Fréttablaðið - 08.09.2011, Side 46
8. september 2011 FIMMTUDAGUR34
Fimmtudaginn
8. september hefst
vetrarstarf Barnakórs
Árbæjarkirkju
Söngur, dans og tónlist!
Öll börn á aldrinum 7-10 ára eru velkomin
í kórinn sem æfir einu sinni í viku.
Stjórnandi kórsins er Margrét Sigurðardóttir.
Skráning fer fram í safnaðarsal Árbæjarkirkju
fimmtudaginn 8. september klukkan 15.00.
Nánari upplýsingar veitir kórstjóri í síma
6953314.
Árbæjarkirkja
KONTRA
BASSINN
Eftir Patrick Süskind
Í flutningi Anders Ahnfelt-Rønne
í Norræna húsinu, 8. september, kl. 20.00
Miðaverð: 1500 kr.
Kontrabassinn er músík einleikur eftir Patrick
Suskind. Anders Ahnfelt-Rönne er hér í hlutverki
hins stolta, viðkvæma og ástfangna hljómsveitar-
leikara sem staddur er í litlu íbúðinni sinni
nokkrum tímum fyrir frumsýningu á
Wagner í óperunni.
Einleikurinn fer fram
á dönsku.
Norræna húsið Sturlugata 5 101 Reykjavík S. 5517030 www.norraenahusid.is
Gina Belafonte segir að
gerð heimildarmyndar um
föður sinn, Harry Bela-
fonte, hafi verið ótrúlegasta
reynsla ævi sinnar. Myndin
verður sýnd á Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni RIFF.
Gina Belafonte, dóttir goðsagnar-
innar Harry Belafonte, verður á
meðal gesta á Alþjóðlegri kvik-
myndahátíð í Reykjavík sem hefst
22. september.
Hún kemur hingað sem með-
framleiðandi heimildarmynd-
arinnar Sing Your Song sem
fjallar um söngvarann, leikar-
ann, „calypso-kónginn“ og mann-
réttindafrömuðinn Harry Bela-
fonte. Hún verður viðstödd
sýningu myndarinnar og tekur
þátt í umræðum að henni lokinni.
„Þessi mynd hefur gefið mér tæki-
færi til að ferðast út um allan heim
og ég er spennt yfir því að Ísland
sé einn af áfangastöðunum,“ segir
Belafonte.
Sing Your Song hefur þegar
verið valin til sýninga á kvik-
myndahátíðunum í Berlín, Tri-
beca og Sundance, og hefur hvar-
vetna vakið athygli og fengið góða
dóma. Myndin rekur ævi þessa
rómaða listamanns, gegnum líf,
listir og baráttu hans fyrir jöfn-
uði og grundvallarmannréttind-
um öllum til handa. Flestir þekkja
söngvarann Harry Belafonte, sem
er 84 ára, og smelli hans á borð
við Banana Boat Song og Jump in
the Line. Færri vita að hann vann
náið með Martin Luther King í
réttindabaráttu svartra í Banda-
ríkjunum, tók virkan þátt í barátt-
unni gegn aðskilnaðar stefnunni í
Suður-Afríku og gagnrýndi opin-
berlega utanríkisstefnu ríkis-
stjórnar George W. Bush. Hann er
einnig upphafsmaður átaksins We
Are the World og hefur verið góð-
gerðasendiherra UNICEF í næst-
um tuttugu ár.
Gerð heimildarmyndarinnar tók
sex og hálft ár. Spurð hvort fram-
leiðslan hafi verið krefjandi segir
hin fimmtuga Belafonte að vissu-
lega taki slíkt verkefni tíma og
fyrirhöfn. „Við þurftum að takast á
við margar áskoranir en að mestu
leyti var þetta ótrúlegasta reynsla
ævi minnar. Það var ómetanlegt að
fá tækifæri til að skrásetja arfleifð
föður míns og komast að því hvers
konar maður hann er og var og
hvert framlag hans var til banda-
rískrar sögu,“ segir hún. Sjálf á
hún að baki feril sem leikkona í
breikdansmyndinni Beat Street,
Bright Lights Big City með Micha-
el J. Fox í aðalhlutverki og Kansas
City eftir Robert Altman.
