Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2001, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.08.2001, Blaðsíða 44
Þorsteinn hefur m.a. verið forsœtisráðherra og Jjármálaráðherra - en lengst af var hann dóms- og kirkjumálaráðherra og sjávarútvegsráð- herra, eða í átta ár: „ Uþpbyggingar- og verndarstefnan naut skilnings þó deilt væri um fiskveiðistjórnunina almennt. Margir stjórnmála- menn vildu hins vegar veiða meira og taka áhættu með því. “ Líkt og Svend Auken, formaður Jafnaðarmannaflokksins danska, lenti í 1992 er Poul Nyrup Rasmussen varaformaður flokksins bauð sig fram gegn honum, fékk Þorsteinn að reyna það sama árið áður og það er liklega eitt það harkalegasta, sem flokks- formaður getur lent í. „Harkalegt er ekki of sterkt orð, en þannig er pólitíkin. Eg kom inn á miklum umbrotatímum í pólitíkinni, lausung og los og nýjar hugmyndir en jafnframt kraftar, sem unnu að því að halda ítökum sinum og halda í gamlar hugmyndir og verja rótgróna hagsmuni. Þegar þannig hlutir takast á í sljórn- málaflokkum er ekki óeðlilegt að það verði átök. En átök eru líka hluti af pólitíska lifinu. Þar þýðir ekkert annað en að byggja sjálfan sig upp til að geta séð þau sem hluta af við- fangsefninu. I hita stundarinnar verður maður að geta skilið á milli sjálfs sín og stundarátaka. Maður verður að horfa á hlutina þannig að þeir hafi ekki of mikil persónuleg áhrif og hafa skráp svo átök- in rispi ekki sálina. Ef menn geta það ekki þá er erfitt að vera í póli- tík. En auðvitað hefur þetta allt sín áhrif á mann og mótar viðhorf manns og það umhverfi sem maður lifir og hrærist í. „Þetta er mitt almenna viðhorf til þessa viðfangsefnis, sem pólitík er í eðli sínu.“ Um einstök atriði segir Þorsteinn að of snemmt sé að ræða og á þvi hafi hann ekki áhuga. Bætir við kankvís að það komi gjarn- an í hlut embættismanna að bryðja „haltu-kjafti“ brjóstsykur þeg- ar pólitík ber á góma. Þegar Þorsteinn hætti í stjórnmálum var Ingibjörg löngu hætt sínum stjórnmálaumsvifum, svo sú spurn- ing vaknar hvort það hafi ekki verið rúm íyrir tvo stjórnmálamenn í sama hjónabandinu. Ingibjörg segir að það hafi verið mikil ánauð á heimili með þijú lítil börn þegar báðir foreldrarnir voru í stjórn- málum. „Eg var borgarfulltrúi og Þorsteinn dreifbýlisþingmaður og það var einfaldlega of mikil ánauð á heimilinu. En vitaskuld réðu ýmsir aðrir þættir líka þeirri ákvörðun.“ íslenska sjávarútvegsstefnan umdeild fyrst en er nú fyrirmynd í umfjöllun erlendra blaða um fiskveiðistefnu og fiskveiðistjórn er Island nánast undantekningalaust netht sem forgönguland í skyn- samlegri og sjálfbærri fiskveiðistefnu. Sú stefna var mörkuð með- an Þorsteinn var við stjórn og því ekki úr vegi að staldra við þau efni. Hann segist verða var við að hvar sem hann komi sé horft til reynslu Islendinga. „Þó tíminn í sjávarútvegsráðuneytinu hafi ver- ið átakatími og ráðuneytið eitt mesta átakaráðuneytið þá er gam- an að horfa til þessa tíma eftir á,“ segir Þorsteinn. „Það var tvennt sem við byggðum upp þá og sem enn er und- irstaðan. Annars vegar að móta og þróa markaðskerfi varðandi fiskveiðistjórnun og koma sjávarútveginum þannig út úr farvegi ríkisforsjár. Hins vegar var ný og hörð afstaða varðandi verndun og uppbyggingu