIR ORKUMÁL Verði þingsályktunartillaga um rammasamkomulag í orku- og umhverfis- málum samþykkt verða að hámarki 700 MW til ráðstöfunar í iðnaðaruppbyggingu á næstu fjórum til sex árum. Þetta segir í umsögn Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja, um tillöguna og er vísað til þeirra verkefna sem sett hafa verið í svokallaðan nýtingarflokk í þingsályktunar- tillögunni. Í umsögninni segir að virkjunarkostir í nýtingar flokki hafi að geyma um 1.500 MW en „að hámarki [eru] um 700 MW á því stigi að hægt væri að gera samninga um sölu á orkunni innan tveggja ára,“ og er þar miðað við hugsan lega afhendingu innan fjögurra til sex ára. Í umsögninni er einnig lýst yfir undr- un á því að nokkrir virkjanakostir, sem hafi verið settir í nýtingarflokk af verkefnisstjórn við undirbúning tillögunnar, hafi í tillögunni verið færðir í biðflokk, jafnvel verndarflokk. Samorka bendir á að víða um land sé rætt um mikil áform um uppbyggingu iðnaðar, en þau verkefni gætu þurft á allri þeirri orku að halda sem eru í nýtingarflokki samkvæmt til- lögunni. - þj Umsögn Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja, um rammaáætlun í orku- og umhverfismálum: Mest 700 MW til ráðstöfunar á næstu árum TAKMARKAÐIR ORKUKOSTIR Samorka segir að rammaáætlun í orkumálum feli í sér að 700 MW hið mesta verði til reiðu fyrir iðnaðaruppbyggingu á næstu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞÝSKALAND, AP Stjórnlagadómstóll Þýskalands komst í gær að þeirri niðurstöðu að þátttaka Þýska- lands í björgunaraðgerðum til hjálpar skuldugustu ríkjum evr- usvæðisins bryti ekki í bága við þýsku stjórnarskrána. Hins vegar krefst hann þess að þingið verði framvegis haft með í ráðum þegar stjórnvöld ákveða að leggja fé frá skattborgurum í aðgerðir af þessu tagi. Þetta getur orðið til þess að hægja á allri ákvarðanatöku þegar vandi steðjar að á evrusvæðinu. Mörk- uðum létti hins vegar mjög þegar ljóst varð að dómstóllinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að björgunaraðgerðirnar sem búið var að ákveða stæðust stjórnar- skrárákvæði. - gb Stjórnlagadómstóll Þýskalands: Framvegis þarf að spyrja þingið VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.