Fréttablaðið - 13.09.2011, Page 38

Fréttablaðið - 13.09.2011, Page 38
13. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 Þökkum af alhug öllum sem sýndu samúð og kærleik við andlát og útför elskaðs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Halldórs Magnússonar fv. frkvstj. Sunnubraut 36, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar, Líknardeildar Kópavogi og allra sem önnuðust hann af alúð og umhyggju í veikindum hans og heiðruðu minninguna við útför hans. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Guðmundsdóttir Vilborg Halldórsdóttir Helgi Björnsson Steinunn Halldórsdóttir Oddný Halldórsdóttir Orri, Björn Halldór, Sunna, Hanna Alexandra, Þórunn Soffía, Halldór Sörli, Júlía Sif og Fannar Alexander. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóna Jóhanna Þórðardóttir sem lést föstudaginn 9. september á Heilbrigðis- stofnuninni á Patreksfirði, verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 17. september kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnardeildina Unni Patreksfirði, reikningur 0153-26-001609 kt. 450390-2679. Hilmar Árnason Guðlaug Rósa Friðgeirsdóttir Halldór Árnason María Óskarsdóttir Þórður Steinar Árnason Áslaug Hauksdóttir Hugrún Árnadóttir Stefán Egilsson Gísli Jón Árnason Fríður Magnúsdóttir Helena Rakel Árnadóttir Pálmi Stefánsson Berglind Árnadóttir Stefán Hagalín Ragúelsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Magnús Baldvinsson múrarameistari, til heimilis að Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ, áður Grænuhlíð 7, lést í Holtsbúð sunnudaginn 4. september. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. september kl. 13.00. Arndís Magnúsdóttir Hafsteinn Filippusson Benjamín Grendal Magnússon Guðbjörg Kristjánsdóttir Sæunn Grendal Magnúsdóttir Grétar Sveinsson Baldvin Grendal Magnússon Sigrún Grendal Magnúsdóttir Guðmundur J. Guðlaugsson Sigurður Grendal Magnússon Sigríður Björk Bragadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórey Jónsdóttir fótaaðgerðafræðingur, frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi laugardaginn 10. september. Jarðsungið verður frá Akraneskirkju föstudaginn 16. september kl. 14.00. Jarðsett verður að Þorvaldsstöðum í Breiðdal mánudaginn 19. september kl. 11.00. Guðný Jóna Ólafsdóttir Guðjón Guðmundsson Daðey Þóra Ólafsdóttir Erla Ólafsdóttir Fjölnir Þorsteinsson Eygló Peta Gilbertsdóttir Óskar Ingi Ágústsson barnabörn og barnabarnabarn Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns, sonar, bróður, tengdasonar, mágs og frænda, Ragnars Heiðars Kristinssonar húsasmíðameistara, Bæjarbrekku 10, Álftanesi. Sérstakar þakkir færum við þeim sem hjálpuðu til við erfidrykkjuna. Ragnheiður Katrín Thorarensen Ingibjörg Magnúsdóttir Hulda Björk Ingibergsdóttir Kristín Þorvaldsdóttir Þorvaldur Jón Kristinsson Ólafur Kristinsson Þorbjörg Inga Jónsdóttir Oddur C.S. Thorarensen Unnur L. Thorarensen Elín Thorarensen Úlfar Örn Friðriksson Alma Thorarensen Sindri Sveinbjörnsson og frændsystkin Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma Sigríður Löve bókasafnsfræðingur, Suðurlandsbraut 58, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 10. september. Jarðsungið verður frá Áskirkju mánudaginn 19. september kl. 15.00. Blóm eru afþökkuð en þeim sem minnast vilja hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Jón Steingrímsson Steingrímur Jónsson Guðrún Olga Einarsdóttir Þóra Jónsdóttir Júlíus Lennart Friðjónsson Vigdís Löve Jónsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Björg Björnsdóttir Skálateigi 1, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 16. september kl. 13.30. Sigrún Hjaltadóttir Sævar Sigmarsson Jón Hjaltason Lovísa Björk Kristjánsdóttir Hrönn Hjaltadóttir Þorsteinn Hjaltason Hrafnhildur Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Kvikmynd