Frjáls verslun - 01.08.2001, Blaðsíða 68
VERÐBRÉFAÞING FYRSTU SEX IVIÁNUÐINfl
Erflðir tímar!
Það eru erfiðir tímar í atvinnulífinu. Afkoma 49 fyrir-
tækja á Verðbréfaþingi varum 11,5 milljördum verri
fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við sömu mánuði í
fyrra. Verð hlutabréfa hefur nánast hrunið og dregið
hefur úr trú almennings á fárfestingum í hlutabréfum.
Arás hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. septembersl.
eykursvo enn á óvissuna!
Eftír Jón G. Hauksson
lensku krónunnar verði 135 í árslok. Eða með öðrum orðum að
gengi krónunnar muni styrkjast til áramóta, en gengisvísitalan var
t.d. 141 hinn 1. október sl. Þetta þýðir að Islandsbanki er nokkuð
bjartsýnn í gengismálum.
Fjallið er farið Það sem einkennir íslenskt viðskiptalíf er hve
verð hlutabréfa hefur lækkað ótrúlega mikið á einu og hálfu ári.
Lækkunin er orðin miklu meiri en nokkurn óraði fyrir. Þannig má
segja að „fjallið sé farið“ á hlutabréfamarkaðnum, allar verðhækk-
anir hlutabréfa sem hófust með miklu skriði um mitt árið 1999 eru
gengnar til baka - og gott betur. Urvalsvísitala Verðbréfaþings er
á svipuðu róli og í byijun ársins 1997, eða iýrir fimm árum.
Afkomutölurnar eru rauðar!“ Þannig verður afkomu lýrir-
tækja á Verðbréfaþingi best lýst fýrstu sex mánuði þessa árs.
Það eru ár og dagar síðan jafnmikill viðsnúningur hefur ver-
ið til hins verra á jafnskömmum tíma í íslensku viðskiptalífi. Af-
koma 49 fýrirtækja á Verðbréfaþingi var um 11,5 milljörðum verri
á fýrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sömu mánuðina í fýrra.
Þau töpuðu um 7 milljörðum en skiluðu 4,5 milljarða hagnaði á
sama tíma í fýrra. Afskrift viðskiptavildar Össurar vegna
kaupanna á bandaríska fýrirtækinu Flex Foot og fleiri fýrirtækj-
um er höfð utan við þessar tölur. Þegar þetta er skrifað liggja íýr-
ir sex mánaða uppgjör hjá 52 fýrirtækjum á þinginu og voru 35
þeirra rekin með tapi. Það er ljóst að gengisfall krónunnar sem
hófst sl. haust og náði hámarki um miðjan júní sl. hefur haft ótrú-
leg áhrif á afkomuna og sýnist sem fýrirtækin hafi verið einstak-
lega illa varin fýrir gengisfalli krónunnar.
Betri tíð í vændum? Greiningardeild íslandsbanka birti nýlega
forvitnilega skýrslu um afkomu félaga á Verðbréfaþingi og þar er
þvi spáð að afkoma margra íýrirtækja á þinginu muni batna til
muna á síðari hluta þessa árs og segir bankinn meðal annars um
spá sína: „Hagnaður þeirra fýrirtækja, sem spáð er fýrir, verður
samtals 8,2 milljarðar króna árið 2001 samanborið við samtals 2,4
milljarða kr. hagnað árið 2000 sé litið fram hjá afskrift viðskipta-
vildar Össuar.“ Spá bankans um gengisþróun næstu mánaða veg-
ur þyngst í þessari spá, en hann spáir því að gengisvísitala ís-
Afkoma 49 fyrirtækja á Verðbréfaþingi var um 11,5 millj-
örðum verri á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við
sömu mánuðina í fyrra. Þau töpuðu um 7 milljörðum en
skiluðu 4,5 milljarða hagnaði á sama tíma í fyrra.
Urvalsvísitalan VÞI
jan. 1997 - sept. 2001
Vandi Flugleiða Áhrif hryðjuverkanna í Bandaríkjunum hafa
þegar sett mark sitt á ferðaþjónustu um allan heim. Flest flugfélög
hafa fundið fyrir minnkandi sölu flugfarseðla. Spurningin sem
flestir spyrja sig er sú hve lengi mun samdráttarskeiðið í flugsam-
göngum standa og hvenær ferðaþjónustan nái aftur sinni fyrri
stöðu. Flugleiðir eru eitt margi'a félaga sem hafa brugðist við sam-
drættinum og félagið tilkynnti föstudaginn 28. september sl.
Jjöldauppsagnir, en það mun segja upp 183 starfsmönnum og
fækka stöðugildum um 273. Óhætt er að segja að um „svartan
dag“ hafi verið að ræða hjá starfsmannadeild Flugleiða. Þess má
geta að Flugleiðir voru reknar með tæplega 1,6 milljarða tapi
fýrstu sex mánuði ársins miðað við um 1,2 milljarða tap sömu
mánuði í fýrra. Vandi Flugleiða var því ærinn fýrir hryðjuverka-
árásina í Bandaríkjunum, en Sigurður Helgason, forstjóri Flug-
leiða, hefur sagt að félagið geri ráð fyrir að afkoma félagsins versni
um einn milljarð á þessu ári vegna áhrifa af hryðjuverkunum.
Vaxandi tal um kreppu Erfitt er að átta sig á þvi hvort viðskipta-
lífið muni taka við sér á ný í vetur eða hvort flest fyrirtæki reyni
frekar að halda sjó í stað þess að sigla harkalega í gegnum öldurn-
ar. Eitt er víst að tónninn í fólki er allt annar í byrjun þessa vetrar
en á undanförnum árum. Tal um kreppu
og atvinnuleysi er vaxandi og margir
óttast um atvinnu sína, enda eru
fréttir af uppsögnum orðnar tíðari.
Flestir stjórnendur í atvinnulif-
inu bíða í ofvæni eftír vaxta-
lækkun hjá Seðlbankan-
um á sama tíma og þeir
hafa flestir hafið tiltekt
í eigin garði. 33
Oll verðhœkkunin sem varb
á hlutabréfamarkaðnum er
gengin til baka - oggott betur.
Urvalsvísitalan er núna á
svipuðu róli og í byrjun árs-
ins 1997, eða fyrir tœþlega
fimm árum.
1.037
TT
1/1 ‘97
1/1 ‘98
1/1 ‘99
1/1 ‘00
1/1 ‘01 28/09 ‘01