Frjáls verslun - 01.08.2001, Blaðsíða 54
Róbert Wessmann, framkvæmdastjóri Delta, segir ab fyrirtœkib muni á nœstu
árum sækja inn á markabi í Austur-Evrópu, Bandaríkjunum og svo jafnvel
Miðausturlöndum, Austurlöndum jjær og löndum í Subur-Ameríku.
VIÐTflL ROBERT WESSMANN
Delta hefur vaxið mikið síðustu ár og þá fyrst
og fremst erlendis. Vöxturinn erlendis er í
samræmi við markmið félagsins sem sett
voru fyrir tveimur árum. Við erum annars vegar
að styrkja verulega sölustarfsemina erlendis, t.d.
með því að stofna eigin söluskrifstofur, og hins
vegar höfum við íjölgað verulega þeim lyijum,
sem við erum að þróa. Eftir því sem lyfjunum
fjölgar þeim mun hraðar getum við vaxið. Starf-
semi okkar hefur skilað góðri afkomu og til þess
að fyrirtækið sé áhugaverður fjárfestingarkostur
til lengri tíma litið er eiginlega bara ein leið fyrir
hendi og hún er sú að halda áfram að vaxa og
skila enn meiri og betri afkomu en áður. Með til-
liti til þessarar framtíðarsýnar vildum við koma
okkur inn í starfsemi á svæði þar sem við gætum
haldið áfram að þróa samheitalyf," segir Róbert
Wessmann, forstjóri Delta.
Fyriryreiðslur laða fjárfesta Stór hópur íslend-
inga, stjórnendur Delta, stjórnarmenn, opinberir
aðilar, fulltrúar annarra fyrirtækja og fjárfestar,
heimsótti Möltu um miðjan september til að
skoða verksmiðju Pharmamed og kynnast að-
stæðum í landinu. Eftir tveggja daga kynnis- og
skoðunarferðir settist Róbert niður með blaða-
manni Frjálsrar verslunar til að ræða kaupin, af-
komu fyrirtækisins og framtíðaráform en eins og
kunnugt er keypti Delta verksmiðjuna Pharma-
med á Möltu í vor og var endanlega gengið frá
kaupunum í sumar. Róbert segir að Pharmamed
og rekstrarskilyrði á Möltu henti fyrirtækinu i alla
staði vel. Efnahags- og stjórnmálaástand er
stöðugt, stjórnvöld beita fyrirgreiðslum til að laða
að erlenda fjárfesta, hagstæð lán eru í boði og
veruleg skattfríðindi. Vandfundnir eru þeir staðir
þar sem einkaleyfastaðan er betri en á Islandi en
með Möltu er sá staður fundinn. A Islandi getur
Róbert Wessmann, forstjóri Delta, um kaupin á Pharmamed á Möltu:
ftyggir enn meiri vöxt
Lyfjafyrirtœkið Delta hf. stefnir að hlutafjáraukn-
ingu snemma á næsta ári og œtlar í skuldabréfaút-
boð í nóvember til að fjármagna kaup fyrirtækisins
á maltnesku lyfjaverksmiðjunni Pharmamed.
Kaupverð verksmiðjunnar er 10,5 milljónir banda-
ríkjadala eða um einn milljarður króna og er
stefnt að því að fjármagna kaupin til helminga
með útboði og skuldabréfum.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Paul Ciri, ljósmyndari á Möltu.
fyrirtækið unnið með einkaleyfi fram tíl ársins 2015 en á
Möltu er varla nokkurt einkaleyfi fyrir hendi svo að þar getur
fyrirtækið unnið með einkaleyfi fram yfir 2020 og líklega mun
lengur. Framleiðslugeta Pharmamed er umtalsvert meiri en
hjá Delta, launakostnaður er helmingi minni en á Islandi og
rekstrarkostnaðurinn lægri.
„Við vildum komast í aðstöðu þar sem kostnaður við fram-
leiðsluna er lægri, bæði til að geta framleitt lyfin lengur eftir
að verð lækkar og til að geta sótt inn á nýja markaði sem ef til
vill geta greitt minna fyrir lyfin en eru samt áhugaverðir. Við
viljum lika nota okkar lyfjahugvit, ekki bara í Þýskalandi,
Bretlandi og Vestur-Evrópu. Þegarvið höfum þróað lyf höfum
við áhuga á að skrá það í öðrum löndum og fara með það inn
á nýja markaði. Þess vegna vildum við tengjast verksmiðju
54