Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2001, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.08.2001, Blaðsíða 56
Fjalar Kristjánsson, ráðgjafi þróunardeildar Pharmamed á Möltu, á bak við hann situr Guðrún S. Eyjólfidóttir, forstöðumaður gœðasviðs Delta, næstur Fjalari er svo Björn Aðalsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs Delta, og svo kemur Agúst Helgi Leósson, forstöðumaður fiármálasviðs Delta. Til hægri má sjá Ottó Olafison, stjórnarmann Delta. Ægir Birgisson og Kristján Agústsson, starfimenn markaðsviðskiþta hjá Islandsbanka, Þröstur Arnason, ráðgjafi hjá Athygli, Einar Ingi Valdimarsson, starfimaður í eignastýringu hjá Kaupþingi, og Viggó Einar Hilmarsson, forstöðumaður sjóðastýringar hjá Búnaðarbanka Islands. Karl Wernersson, athafnamaður og stjórnarmaður í Delta, Ingolf Petersen, skrifitofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, og Stefán Jökull Sveinsson, deildarstjóri skráningardeildar Delta. Ekki er í bígerð hjá Delta að kaupa fleiri verksmiðjur, stefnan er fremur að styrkja sölustarfsemina. Fyrir rúmum tveimur árum átti sér stað ítarleg stefnumörkun á öllum svið- um. „Við fylgjum þeirri stefnumörkun mjög stíft eftir og næst á dagskrá hjá okkur er að klára að samþætta rekstur Pharma- med og Delta. Þessar fáu vikur sem við höfum rekið fyrirtæk- ið hefur gengið vel að skilgreina mjög nákvæmlega öll verk- efni sem við viljum vinna að. Við buðum öllum lykilstjórnend- um Pharmamed til íslands strax eftir að við tókum við og erum að taka stöðuna aftur núna. Við munum eyða mikilli orku í að samþætta starfsemina og höldum svo áfram að styrkja sölunetið í Evrópu. Aðeins tæpir tveir mánuðir eru síðan við stofnuðum söluskrifstofu á Mön, Medis Ltd. Við höfum sett okkur það markmið að fara af stað í Þýskalandi á næstu misserum, kanna síðan Norðurlönd og væntanlega þar á eftir markaði í Austur-Evrópu. Samhliða þessu munum við að sjálfsögðu vinna að því að komast inn á Bandaríkjamark- að,“ segir hann. Ymislegt kemur til greina hvað sölustarfsemina varðar, að stofna söluskrifstofur eða kaupa sig inn í fyrirtæki. „Við erum samt fyrst og fremst að skoða áframhaldandi samstarf með þeim sem við höfum unnið með. Á Mön var t.d. umboðsaðili sem hafði þjónað okkur lengi. Við stofnuðum fyrirtæki og fengum hluta af starfsfólkinu. Þar erum við að byggja á traustum grunni því að þetta er fólk sem þekkir okkar starf- semi. Það getur verið að við myndum gera eitthvað svipað með okkar umboðsaðila í Þýskalandi," heldur Róbert áfram. Hlutabréfin hafa hældrað Þegar tölur ber á góma segir hann markmiðið að ná 25 prósenta innri vexti hjá Delta á ári og tek- ur þá fyrirtækjakaup ekki með í myndina en telur vöxtinn í rauninni meiri. „Við settum okkur það markmið að ná 30 pró- senta hagnaði fyrir vexti, afskriftir og skatta og erum líka tals- vert yfir þeim væntingum. I ár ætlum við að skila 400 milljóna króna hagnaði af starfseminni á Islandi. Við vorum á áætlun fyrstu sex mánuði ársins þrátt fyrir 200 milljóna gengistap sem að sjálfsögðu var ekki inni í áætlunum þannig að við hefðum gert 200 milljónum króna betur ef það hefði ekki komið til. Við höfum ekki gefið út áætlanir fyrir árið 2002 fyr- ir Pharmamed en á haustmánuðum munum við klára að ijár- magna kaupin á verksmiðjunni hér og munum þá að sjálf- sögðu gefa út endanlegar rekstraráætlanir. Við höfum sett okkur það markmið að fjármagna helminginn með skulda- bréfum og helminginn með nýju hlutafé.“ - Hlutabréfamarkaðurinn hefur ekki verið neitt sérstaklega líflegur á þessu ári. Ertu ekkert hræddur um að tímasetning- in sé slæm? „Nei. Markaðurinn hefur almennt verið dapur heima allt þetta og síðasta ár en við höfum verið að skila góðum hagn- aði. Við vorum með 2,1 milljarð í veltu á síðasta ári og skil- uðum yfir 200 milljónum í hagnað, og erum að auka hagnað- inn aftur verulega núna. Okkar hlutabréf hafa hækkað í takt við það. Seint á haustmánuðum 1999 vorum við með gengi 12,50 en erum í kringum 30 núna þannig að Delta er eitt þeirra fáu fyrirtækja sem hefur verið að auka verðmæti sitt umtalsvert á þessu ári. Eg held að markaðurinn þurfi að velja fyrirtækin betur og þá kannski færri félög fyrir vikið. Delta er áhugavert fyrirtæki að fjárfesta í til lengri tíma litið þannig að ég met svo stöðuna að það verði ekki vandamál fyrir okkur að selja þennan hlut. Það hefur verið mikill áhugi á bréfum Delta, stórir hlutir á fárra manna höndum og ég á ekki von á að það breytist," segir hann. H3 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.