Frjáls verslun - 01.08.2001, Blaðsíða 60
Þeir voru heldur óhefðbundnirfyrirlesararnir á rábstefnunni„Leyndardómarfótboltaspilsins. “Englendingarnir Colin Lamberton & Seyoan Vela
frá auglýsingastofunni St. Luke's í London voru eins og heima hjá sér á sviðinu í Iðnó.
St. Luke's auglýsingastofan í London er engin venju-
leg auglýsingastofa. Þar er nánast allt með öfugum
formerkjum miðað við venjuleg fyrirtœki. Engu að
síður er St. Luke's ein vinsælasta auglýsingastofa í
Bretlandi um þessar mundir. Colin Lamberton og
Seyoan Vela frá St. Luke's voru á ráðstefnu auglýs-
ingastofunnar XYZETA á dögunum.
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Olafsson
Síbreytilegt umhverfi Á St. Lukes's auglýsingastofunni er svo
sannarlega unnið í opnu rými sem raunar er svo opið að eng-
inn á sér fastan samastað, ekki er unnið við skrifborð, eða að
minnsta kosti ekki sama skrifborð og deginum áður, enginn
hefur fasta tölvu og símarnir bíða bara á borði í afgreiðslunni
þegar starfsfólkið mætir til vinnu. Reyndar er nokkuð víst að af-
greiðslan lítur ekki eins út lengi í einu og ef viðskiptavinurinn
hefur t.d. ekki komið í flórar vikur eða svo mætir honum um-
hverfi sem er gjörólíkt þvi sem hann sá síðast. Mikil áhersla er
lögð á að hafa umhverfið síbreytilegt, „rótera“ eftír fremsta
megni og gæta þess að hvergi myndist kyrrstaða. Kyrrstaða er
nefnilega bannorð í auglýsingabransanum.
ú mætir í vinnuna, opnar hurðina og gengur inn. Ofur
venjulegur dagur sem byrjar eins og allir hinir dagarnir.
Hengir af þér yfirhöfnina, heilsar vinnufélögunum, færð þér
kaffi og sest við borðið þitt. Borðið? Hmmm...hvaða borð? Nú,
þetta með tölvunni þinni og dagbókinni auðvitað! Já, það
borð...sko, það er bara ekkert borð...
Enginn jafnari en annar Hugmyndafræðin á bak við St. Luke’s
er einföld. Allir sem starfa hjá fýrirtækinu eiga í þvi jafnan hlut og
enginn markar sér bás eða svæði. Þannig eru allir jafnir innan
fyrirtækisins, hvort sem þeir heita kaffi-(te) kona eða „art direct-
or“. Ekki svo jafnir þó að launin séu þau sömu, heldur er ein-
göngu hlutur þeirra í fyrirtækinu jafnstór. Það, að allir eiga jafn-
Kaffistofa St. Luke's er eins og lítið vinalegt kaffihús og hér og þar eru hengirúm, notalegir
sófar, skemmtileg horn eða bara leiksvæði með biliiardborðum og fótboltaspilum. Hugmyndin
með þessu er sú að til þess að vinna skapandi vinnu þurfi skapandi umhverfi.
60