Fréttablaðið - 13.09.2011, Qupperneq 10
13. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR
EFNAHAGSMÁL Tekjuhalli hins opin-
bera var 155 milljarðar króna á
síðasta ári, rúmlega 10 prósent af
landsframleiðslu. Um svipaðan
halla og árið 2009 er að ræða. Þetta
kemur fram hjá Hagstofu Íslands.
Samkvæmt Hagstofunni skýrist
niðurstaðan fyrst og fremst af mikl-
um samdrætti í tekjum hins opin-
bera vegna 11 prósenta samdráttar
í landsframleiðslu á milli áranna
2009 og 2010. Þá jukust útgjöld
verulega vegna mikillar skuld-
setningar og aukins atvinnuleysis.
Heildartekjur hins opinbera námu
637 milljörðum króna árið 2010.
Það er aukning frá árinu 2009 um
3,7 prósent, eða 23 milljarða króna.
Tekjurnar mældust 41,5 prósent af
landsframleiðslu en voru 41 prósent
árið 2009. Er það nokkuð lægra hlut-
fall en árið 2007 þegar tekjurnar
námu 47,9 prósentum af landsfram-
leiðslu, en 44,1 prósenti árið 2008.
Útgjöld til heilbrigðismála námu
9,3 prósentum af landsframleiðslu,
alls 142,6 milljörðum króna. Hlutur
hins opinbera nam 114,6 milljörð-
um, en hlutur heimilanna 28 millj-
örðum króna. Hlutur hins opinbera
nam 360 þúsund krónur á hvern
Íslending árið 2010. Það er 24 þús-
und krónum lægra en árið 2009.
- kóp
Samdráttur í landsframleiðslu nam 11 prósentum frá 2009:
Svipaður tekjuhalli á milli ára
HEILBRIGÐISMÁL Útgjöld hins opinbera
til heilbrigðismála námu 360 þúsund
krónum á hvern Íslending árið 2010.
Það er 24 þúsundum krónum lægra en
árið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
NÝSKÖPUN Fjórar stúlkur við jafn-
marga grunnskóla hlutu gullverð-
laun í Nýsköpunarkeppni grunn-
skólanna, sem lauk um helgina.
Hofsstaðaskóli í Garðabæ hlaut
gullviðurkenningu þriðja árið í röð
en flestar hugmyndir í keppninni
komu frá nemendum við skólann.
Athygli vekur að af tólf börnum
sem lentu í verðlaunasætum eru
tíu stúlkur og aðeins tveir drengir.
Sendar voru inn 1.872 hugmyndir
frá 46 grunnskólum. Anna Þóra
Ísfold, framkvæmastjóri Nýsköp-
unarkeppninnar, segir kynjahlut-
fall þeirra sem hafi átt hugmynd-
ir í keppninni hafa verið nokkuð
jafnt.
Nýsköpunarkeppni grunnskól-
anna hefur verið haldin í tutt-
ugu ár og hafa borist 35 þúsund
umsóknir í hana. Markmið keppn-
innar er að gera börnum á aldrin-
um átta til fimmtán ára grein fyrir
sköpunargáfu sinni og þroska
hana í gegnum vinnu með eigin
hugmyndir. Ekki er útilokað að á
næsta ári verði keppninni skipt
upp í aldurs flokka með skiptingu
við gagnfræðaskólaaldur, að sögn
Önnu. - jab
Stúlkur í meirihluta verðlaunahafa í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda:
Hofsstaðaskóli með þriðja gullið
RÁÐHERRA AFHENTI GULLIÐ Þau
Katrín Elva Elíasardóttir, Kristín Hekla
Örvarsdóttir og Birgir Guðlaugsson frá
Hofsstaðaskóla í Garðabæ tóku við gull-
verðlaunum frá Svandísi Svavarsdóttur
menntamálaráðherra.
Þessi hlutu gullverðlaun
Nafn Skóli Uppfinning
Kristín Hekla Örvarsdóttir Hofsstaðaskóla Öryggisúr
Stefanía Malen Halldórsdóttir Grunnskólanum austan vatna Stigastöng
Dagný Rósa Vignisdóttir Álftanesskóla Tannburstagler
Karen Eir Einarsdóttir Vesturbæjarskóla Fjölnota stóll
Fundarstjóri er Elfa Hrönn Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Landsnets hf.
Mannauðsdagurinn 2011
FLÓRA félag mannauðsstjóra á Íslandi
Helstu áskoranir í mannauðsmálum í dag og framtíðin
Framtíðaráskoranir í mannauðsmálum
08:00 Skráning
08:30 Ávarp formanns Flóru, Ketill B. Magnússon
08:40 Gylfi Dalmann, dósent við H.Í.
Staða mannauðsstjórnunar á Íslandi
08:55 Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa
09:10 Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa
09:25 Kaffihlé
10:00 Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS
10:15 Björn Zoega, forstjóri LSH
10:30 Paul Kearns, Director of Personnel Works Ltd. –
„Stepping up to the HR Challenges facing us all“
11:30 Umræður
11:50 Hádegisverður.
Samstarfsaðilar kynna vöru og þjónustu tengda mannauðsmálum
Áskoranir mannauðsstjóra og starfsmanna mannauðsdeilda
13:30 Vlad Vaiman, forstöðumaður framhaldsnáms við H.R.
