Frjáls verslun - 01.08.2001, Blaðsíða 74
SETIÐ FYRIR SVðRUIVI
3. Fylgjandi vaxtalækkun? ,Já, vextir verða að lækka því
enginn atvinnurekstur þolir til lengdar núverandi vaxtastig.
Vaxtamunur milli Islands og helstu viðskiptalanda okkar er
nú á milli 7 og 8%. Raunvextir þurfa að lækka um a.m.k. 2 %
og nafnvextir í takt við lækkandi verðbólgu."
4. Er botninum náð á hlutabréfamarkaðnum? „I ljósi
hörmulegra atburða nýverið á ég von á að hlutabréfaverð
lækki nokkuð og haldist áfram lágt um sinn. Eg held að hluta-
bréfamarkaður taki við sér á nýju ári og hef þá trú að innlend-
ur hlutabréfamarkaður taki íýrr við sér en erlendir."
5. Er ástæða til að óttast djúpa efnahagslægð í heiminum?
„Hagvaxtarspáin ein og sér gefur ekki tilefni til að ætla að
efnahagslægðin verði djúp. Atburðirnir í Bandaríkjunum hafa
þó sett strik í reikninginn og á ég von á að fyrstu áhrifin muni
verða nokkur samdráttur, en að jákvæð merki fari að koma í
ljós á nýju ári og þá rétti hagkerfið úr kútnum.“
6. Forgangsverkefni stjórnenda í íslenskum íyrirtækjum
næstu tólf mánuðina? „Að aga reksturinn í samræmi við
umhverfið og leggja áherslu á niðurgreiðslu skulda umfram
nýtjárfestingar. Enn fremur að huga að vörnum gagnvart ytri
sveiflum.“
7. Eru lánastofnanir of útlánaglaðar á uppgangstímum - en
skrúfa síðan of harkalega fyrir útlán á samdráttartímum?
„Utlánaþróun bankanna skýrist annars vegar af rekstrarum-
hverfinu og hins vegar af getu bankanna til að lána út fjár-
muni með tilliti til eiginijárhlutfalls. Ekki er loku fýrir það
skotið að bankarnir hafi líkt og aðrir smitast af þeirri bjart-
sýni sem ríkti í uppsveiflunni. Búnaðarbankinn mun reyna
eftir mætti, komi til niðursveiflu, að standa við bakið á góðum
viðskiptavinum."
8. Verða erlendir bankar stórir hluthafar í íslenskum lána-
stofnunum? „Ef einn erlendur banki brýtur ísinn, og tekur
ráðandi stöðu í íslenskum banka, hygg ég að fleiri muni fýlgja
á eftir. Önnur þróun sem ég get séð fýrir er að erlendir bank-
ar eigi hér nokkurn hlut, 5-20 %, og að um náið samstarf verði
að ræða milli bankanna."
9. Breytist gengi krónunnar verulega á næstu tólf mánuðum?
„Margar ólíkar breytur hafa áhrif á gengi krónunnar. Raun-
gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum er hátt í
sögulegu samhengi og á ég því ekki von á verulegum breyt-
ingum á næstunni. Þetta ræðst þó m.a. af því að verðbólga fari
lækkandi." - flrni Tómasson. 55
Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings: „Verð hlutabréfa hangir
saman við annars vegar vaxtastig og hins vegar rekstrarárangur
jyrirtœkjanna. “
Mest á óvart?: »Hversu berskjaldaðir
efnahagsreikningar margra fyrirtækja
hafa verið fyrir breytingum á gengi
krónunnar og hversu mikið gengi krón-
unnar hefur sveiflast, oft á tíðum í litl-
um viðskiptum.“ - Sigurður Einarsson.
< Íuju/hÍu/1 &uiaf\S'Son
1. Mest á óvart í viðskiptalífinu á árinu? „Hversu ber-
skjaldaðir efnahagsreikningar margra fyrirtækja hafa verið
fyrir breytingum á gengi krónunnar og hversu mikið gengi
krónunnar hefur sveiflast, oft á tíðum í litlum viðskiptum án
þess að áþreifanleg rök hafi verið að baki sveiflunum."
2. Jákvæðustu tíðindin úr íslensku viðskiptalífi á árinu?
„Framrás fyrirtækja tengdum heilsugeiranum á erlendum
mörkuðum, þar má nefna kaup Össurar á bandarískum keppi-
nautum, samruna Pharmaco og BalkanPharma, ýmsir samn-
74