Búfræðingurinn - 01.01.1936, Page 45

Búfræðingurinn - 01.01.1936, Page 45
41 Haugarfinn finnst sem illgresi um allan heim,eink;um í norðlægum löndum. ÍGrænlandi hafa arfafræ fundist í gömlum rústum frá byggð íslendinga þar. Einnig í norsku víkingaskipi,er grafið var úr jörði árið 19o4. Her á landi er arfinn algengasta illgresið x görðum. 2. Hjartarfi (Capsella hursa pastorús). Hver planta gefur um 2ooo - 4oooo fræ. Spíraði með loo % eftir 4oo daga og með 52 % eftir að hafa legið í jarðvegi 1 vetur, Um.efnainnihald og fræ í áburði fyrir þessa tegund og haugarfa vísast til taflanna bls.57, 59' 3* Skurfa (Spergula arvensis). Fræ af jurt looo - loooo. Ákaf- lega útbreitt illgresi víða um heim. Þolir illa sterka vökva. Jurtin þekur oft jarðveginn gersamlega. Sjá ennfremur töflur bls. 37 og 39* 4. Lokasjóður (Rhinanthbs minor.:cða Alectoiolophus minor). Finnst sums staðar all mikið af honum í túnum og engjum. Er aðallega í norðlægum löndum. Tegundin er erlendis talin sníkjujurt að nokkru leyti. Rotin er talin stufct og veik,og á henni finnast einskonar sogskálar,er jurtin leggur að öörum jurtum,borar sig inn í leiðslu- vefi þeirra og sýgur jpaðan næringu. Þar sem plantan vex þétt,lifa þær hver á annari,þannig að nokkrar fá yfirhöndina og verða sterk- astar og útpína hinar. Þarf mikið ljós. Vöxtur annara jurta verður ávalt gisinn,þar sem lokasjóður vex. 5* Baldursbrá (Matricaria inodora). Það er tvíær jurt, sem jproskar fræ á öðru ári. Fræ loooo - 21oooo af hverri jurt og jafnvel meira. Er mjög algeng sem illgresi allt frá Finnmörk suður til mið- jarðarlínu. Spírar mjög fljótt,og þolir að liggja í jarðvegi minnst í 6 ár. Sjá einnig töflur bls. 37 og 39* Getur verið fjölær. B. Fjölærar jurtir. 6. Vegarfi (Cerastinum vulgatum). Talinn vera ýmist einær eða fjölær með um 12oo fræ á plöntu. Er algengur víða ítúnum hér á landi. Vex í alls konar jarð'vegi í flestum löndum.Sjá bls.37 og 39* 7.Brennisóley (Ranunculus acer). Algeng jurt í túnum hér á landi og yfirleitt í norðlægum löndum. í norðanverðum Noregi er það ekki sjaldgæft,að hún þekur 2o - 25 % af yfirborði graslendis. Um 15o - 9oo fræ á jurt. Eftir loo daga spíraði 85 %* Hún þroskar fræ a öðru ári. Jurtin inniheldur eiturefni(anemonin),sem hefir sterk- astar verkanir,þegar jurtin blómstrar,en minnka við purrlc.Sjá bls.37 ð.Héfsóley (Caltha palustris). Það er einkenuisplanta fyrir súra og vota jörð. Er hér algeng á deiglendum túnum og mikið af henni í norðlægum löndum. Hver planta gifur um 28oo fræ,er spírar Dieð 55 % eftir loo daga. Veldur bó].gu x meltingarfærum, ef skepnur eta mikið af henni,kveisu og í einstaka tilfelli dauða.

x

Búfræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.