Frjáls verslun - 01.08.2001, Blaðsíða 42
Hjónin Þorsteinn Pálsson, sendiherra í London, og Ingibjörg Rafnar í sendiherrabústaðnum í London. „ Við ræddum vitaskuld mikið pólitík,
segir Ingibjörg. „Þannig kemst maki stjórnmálamanns varla hjá þvt að verða meðvitað eða ómeðvitað mikilvœgur ráðgjafi. “
Ekki erfitt að yfi
Þorsteinn Pálsson, sendiherra í London, segir að það
hafi verið gaman í pólitíkinni fram á síðasta dag, en það
hafi reynst sér auðvelt að yfirgefa hana, hafa hestaskipti,
eins oghann orðarþað, oghefja embættisstörfí útland-
inu. Og vilji menn breyta til er London góður staður til
að fá nýja sýn á hlutina. Sigrún Davíðsdóttir ræðir hér
við hjónin Þorstein Pálsson og Ingibjörgu Rafnar.
Efitir Sigrúnu Davíðsdóttur Myndir: Cara Turner
ó það hafi verið gaman í pólitíkinni fram á síðasta dag var
ekkert erfitt að sleppa henni," segir Þorsteinn Pálsson sendi-
herra. Eftir að hafa verið í stjórnmálum frá blautu barnsbeini
þar sem hann hafði spreytt sig á öllu, sem þar var að hafa eins og
flokksformennsku og starfi forsætisráðherra, skipti hann um
braut, hvarf úr stjórnmálunum og gerðist embættismaður er
hann varð sendiherra í London fyrir tveimur árum. En það urðu
ekki síður umskipti fyrir konu hans, Ingibjörgu Rafnar, sem hætti
lögmennsku efdr þrettán ár í greininni. Það eru alltaf umskipti að
skipta um spor í lifinu og enn frekar þegar það fylgir því að flytja
til útlanda og hefla nýtt líf í nýju umhverfi.
Þorsteinn var vissulega búinn að reyna flest það sem sljórn-
málin bjóða upp á. Með námi í lögfræði var Þorsteinn blaðamað-
ur á Morgunblaðinu 1970-1975, tók embættispróf í lögfræði 1974
og var síðan ritstjóri Vísis 1975-1979. Sama ár varð hann fram-
kvæmdastjóri VSI og þvi starfi gegndi hann til 1983, er hann varð
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi, sem var
kjördæmi hans alla tíð. Þorsteinn var flármálaráðherra 1985-1987,
forsætisráðherra 1987-1988 og sjávarútvegsráðherra og dóms- og
kirkjumálaráðherra frá 1991 til 1999 er hann hætti í stjórnmálum.
Þorsteinn var formaður Sjálfstæðisflokksins í átta ár, frá 1983 og
þar til 1991 að Davíð Oddsson varaformaður bauð sig fram gegn
formanninum, sem eru ein mestu átök í síðari tíma íslenskri
stjórnmálasögu.
En Þorsteinn var ekki eini stjórnmálamaðurinn í Jjölskyld-
unni. Ingibjörg, sem tók einnig embættispróf í lögfræði, lauk þvi
1975, starfaði sem lögfræðingur en var einnig í Sjálfstæðisflokkn-
um, var borgarfulltrúi 1982-1986 og varaforseti borgarsþórnar
1982-1983. Hún þekkir þvi líka pólitíska lifið af eigin raun, auk
þess sem faðir hennar, Jónas G. Rafnar, var þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins um árabil. Nú hafa þau Þorsteinn og Ingibjörg komið
sér fyrir í sendiherrabústaðnum í London, en um leið hefur tek-
ið við líf miðaldra foreldra, þar sem börnin eru farin að heiman.
Börnin þijú eru öll á íslandi. Aðalheiður Inga, fædd 1974 er blaða-
maður, Páll Rafnar, fæddur 1977, er í heimspeki og forngrísku í
42