fiskistofnanna sem byggði í reynd á ráðgjöf vís- indamanna í ríkari mæli en áður. Það var búið að koma því inn að ráðgjöfin byggði ekki á nákvæmum vísindum og því eðlilegt að sniðganga ráðgjöf varðandi heildarafla, en ég tók annan pól í hæð- ina. Eg held að það hafi þegar skilað betri árangri en efla og bæði styrkt stöðu fiskistofnanna og stöðu okkar á alþjóðavettvangi, þar sem Iitið er á Island sem forgönguþjóð í sjálfbærri nýtingu fiski- stofnanna og um leið varðandi umgengni um náttúruauðlindir." En hvernig horfði með skilning á þessum sjónarmiðum og stuðning við þau þegar verið var að gera þessar breytingar? „Það gekk vissulega á ýmsu í þeim efnum. Meðan Alþýðuflokkurinn var í stjórn voru skiptar skoðanir milli stjórnarflokkanna um stefn- una varðandi fiskveiðistjórnunina. Sennilega hafa það verið ein- hver dýpstu átök um grundvallaratriði í pólitík á síðari árum. Þar tókust á ólíkar hugmyndir um ftjálslyndi annars vegar og stjórn- lyndi hins vegar. En það voru líka mismunandi viðhorf í öflum flokkum varðandi ákvörðun um heildarafla og hvort tylgja ætti vís- indalegri ráðgjöf. Afstaðan fór ekki eftir flokkspólitískum linum í þvi efni. I Sjálfstæðisflokknum stóð meirihlutinn á bak við ákvarð- anir um fiskveiðistjórnun, þó skoðanir væru skiptar þar eins og annars staðar, en það voru verulega skiptari skoðanir varðandi heildaraflaákvarðanir. En það merkilegasta var kannski að það var almennur stuðningur við þessi sjónarmið og ábyrga nýtingu fiski- stofnanna meðal flestra sjómanna og útvegsmanna. Uppbygging- ar- og verndarstefnan naut skilnings þar þó deilt væri um fiskveiði- stjórnunina almennt Margir stjórnmálamenn vildu hins vegar veiða meira og taka áhættu með þvi. Stuðningur við verndarstefn- una var minni meðal stjórnmálamanna en hagsmunaaðila. Þetta var aflt annar veruleiki en ráðherrar erlendis bjuggu við, sem stóðu í stöðugum átökum við hagsmunahópa um þessi mál. Þetta er enn hluti af vanda margra þjóða í sjávarútvegsmálum. Aðstæð- ur á Islandi má þakka ábyrgri forystu samtaka sjómanna og út- vegsmanna." I Noregi og víðar er sjávarútvegur í raun hluti af byggðastefnu, en Þorsteinn tekur undir að á íslandi hafi verið sneitt hjá því. „Munurinn er líka að sjávarútvegur er aðalatvinnuvegur á íslandi, en í Evrópu er sjávarútvegur svo ógnarlitill hluti hagkerfisins að það skiptir minna máli þó gamla ríkisforsjárhyggjan ríki þar enn. Engri Evrópuþjóð dytti í hug að halda uppi ríkisforsjá í aðalat- vinnugreinum sínum. Við erum því í sérstakri aðstöðu hvað sjáv- arútveg varðar." Kvótakerfið hefur verið umdeilt undanfarin ár og talað um óeðlilegar eignatilfærslur í kjölfar þess, en Þorsteinn telur ekki óeðlilegt þó að skoðanir séu skiptar um þessi efni því stærstu efna- hagslegu hagsmunir þjóðarinnar séu fólgnir í sjávarútvegi. „Fram- seljanlegar aflaheimildir leiða til þess að ríkisvaldið stjórnar ekki þróuninni, heldur mótar sjávarútvegurinn sjálfur þann farveg á grundvelli markaðslögmála eins og annars staðar. Þess vegna eru líka færri, stærri og sterkari sjávarútvegstyrirtæki en áður. í ein- staka byggðarlögum hefur útgerðin veikst en hún hefur um leið styrkst annars staðar. Það er hins vegar mikilvægt að sjávarútveg- 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.