Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1982, Síða 13

Faxi - 01.12.1982, Síða 13
Afgreiðslustúlkur hjá KRON i Keflavik. Efri röð: Hetga Kristinsdóttir, Agnes Jóhannsdóttir, Jóhanna KristinsdóWr, Ölöf EiriksdóWr og Sesselja KristinsdóWr. Neðri röð: Anney Guðjónsdóttir, Erla SigurðardóWr, Ragnheiður ValdimarsdóWr og Guðmunda FriðriksdóWr. Starfsfólk KRON. verið hefur í smíðumsíðastliðiðár, en er nú fullgert. Mun þetta vera í röð fullkomnustu og bestu verl- unarhúsa landsins. Húsið stendur á hornlóð Hafn- argötu og Tjarnargötu og er 320 fermetrar að flatarmáli. Það er ein- lyft með kjallara undir nokkrum hluta og byggt í þrem álmum. Búð- in sjálf er ca. 150 fermetrar og snýr að Hafnargötu og Tjamargötu. Agnes JóhannsdóWr afgreiðir ungar stúlkuríbúð KRON við Hafnargötu 30, Keflavik. Hverjar skyldu ungu stúlk- urnar vera? Torfi Guðbrandsson afgreiðslumaður. Beint inn af inngangi búðarinnar er glervöru- og búsáhaldadeild, vefnaðarvörudeild og bóka- og rit- fangadeild. Til vinstri handar eru matvöru- kjöt- mjólkur- og brauð- deildir. í sambandi viö mjólkur-og brauðadeildina verður rekinn mjólkurbar, og er það fullkomin nýjung i starfsemi félagsins. í beinu sambandi við búðina eru vigtunarherbergi, geymslur fyrir matvörur, fóðurvörur og bygging- arvörur. Auk þess eru í verslunar- húsinu skrifstofur og snyrtiher- bergi fyrir afgreiðslufólk. í stóru þorti, sem fylgir húsinu er kola- geymsla og bílskúr. Öllum vörum búðarinnar er fyr- irkomið með einkar hagfeldum hætti. Það vekur meðal annarsat- hygli, að þær vörur, sem mest eru keyþtar, eru sameinaðar á að- gengilegustu stööum búðarinnar. Búðarborðin eru öll færanleg og byggð með tilliti til þess, að hægt sé að skipa þeim á mismunandi vegu eftir því, sem kröfur tímans kunna að heimta. Teikningar allar að húsinu önn- uðust Halldór H. Jónsson arkitekt og Sigurður Thoroddsen, verk- fræðingur. Guðrún AmadóWr, afgreiðslustúlka Byggingarmeistari hússins var Þórður Jasonarson. Búðarborð voru smíðuð af Frið- rik Þorsteinssyni, húsgagnasmið, Reykjavík. Deildarstjóri Keflavíkurdeildar KRON er Ragnar Guðleifsson, en í stjórn deildarinnareru þeir Guðni Magnússon, formaður, Guðni Guðleifsson, ritari og Valdimar Guðjónsson. Pöntunarfélag Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur var eitt af félögunum, sem stofnuðu KRON árið 1937. En eins og kunnugt er, var KRON stofnað af mörgum smærri félögum, sem störfuðu í Reykjavík og nágrenni. Saga þessarar félagsdeildar í Keflavík, allt frá stofnun til þessa dags, er með svipuðum hætti og saga KRON: Stöðug viðskipta- aukning, og sívaxandi félags- mannatala frá ári til árs. Þó hefur það greinilega sést á síðasta ári, að viðskiptaaukningin og félags- mannafjöldi þessarar deildar hef- ur færst í aukana, langt fram yfir það, sem verið hefurá undanföm- um árum. Hefur félagsmönnum fjölgað úr 143 í 231 á árinu og salan aukist úr kr. 200 þús. í 382 þúsund.” FRAMHALD í NÆSTA BLAÐI Soffia Beck, þvoði búðina og vann það verk með prýði. Ásthildur Herman afgreiðslustúlka. Jóhann Sigurðsson afgreiðslumaður. Kristján Helgason, sendill og siðar af- greiðslumaður hjá KRON um árabil. Birgir Þórhallsson, sendill og siðaraf- greiðsiumaður um árabil. Guðni Guðleifsson, afgreiðslumaður hjá KRON og siðan hjá Kaupfélagi Suðurnesja og vinnurþar enn. FAXI -193

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.