Frjáls verslun - 01.08.2001, Blaðsíða 34
FYRIRTÆKI KONUR í STJÓRNUIVI
nefndum fyrir bókasafnsfræðinga, stundakennara við HÍ og
menntamálaráðuneytið. Kristin var um skeið formaður Fé-
lags bókavarða í rannsóknarbókasöfnum og formaður undir-
búningsnefndar ráðstefnu um bókasafns- og upplýsingamál,
NORD IoD, sem hér var haldin sl. vor. Kristín er fimmtug,
systir Finns Geirssonar forstjóra Nóa-Síríusar. Hún hefur
M.A.-próf frá Bandaríkjunum og er nú deildarstjóri upplýs-
ingaþjónustu Alþingis og stundakennari við Háskóla íslands.
Hún er búsett í Reykjavík.
Jóhanna Reynisdóttir
Sveitarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd
Jóhanna hefur setið í stjórn Sparisjóðsins í Keflavík í tæplega
eitt ár. Hún hefur einnig setið í launanefnd sveitarfélaga í
a.m.k. sex ár, Hafnasamlagi Suðurnesja frá 1996, almanna-
varnanefnd Suðurnesja frá 1994 og ijárhagsnefnd Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum. Hún er 43 ára og hefur verslun-
arpróf og endurmenntun í rekstri og viðskiptafræðum frá
Endurmenntun Háskóla íslands.
Edda Rós Karlsdóttir
Hagfræðingur
I stjórn Landsvirkjunar situr Edda Rós Karlsdóttir, hagfræð-
ingur frá Háskólanum í Kaupmannahöfn og forstöðumaður
greiningardeildar Búnaðarbanka íslands. Hún kom inn í
stjórnina í apríl á þessu ári. Edda Rós er fædd árið 1965 og
alin upp í Keflavík.
Ingibjörg Sigmundsdóttir
Garðyrkjubóndi í Hveragerði
Ingibjörg hefur setið í stjórn Rarik í þrjú ár og er fyrsta og
eina konan sem kemur þar í stjórn. Ingibjörg hefur mikla
reynslu af félagsmálum, hún var í bæjarstjórn Hveragerðis í
Unnur Þórðardóttir húsmóðir sit-
ur í stjórn Hampiðjunnar.
Mynd úr einkasafni
12 ár, þar af var hún forseti bæjarstjórnar í fjögur ár, og sat í
bæjarráði. I gegnum bæjarmálin gegndi hún ýmsum trúnað-
arstörfum og má sem dæmi nefna setu hennar í stjórn Veitu-
stofnana Hveragerðisbæjar í sex ár. Ingibjörg er 45 ára Hver-
gerðingur, leikskólakennari að mennt.
Sigríður Smith
Húsmóðir
Hefur setið í stjórn Sparisjóðs vélstjóra frá 1994 og gegnir nú
starfi varaformanns. Sigríður var formaður í kvenfélaginu
Keðjunni, félagi vélstjórakvenna, í 30 ár en lét af því starfi í
fyrra. Aður gegndi hún ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið.
Sigríður er fædd 4. nóvember 1930 og alin upp í Reykjavík.
Margrét Sighvatsdóttir
Húsmóðir
Hefur verið meðstjórnandi í stjórn Vísis, sem er ijölskyldufyr-
irtæki í Grindavík, frá 1978. Margrét er fædd 23. maí 1930,
gagnfræðingur og tónlistarmenntuð. Hún er í kirkjukórnum í
Grindavík og situr í stjórn hans, einnig í sóknarnefnd Grinda-
víkurkirkju. Margrét er fv. leiðbeinandi í tónlist og ráðskona
hjá Vísi hf. ffij
Konur sem varamenn
Konunum snar fjölgar þegar litið er á varastjórnir fyrirtækja. Eftir því
sem næst verður komist eru þær tólf sem sitja í varastjórn félaga á
Verðbréfaþingi. I þeim hópi ber bankana hæst. Meðan aðeins ein
kona situr sem aðalmaður í bankaráði Búnaðarbankans eru þær
margar varamenn í bankaráði, hvort heldur það er hjá Búnaðarbank-
anum eða Landsbanka Islands. I bankaráði Landsbankans sitja sem
varamenn þær Þórunn K. Þorsteinsdóttir, Elsa B. Friðfinnsdóttir, að-
stoðarmaður heilbrigðisráðherra, Elín Björg Magnúsdóttir og Jó-
hanna Engilbertsdóttir, deildarstjóri hjá BHM. Þrjár konur eru vara-
menn í bankaráði Búnaðarbankans, þær Anna Þóra Baldursdóttir,
Vigdís Hauksdóttir og Helga Thoroddsen.
Hvað önnur félög varðar má nefna Ernu Kristjánsdóttur, sem
situr í varastjórn Delta en hún hefur áður setið í aðalstjórn fyrir-
tækisins, Gerði S. Tómasdóttur, sem er varamaður hjá Þorbirni-
Fiskanesi, Sigurlaugu Jónsdóttur, sem er varamaður í stjórn SS,
Önnu Margréti Guðmundsdóttur, í varastjórn VÍS, Kristínu Jó-
hannesdóttur, lögfræðing og framkvæmdastjóra Gaums, sem sit-
ur í varastjórn Baugs og Guðnýju Sigurðardóttur viðskiptafræð-
ings, sem situr í varastjórn Skagstrendings. í varastjórn
Landssímans eru Anna Kristín Gunnarsdóttir, Hansína Björgvins-
dóttir, Helga E. Jónsdóttir og Lilja Steinþórsdóttir. Hjá Samskipum
er Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor í rafmagnsverkfræði við HÍ,
varamaður í stjórn. I varastjórn Skinneyjar-Þinganess eru þær
Gréta Friðriksdóttir, nemi á Hornafirði, og Guðrún Ingólfsdóttir,
ellilífeyrisþegi á Hornafirði. I varastjórn Hitaveitu Suðurnesja sit-
ur Jóhanna María Einarsdóttir ijármálastjóri. I varastjórn Mjólkur-
bús Flóamanna er María Hauksdóttir, bóndi í Geirakoti. í vara-
stjórn Landsvirkjunar má finna nöfn á borð við Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur borgarstjóra, Sigríði Hjartar lyfjafræðing og Vigdísi
M. Sveinbjörnsdóttur bónda. Elínborg Bessadóttir, bóndi á Hof-
staðaseli í Skagafirði, er varamaður í stjórn KS. í varastjórn Vísis
hf. í Grindavík situr Kristín Elísabet Pálsdóttir leikskólakennari,
dóttir hjónanna Páls Hreins Pálssonar og Margrétar Sighvatsdótt-
ur, en fyrirtækið er i eigu þeirra hjóna og barna þeirra. S3
34