Búfræðingurinn - 01.01.1936, Side 26

Búfræðingurinn - 01.01.1936, Side 26
22 Um aðferðina kemst Þorsteinn á Husafelli þannig að orðis "Sætin eða galtarnir þurfa helst að vera mátulega stór. Hæfilegt þykir mér,að það sé svo sem 5 - 6 álnir á lengd og breiddin góð , þegar garðar eftir rakstrarvél eru settir sainan með ýtu;verður það hátt upp í Jiað á við þrísetta galta,sem settir eru saman ár söxuðu heyi. Sleðinn er dreginn aftur á bak að sætinu.Þarf hann að bera rétt að,svo að bæði stefni nákvæmlega eins sleðinn og sætið. Grind su,er áður er nefnd,liggur ofan á sleðanum,þegar hann' er 'dreginn tómur,er lögð niður á jörðina fast við sætið. Er sá endi hennar , sem að sleðanum snýr,jafn hár piljum sleðans. í þeim endanum,sem lagður er niður á 3örðina,þurfa að vera járngaddar,sem rekast þvert niður. Er jpað nauðsynlegt,svo að sleðinn renni ekki undan,þegar dregið er á hann. Páll á Steindórsstöðum hefir gadda þessa 4 og hvern þeirra um 4 þml. Eg hefi þá aðeins 2 og nokkru hærri. Áður en grindin er lögð niður,þarf að leggja reipi á sleðann. Þarf það að vera úr sterkum kaðli og-svo langt,að það nái utan um sæti það,sem taka á. Er best að leggja endana fram,en hagldirnar aftur,og setja þær undir enda grindarinnar,þann er að sætinu snýr, áður en gaddarnir eru reknir niður. Á reipi þessu þarf að vera full alin á milli haglda. Hefi ég í haglda stað járnkróka,sem krækja má úr og í,í stað þess að draga í gegn(Ekki sýnt á teikningunum). Þá þarf annað reipi (merkt c),svo langt,að það nái tvöfalt yfir endilangan sleðann og sætið,sem draga á upp á hann. Er endum þess fest .í grind eða ýtu,sem er jafn löng þykkt 'sætisins. Ýtan er sett við enda sætisins,og liggja svo kaðlarnir við báðar hliðar ' þess. Best er,að kaðalendarnir séu klofnir í tvennt og öðrum spott- anum fest efst,en hinum neðst í grindina. Helst hún þá sjálfkrafa upp á rönd við enda sætisins,þegar átak kemur í hana,og þarf þá ekkert að styðja hana,þegar sætið er dregið upp.; Fyrir sleðanum hefi ég 2 hesta. Þegar komið er að sætinu með sleðann,er hemlunum krækt frá honum,hestunum snúið við og þeir teymdir beint fram fyrir sleðann,krók,sem þarf að vera fastur í hemlunum,krækt í reipið c,sem lagt er aftur fyrir sætið og það dregið upp á sleðánn. Síðan eru hestarnir kræk'tir frá því reipinu aftur og á sinn stað framaná sleðann,uppdráttarreipið og ýtan tekið burt,grindin aftan á sleðanum reist upp að sætinu og farið héim með hlaSSÍð. Dyrnar á hlöðumi þurfa að vera '.31/2 - 4 álnir á breidd og 31/2 alin á hæð,svo að sætið komist fyrirhafnarlaust inn. Stefna sleðans þarf að vera'nákvæmlega rétt að dyrunum. Ef hún er skökk, þarf að laga hana með því að. láta hestana taka 1 til hliðar, uns stefnan er réttT

x

Búfræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.