Fréttablaðið - 08.09.2011, Page 55

Fréttablaðið - 08.09.2011, Page 55
FIMMTUDAGUR 8. september 2011 43 *Prófað á rannsóknarstofu. Snyrtiráðgjafi kynnir nýjungar frá Shiseido 8. -13. september Kaupaukar frá Shiseido ~ Snyrtitaska sem inniheldur gjafaprufur að eigin vali fylgir með ef keyptar eru shiseido vörur úr kremlínu eða farði ~ Þrír POP-UP maskar fylgja öllum keyptum rakavötnum Nýjar vörur frá Shiseido ~ Benefiance NutriPerfect rakavatn sem nærir og styrkir húðina ~ Farðabursti sem passar fyrir allar gerðir andlitsfarða Ímyndaðu þér húðina án aldursmerkja. Eftir rannsóknir á yfir 20.000 virkum efnum hefur Shiseido uppgötvað stórmerkilegt asískt plöntuþykkni, Mukurossi. Með því að nýta þetta áður óþekkta efni getur WrinkleResist24 hindrað þann skaða sem hrukkumyndandi ensím valda* og dregið verulega úr sýnilegum öldrunarmerkjum. Nú getur þú haldið húðinni unglegri ævina á enda. NÝTT Glæsilegir kaupaukar í boði+ Ástralskur áhættuleikari sem fékk heilaskaða eftir að bílaelt- ingaleikur misheppnaðist við tökur á myndinni The Hangover Part II hefur höfðað mál gegn framleiðandanum Warner Bros. Áhættuleikarinn Scott McLean var í dái í tvo mánuði eftir óhappið, sem átti sér stað í Taílandi. Hann var farþegi í bíl sem annar bíll ók á og heldur McLean því fram að hraðinn hafi verið of mikill á hinum bíln- um. McLean er núna í endur- hæfingu og vill fá bætur fyrir skaðann sem hann varð fyrir. The Hangover Part II var frum- sýnd í maí og hefur þénað hátt í sjötíu milljarða króna í miðasöl- unni síðan þá. Heilaskaði í Hangover HANGOVER Ástralskur áhættuleikari varð fyrir heilaskaða við tökur á The Hangover Part II. Rapparinn og viðskiptajöfurinn 50 Cent hefur þróað nýjan orku- drykk, sem kemur á markað innan skamms. Orkudrykkurinn heitir Street King og hagnað- inum af sölu hans verður varið í að fæða afrísk börn. 50 Cent ferðaðist nýlega um Afríku og segir uppátækið inn- blásið af hungurs- neyðinni sem ríkir víða í heimsálfunni. „Ég ólst upp í fátækt, en ég var ekki svangur,“ segir 50 Cent í mynd- bandi sem hann sendi frá sér um málið. Fyrst um sinn verða tvær bragð- tegundir í boði, blanda af app- elsínu og mangó og svo greip. 50 Cent fæðir Afríku GJAF- MILDUR 50 Cent vill gefa afrískum börnum að borða. 23. Bond-myndin virðist loksins vera farin að taka á sig mynd eftir að hafa verið fórnar- lamb kjaftasagna um hugsanlegt brotthvarf leyniþjónustumansins af hvíta tjaldinu. Myndin verður að einhverju leyti tekin upp á Indlandi en þarlend yfirvöld hafa þegar sett sig í samband við framleiðendur og óskað eftir því að einu áhættuatriði verði breytt. Bond, sem verður leikinn af Daniel Craig eins og í tveimur síðustu myndum, á að þeys- ast eftir lest, stökkva um borð og klifra upp á þak. Indversk lestayfirvöld hafa nefnilega skorið upp herör gegn því að fólk sé uppi á þökum lesta og vilja því að þessu einstaka atriði verði breytt nema Bond verði einn uppi á þaki. Sem yrði að teljast fremur asnalegt. Samkvæmt vefsíðunni Cinemablend.com hafa leikstjórinn Sam Mendes og félagar þegar samþykkt þessar kröfu og ætla að breyta atriðinu lítillega. Hluti af framleiðslu Bond-myndar er orð- rómurinn um hver fari með hlutverk illmenn- isins í myndunum og hvaða stúlkur hreppi Bondstúlku-hlutverkið eftirsótta. Naomie Harris hefur verið sterklega orðuð við hlut- verk ungfrú Moneypenny og þá er talið að baráttan um þrjótinn standi milli Javier Bardem og Ralph Fiennes. STUÐIÐ AÐ BYRJA Daniel Craig verður James Bond í þriðja sinn þegar tökur á 23. Bond-mynd- inni hefjast á Indlandi. Hann má hins vegar ekki standa uppi á þaki lestar. Javier Bardem er einn þeirra sem koma til greina í hlutverk þrjótsins. Gwyneth Paltrow segir að það séu engir töfrar á bak við gott líkamsform sitt. Hin 38 ára leik- kona er þekkt fyrir að halda línunum í lagi með reglulegum æfingum og heilbrigðu mataræði. Paltrow notast við æfingakerfi frá einkaþjálfaranum sínum. „Ég fylgi Tracy Anderson-kerf- inu vel eftir. Ég geri æfingarnar fimm sinnum í viku. Ég skutla börnunum í skólann, fer heim og æfi í klukkustund og fimm- tán mínútur,“ sagði hún. „Það eru engir töfrar á bak við þetta. Ég geri þetta bara og þetta virkar.“ Heldur sér í góðu formi Bond bannað að standa uppi á þaki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.