Þau feðgin hafa unnið saman í
næstum tuttugu ár við hin ýmsu
samfélagsverkefni og einnig hafa
þau gert nokkrar myndir saman.
Er auðvelt að vinna með honum?
„Ég veit það ekki. Er auðvelt að
vinna með snillingum?“ segir hún
og hlær. „Ég get ekki borið hann
saman við neinn annan. Það er frá-
bært að vinna með honum. Hann
er samstarfsfús, ástríðufullur
og hefur skýrar hugmyndir um
hverju hann vill ná fram.“
En hvers vegna ákvaðstu að gera
þessa heimildarmynd? „Mig lang-
aði að svara ýmsum spurningum.
Þegar ég ólst upp var ýmislegt sem
ég vildi vita og síðan var dóttir mín
að verða sjö ára og bróðir minn var
að eignast sitt barn. Mig langaði að
skrásetja fyrir þau ævi föður míns,
sérstaklega frá hans sjónarhorni.
Þannig að þegar þau yxu úr grasi
hefðu þau betri skilning á því hver
hann var og hvert framlag hans
var.“ freyr@frettabladid.is
Ótrúlegasta reynsla ævi minnar
FEÐGIN Gina og Harry Belafonte hafa ferðast um allan heiminn til að kynna
heimildarmyndina Sing Your Song. NORDICPHOTOS/GETTY
Á annan veg
★★★★
„Óvenju þroskuð
kvikmynd frá nýliðan-
um Hafsteini, krydduð
hæfilegum skammti af
húmor og depurð.“ HVA
The Tree of Life
★★★★
„Stríðsyfirlýsing gegn
meðalmennsku.
Mögnuð upplifun og
ég tek hatt minn ofan
fyrir Malick.“
HVA
Conan The Barbarian
★★
„Fyndin mynd og
fjörug, ef maður fer
heim í hléi.“ HVA
Cowboys And Aliens
★★★
„Vestrinn Cowboys
and Aliens gjör-
sigrar vísindaskáld-
söguna Cowboys and
Aliens. Hræran fer þó
ágætlega niður með
poppinu.“ HVA
Í bíó
Á ANNAN VEG
Kvikmynd eftir
Hafstein Gunnar
Sigurðsson.
„Ég sá Á annan veg á föstudaginn og hún náði mér
alveg. Hún er alveg yndislega „low budget“ en nær
samt að vera alvörumynd sem skilar
stemningunni frá níunda áratugnum
til áhorfenda. Ég vona að sem flestir
Íslendingar fari á þessa mynd og leggi
sín lóð á vogarskálarnar til að íslensk
kvikmyndagerð haldi áfram að
dafna. Svo vil ég mæla með sýn-
ingu Crispins Glover í Bíó Paradís
16. og 17. september næstkom-
andi. Ég hef ekki séð sýninguna
hans en mér er sagt að hún sé
frábær. Þetta er gaurinn sem
lék George McFly í Back to the
Future og Scary Thin Man í
Charlie‘s Angels. Hann notar
peningana sem hann fær fyrir
að leika í Hollywood-myndum
til að vinna í sínum költheimi.
Þetta er fjögurra tíma „sjóv“
og ætti að verða mögnuð upp-
lifun.“
Gott í bíó: Diljá Ámundadóttir varaborgarfulltrúi
Alvöru stemning frá
níunda áratugnum
Keith Richards, gítarleikari Roll-
ing Stones, komst að því að hann
var miklu andstyggilegri en
hann hélt þegar hann byrjaði að
skrifa sjálfsævisögu sína, Life.
Hann var nýlega kjörinn rithöf-
undur ársins af karlatímaritinu
GQ á verðlaunaafhendingu þess
í London. „Ég komst að því að ég
er miklu andstyggilegri en ég hélt
að ég væri. Á sama tíma áttaði ég
mig á því hversu vináttan skiptir
mig miklu máli og hversu miklu
vinátta mín hefur skipt aðra máli,
sem ég hafði ekkert hugsað áður
út í,“ sagði Richards, sem er 67
ára.
Keith Richards höf-
undur ársins hjá GQ
VERÐLAUNAÐUR
Keith Richards var verðlaunaður fyrir
skrif sín af tímaritinu GQ.