Frjáls verslun - 01.08.2001, Blaðsíða 98
VIDTÚL VIÐ FORSTJORfl Á flÐALLISTfl
Júlíus Vífill Ingvarsson, framkvæmdastjóri lngvars Helgasonar hf. „Ég
sé engin sérstök merki þess að bílainnflutningur sé að koma til á
næstu 12 mánuðum, því miður. “
óamclfHÍttuf* meii+i
c/t áa’f/uo oui'
Augljósasti munur fyrstu sex mánuðina í ár og í fyrra er að
á síðastliðnu ári dróst bílainnflutningur saman um 10 pró-
sent frá árinu 1999. Samdráttur þessa árs frá fyrra ári er
hins vegar þegar orðinn 45 prósent og því langt umfram það
sem almennt var talið í bílgreininni að .gerast myndi á þessu
ári,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, framkvæmdastjóri Ingvars
Helgasonar hf. og Bílheima ehf.
„Gengisþróun síðastliðins árs var nokkuð stöðug allt árið en
á þvi verða miklar breytingar strax í upphafi þessa árs. Þróun
gengis þessa árs vegna veikrar stöðu krónunnar hefur haft
gríðarleg áhrif á innflutningsgreinar almennt. Vegna þess
hversu erlendir gjaldmiðlar hafa hækkað hratt hefur hækkun-
inni ekki verið velt beint út í verðlagið en það er alveg Ijóst að
það mun gerast, enda af og frá að innflytjendur geti haldið niðri
verðlagi á eigin reikning. Margir bílainnflytjendur hafa verið að
nota fyrri hluta þessa árs til þess að vinna sig inn í eðlilega
birgðastöðu sem sennilega er komin í viðunandi horf um þess-
ar mundir miðað við eftirspurn," segir hann.
- Hvernig meturðu horfúrnar næstu tólf mánuðina?
„Eg sé engin sérstök merki þess að bílainnflutningur sé að
koma til á næstu 12 mánuðum, því miður. Efnahagsspár reikna
með að fjárfesting minnki verulega og að einkaneysla dragist
saman. Það eru, að því er virðist, engin teikn á lofti um að krón-
an muni styrkjast á næstunni. Þess vegna má reikna með að
verð á innfluttum vörum haldi áfram að hækka og verð á nýj-
um bílum hækki hægt og bítandi á næstu mánuðum. SD
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda. „Ohæft er að starfa í sjávar-
útvegi við síbreytilega umgjörð og óvissu og því er eftirsóknarvert að
þeirri óvissu verði eytt. “ Mynd: Geir Ólafsson
f
fSlcuyu (){() ómmw
Síðastliðið eitt og hálft ár hefur aðallega einkennst af sveifl-
um á gengismörkuðum og hlutabréfamörkuðum. Veiði
innan landhelgi og utan hefur gengið bærilega og þá sér-
staklega veiði á uppsjávarfiski þar sem kolmunni veiðist meira
en áður. Þá hefur verð á fiskimjöli og lýsi hækkað. 50 daga
stöðvun á rekstri fiskiskipaflota í mars og apríl á þessu ári er
neikvæð fyrir rekstur sjávarútvegsfyrirtækja og sama gildir um
samskipti við sjómenn. Að öðru leyti eru það þá fyrst og fremst
breytingar á gengi íslensku krónunnar sem hafa haft þau áhrif
að erlendar skuldir hafa hækkað hjá fyrirtækinu og myndað
gengistap en af sömu ástæðu má gera ráð fyrir því að framtíð-
artekjur verði hærri,“ segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri
Granda.
- Hvernig meturðu horfurnar næstu 12 mánuði?
„Ef litið er fram hjá síðustu heimsviðburðum má gera ráð fyrir
að næstu 12 mánuðir í veiðum og vinnslu á fiski við íslands-
strendur líti ágætlega út. Ef fiskveiðistjórnunarkerfið festir sig
vel í sessi eru miklir möguleikar á frekari hagræðingu í sjávar-
útvegi og ætti atvinnugreinin að geta verið arðsöm. Þannig ætti
að skapast rúm til að greiða niður skuldir þó ætíð sé mikilvægt
að fjárfesta í nýrri þróun. Margar endurskoðanir hafa verið
gerðar á fiskveiðistjórnarkerfmu, svo sem hlutur smábáta,
kvótaþing sett á og tekið af o.fl. Óhæft er að starfa í sjávarút-
vegi við síbreytilega umgjörð og óvissu og því er eftirsóknar-
vert að þeirri óvissu verði eytt. ffi]
98