Steinþórs Birgis- sonar, Jón og séra Jón, verð- ur frumsýnd í Bíói Paradís á fimmtudagskvöld klukk- an 20. Myndin, sem fjallar um séra Jón Ísleifsson, hlaut áhorfendaverðlaun á heim- ildarmyndahátíðinni Skjald- borgu 2011. Séra Jón hefur verið sókn- arprestur í Árnesi Ströndum í tólf ár. Hann lifir lífinu á sinn eigin sérstæða máta og af honum eru margar sögur bæði sannar og ósannar. Í kjölfar langvinnra deilna innan safnaðarins er svo komið að mikill meirihluti sóknarbarna hefur skrifað undir vantraust á séra Jón og lýst því yfir að þau vilji ekki að hann starfi lengur sem sóknarprestur í Árnes- prestakalli. Jón og séra Jón í Bíói Paradís STEINÞÓR BIRGISSON Kvikmynd hans Jón og séra Jón hlaut áhorf- endaverðlaun Skjaldborgar. Fróðleiksfúsum trjárækt- endum á Vestur- og Austur- landi býðst skógræktar- nám á næstu misserum á vegum verkefnisins Grænni skóga hjá Endurmenntunar- deild Landbúnaðar háskóla Íslands. Kennt verður í starfsaðstöðu skólans að Reykjum í Ölfusi og á Hvanneyri og fyrir austan fer kennslan fram á Hér- aði. Um sextán námskeið er að ræða, þar af eru þrettán skyldunámsgreinar. Fyrstu námskeiðin verða kennd nú á haustönn 2011 og þau síð- ustu vorið 2014. Að meðal- tali eru 2,5 námskeið á önn og kennt á föstudögum og laugardögum. Fjallað er um mörg af grunnatriðum skóg ræktar, svo sem val á trjátegund- um, undirbúning lands fyrir skógrækt, uppeldi og gróður setningu skógar- plantna, skógarumhirðu og skjólbelti. Verkefnisstjóri er Björg- vin Örn Eggertsson sem hefur netfangið bjorgvin@ lbhi.is. Vissara er að sækja um sem fyrst. - gun Skógræktarskóli SKÓGUR Fyrstu námskeiðin verða í haust og þau síðustu vorið 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Matardagar 2011 verða haldnir í Hótel- og matvæla- skólanum í Kópavogi 16. til 18. september. Þar sýnir fagfólk í matvælagreinum handverk sitt og haldnar verða ýmsar keppnir. Klúbb- ur matreiðslumeistara velur Matreiðslumann ársins og Vínþjónafélag Íslands velur Vínþjón ársins. Bakaradeild skólans velur Bakara árs- ins í samstarfi við Lands- samband bakarameistara, Matvæla- og veitingafélag Íslands og birgja. Samtök ferðaþjónust- unnar, Matvæla- og veit- ingafélag Íslands og IÐAN fræðslusetur velja síðan Matreiðslunema ársins og Framreiðslunema ársins. Landssamband bakara- meistara kynnir fagið og gefur gestum að smakka heilkornsbrauð. Meistarafélag kjötiðnar- manna sýnir réttu handtökin við úrbeiningu og meðferð á kjöti. Kaffibarþjónafélag Íslands kynnir starfsemi sína og býður gestum að smakka á kaffi. Öllum er velkomið að koma og fylgjast með keppni og kynningum en nánari dagskrá Matardaganna er að finna á www.freisting.is. Fagstéttir keppa um titla KEPPT Í BAKSTRI Meðal annars verður keppt um titilinn Bakari ársins. Minningar- og styrktartónleikar verða í Bústaðakirkju sunnudaginn 18. september klukkan 20. Meðal einsöngv- ara eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Anna Sig- ríður Helgadóttir, Gréta Hergils Valdimarsdóttir, Edda Austmann Harðar- dóttir, Hanna Björk Guð- jónsdóttir, Björg Birgis- dóttir og Svava Kristín Ingólfsdóttir. Einnig syngur kór Bústaðakirkju og nokkrir hljóðfæraleik- arar koma fram, þeirra á meðal Jónas Þórir á píanó og Jón Þorsteinn Reynis- son á harmóniku. Svava Kristín Ingólfs- dóttir heldur tónleikana til minningar um dóttur- dóttur sína, Karenu Mist Kristinsdóttur sem lést 23. desember 2010 og til minningar um önnur börn sem dáið hafa vöggu- dauða, úr veikindum eða í slysum. Tónleikarnir eru jafnframt til styrktar Líf – Kvennadeild Landspítalans. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. Minningar - og styrktartónleikar SÖNGKONA OG KÓRSTJÓRI Svava Kristín Ingólfsdóttir heldur tónleikana í göfugum tilgangi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.