Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2001, Síða 34

Frjáls verslun - 01.08.2001, Síða 34
FYRIRTÆKI KONUR í STJÓRNUIVI nefndum fyrir bókasafnsfræðinga, stundakennara við HÍ og menntamálaráðuneytið. Kristin var um skeið formaður Fé- lags bókavarða í rannsóknarbókasöfnum og formaður undir- búningsnefndar ráðstefnu um bókasafns- og upplýsingamál, NORD IoD, sem hér var haldin sl. vor. Kristín er fimmtug, systir Finns Geirssonar forstjóra Nóa-Síríusar. Hún hefur M.A.-próf frá Bandaríkjunum og er nú deildarstjóri upplýs- ingaþjónustu Alþingis og stundakennari við Háskóla íslands. Hún er búsett í Reykjavík. Jóhanna Reynisdóttir Sveitarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd Jóhanna hefur setið í stjórn Sparisjóðsins í Keflavík í tæplega eitt ár. Hún hefur einnig setið í launanefnd sveitarfélaga í a.m.k. sex ár, Hafnasamlagi Suðurnesja frá 1996, almanna- varnanefnd Suðurnesja frá 1994 og ijárhagsnefnd Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Hún er 43 ára og hefur verslun- arpróf og endurmenntun í rekstri og viðskiptafræðum frá Endurmenntun Háskóla íslands. Edda Rós Karlsdóttir Hagfræðingur I stjórn Landsvirkjunar situr Edda Rós Karlsdóttir, hagfræð- ingur frá Háskólanum í Kaupmannahöfn og forstöðumaður greiningardeildar Búnaðarbanka íslands. Hún kom inn í stjórnina í apríl á þessu ári. Edda Rós er fædd árið 1965 og alin upp í Keflavík. Ingibjörg Sigmundsdóttir Garðyrkjubóndi í Hveragerði Ingibjörg hefur setið í stjórn Rarik í þrjú ár og er fyrsta og eina konan sem kemur þar í stjórn. Ingibjörg hefur mikla reynslu af félagsmálum, hún var í bæjarstjórn Hveragerðis í Unnur Þórðardóttir húsmóðir sit- ur í stjórn Hampiðjunnar. Mynd úr einkasafni 12 ár, þar af var hún forseti bæjarstjórnar í fjögur ár, og sat í bæjarráði. I gegnum bæjarmálin gegndi hún ýmsum trúnað- arstörfum og má sem dæmi nefna setu hennar í stjórn Veitu- stofnana Hveragerðisbæjar í sex ár. Ingibjörg er 45 ára Hver- gerðingur, leikskólakennari að mennt. Sigríður Smith Húsmóðir Hefur setið í stjórn Sparisjóðs vélstjóra frá 1994 og gegnir nú starfi varaformanns. Sigríður var formaður í kvenfélaginu Keðjunni, félagi vélstjórakvenna, í 30 ár en lét af því starfi í fyrra. Aður gegndi hún ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Sigríður er fædd 4. nóvember 1930 og alin upp í Reykjavík. Margrét Sighvatsdóttir Húsmóðir Hefur verið meðstjórnandi í stjórn Vísis, sem er ijölskyldufyr- irtæki í Grindavík, frá 1978. Margrét er fædd 23. maí 1930, gagnfræðingur og tónlistarmenntuð. Hún er í kirkjukórnum í Grindavík og situr í stjórn hans, einnig í sóknarnefnd Grinda- víkurkirkju. Margrét er fv. leiðbeinandi í tónlist og ráðskona hjá Vísi hf. ffij Konur sem varamenn Konunum snar fjölgar þegar litið er á varastjórnir fyrirtækja. Eftir því sem næst verður komist eru þær tólf sem sitja í varastjórn félaga á Verðbréfaþingi. I þeim hópi ber bankana hæst. Meðan aðeins ein kona situr sem aðalmaður í bankaráði Búnaðarbankans eru þær margar varamenn í bankaráði, hvort heldur það er hjá Búnaðarbank- anum eða Landsbanka Islands. I bankaráði Landsbankans sitja sem varamenn þær Þórunn K. Þorsteinsdóttir, Elsa B. Friðfinnsdóttir, að- stoðarmaður heilbrigðisráðherra, Elín Björg Magnúsdóttir og Jó- hanna Engilbertsdóttir, deildarstjóri hjá BHM. Þrjár konur eru vara- menn í bankaráði Búnaðarbankans, þær Anna Þóra Baldursdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Helga Thoroddsen. Hvað önnur félög varðar má nefna Ernu Kristjánsdóttur, sem situr í varastjórn Delta en hún hefur áður setið í aðalstjórn fyrir- tækisins, Gerði S. Tómasdóttur, sem er varamaður hjá Þorbirni- Fiskanesi, Sigurlaugu Jónsdóttur, sem er varamaður í stjórn SS, Önnu Margréti Guðmundsdóttur, í varastjórn VÍS, Kristínu Jó- hannesdóttur, lögfræðing og framkvæmdastjóra Gaums, sem sit- ur í varastjórn Baugs og Guðnýju Sigurðardóttur viðskiptafræð- ings, sem situr í varastjórn Skagstrendings. í varastjórn Landssímans eru Anna Kristín Gunnarsdóttir, Hansína Björgvins- dóttir, Helga E. Jónsdóttir og Lilja Steinþórsdóttir. Hjá Samskipum er Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor í rafmagnsverkfræði við HÍ, varamaður í stjórn. I varastjórn Skinneyjar-Þinganess eru þær Gréta Friðriksdóttir, nemi á Hornafirði, og Guðrún Ingólfsdóttir, ellilífeyrisþegi á Hornafirði. I varastjórn Hitaveitu Suðurnesja sit- ur Jóhanna María Einarsdóttir ijármálastjóri. I varastjórn Mjólkur- bús Flóamanna er María Hauksdóttir, bóndi í Geirakoti. í vara- stjórn Landsvirkjunar má finna nöfn á borð við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, Sigríði Hjartar lyfjafræðing og Vigdísi M. Sveinbjörnsdóttur bónda. Elínborg Bessadóttir, bóndi á Hof- staðaseli í Skagafirði, er varamaður í stjórn KS. í varastjórn Vísis hf. í Grindavík situr Kristín Elísabet Pálsdóttir leikskólakennari, dóttir hjónanna Páls Hreins Pálssonar og Margrétar Sighvatsdótt- ur, en fyrirtækið er i eigu þeirra hjóna og barna þeirra. S3 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.