Talent Management
13:50 Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri hjá Icelandair
Hvatar og hvatakerfi, er framtíð í því? -
14:05 Sigþrúður Guðmundsdóttir,framkvæmdastjóri hjá Landvirkjun
Ráðningar
14:20 Kaffihlé
14:45 Helga Fjóla Sæmundsdóttir, frkvst. hjá Ísl. gámafélaginu
Vinnustaðamenning -
15:00 Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka
HR mælikvarðar
15:15 Elín Helgadóttir, ráðgjafi hjá PWC - Þróun markaðslauna
15:30 Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri IcePharma
Ef ég væri mannauðsstjóri þá myndi ég...
15:45 Samantekt og lok
Kokteill
Sérstakur gestur Mannauðsdagsins verður Paul Kearns forstjóri
Personnel Works Ltd. Paul hefur starfað að mannauðsmálum frá árinu 1978.
Paul hefur skrifað nokkrar bækur um starfsmannamál og þar á meðal bókina HR
Strategy og Creating Business Strategy with Human Capital.
Ráðstefnan verður haldin á Hótel Natura
í Þingheimasal 14. september kl. 08.00
Skráning fer fram á stella@practical.is
Ráðstefnugjald kr 16.500.- fyrir heilan dag
og kr.13.500.- fyrir hálfan dag*
Meðlimir FLÓRU fá sérstök kjör og greiða kr.10.500.- fyrir heilan dag
og kr 8.900.- fyrir hálfan dag*
*Hádegisverður er innifalinn í öllum verðum
ALÞINGI Stjórnarandstæðingar telja
að Evrópusambandið sé að krefj-
ast aðlögunar íslensks stjórnkerfis
að kerfi sambandsins, með skýrslu
sinni um landbúnaðarmál. Tekist
var á um hvað skýrslan þýddi og
hvort aðlögunarferlis væri krafist
fyrir mögulega samþykkt í þjóðar-
atkvæði eða ekki.
Utandagskrárumræða var
um málið á þingi í gær og var
Bjarni Benediktsson, for maður
Sjálfstæðis flokksins, máls hefjandi.
Hann sagði skýrslu ESB, sem lögð
var fram í síðustu viku, sýna að
sambandið teldi Íslendinga ekki
nægilega vel undir viðræður búna,
þar sem ekki væri skýrt kveðið á
um hvernig aðlaga ætti íslenskt
stjórnkerfi að því evrópska.
Jón Bjarnason, landbúnaðar-
og sjávarútvegsráðherra, sagði
stærstu tíðindi umræddrar skýrslu
vera þau að ESB setti Íslending-
um opnunarskilyrði sem uppfylla
þyrfti áður en samningar um land-
búnað og dreifbýlisþróun hæfust.
„Það er ekki að sjá að Evrópusam-
bandið muni taka tillit til hugsan-
legra krafna Íslands um styrkja-
kerfi sem hentar okkur betur en
kerfi Evrópusambandsins.“
Jón taldi ýmislegt óskýrt í
skýrslu ESB og hann mundi krefja
sambandið skýringa á því hve ítar-
leg áætlun Íslands þyrfti að vera
áður en til viðræðna kæmi.
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra sagði ljóst að kröfurn-
ar væru ekki mjög skýrar. Skýr-
ingin á því væri að ESB setti það
nánast í hendur Íslendinga sjálfra
með hvaða hætti áætlunin yrði
tímasett.
Össur fullyrti, sem og fleiri
stjórnarliðar, að kröfurnar væru
í fyllsta samræmi við skilyrði
Íslendinga fyrir viðræðunum.
Krafan snerist ekki um kröfu um
aðlögun áður en samningur yrði
borinn undir þjóðina; þvert á móti
væri verið að ræða um hvernig
ætti að laga íslenskt stjórnkerfi
að kerfi ESB ef og þegar þjóðin
hefði samþykkt samning í þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Framsóknar-
flokksins, sagði það liggja fyrir
að ef land sækti um aðild að sam-
bandinu yrði það að undirgangast
reglur þess.
Hann spurði Jón Bjarnason að
því hvort hann gerði sama grein-
armun og Össur á því að Íslend-
ingar þyrftu að hafa starfsfólk á
hliðarlínunni sem hlaupa mundi
inn í tómar byggingar yrði aðild
samþykkt.
Jón svaraði því ekki beinum
hætti, en sagðist reiðubúinn til að
fara til Brussel ef með þyrfti til að
fá skýringar á skýrslu ESB.
kolbeinn@frettabladid.is
Þingmenn takast
enn á um aðlögun
Rætt var um aðlögun að ESB á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan telur kröfur
sambandsins í landbúnaðarmálum kalla á aðlögun fyrir samþykkt. Ráðherrar
voru ósamstíga. Jón Bjarnason segist munu krefja ESB skýringa á kröfum þess.
MÁLSHEFJANDI Bjarni Benediktsson telur skýrslu Evrópusambandsins um land-
búnaðarmál sýna að sambandið telji Íslendinga ekki nægilega búna undir viðræður.
Skýrt sé þar hverju þurfi að breyta í landbúnaðarkerfinu hér á landi, eigi aðild að
verða að veruleika. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON