Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 33

Frjáls verslun - 01.05.2002, Page 33
Hilmar Agúst Hilmarsson er framkvæmdasflóri íslensk-sviss- neska einkaþotuiyrirtækisins Aviace AG og einn sex eig- enda þess. Aviace var stofnað um síðustu áramót af Hilmari og fimm Svisslendingum og hefur fyrirtækið það að markmiði að bjóða fyrirtækjum og sflórnendum þeirra upp á einkaþotur á samkeppnishæfu verði borið saman við verð flugfélaganna. Þetta gerir Aviace í gegnum flugklúbba sem starfræktir verða í öllum helstu löndum Evrópu. Aviace hefur þegar pantað 112 einka- þotur af gerðinni Eclipse 500 frá verksmiðju í Bandaríkjunum og er verið að stofna klúbbana. Fyrirtækið er sem sagt komið á fúfl- an skrið í undirbúningsvinnunni og er reyndar farið að skrá félaga í þá níu klúbba sem þegar hafa verið stofnaðir; í Sviss, Austurríki, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Luxemborg, Frakk- landi, Bretlandi og á Islandi. Fyrsta þotan hefur sig ekki til flugs fyrr en árið 2004 en þoturnar verða afhentar á tímabilinu 2004- 2006. Hilmar segist eiga von á því að pantaðar verði allt að því jafn margar þotur innan ekki alltof langs tíma, jafnvel strax á næsta ári, því að svo vel hafi fyrirtækinu verið tekið í stærstu viðskipta- löndunum, Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi og á Italíu. „Við ætluðum ekki að taka svona stórt skref. Við fórum til Bandaríkjanna og skoðuðum allt sem var í boði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þegar við fúndum Eclipse-fyrirtækið leist okkur svo vel á það að við ákváðum að slá til,“ segir hann um þá ákvörðun fyrirtækisins að panta 112 þotur strax í fyrsta skrefi. Viðtökurnar hafa verið vægast sagt frábærar. Breski klúbburinn telur sig þurfa 50 þotur til að sinna sínum markaði og klúbburinn í Norður-Þýskalandi telur sig þurfa 40 þotur þannig að ekki er víst að 112 þotur dugi til. Snýst um hreyfilinn Blaðamaður Fijálsrar verslunar hringdi í Hilmar þar sem hann var á flugsýningu í Sviss í lok maí og átti við hann smá spjall. Hann sagði þá m.a. að svissneskir sam- starfsmenn sínir væru vel þekktir í viðskiptaheiminum þar í landi. Stjórnarformaðurinn, Peter Pfister, ætti til að mynda hlut í mörgum fyrirtækjum, væri stjórnarformaður fyrirtækis sem heitir Simultan Solutions og ætti sæti í stjórn ýmissa annarra fyrirtækja. Hilmar sagði að Píister hefði átt upprunalegu hugmyndina um að stofna fyrirtæki um einkaþotur og fengið hana eftir hryðjuverkaárásina í Banda- ríkjunum 11. september. Hann hafi fljótlega fengið Hilmar og þá hina til liðs við sig og þeir hafi kannað markaðinn og möguleik- ana á hagstæðum þotukaupum. Þeir leituðu víða og römbuðu loks á Eclipse-verksmiðjuna sem þeim leist mjög vel á. Hilmar segir að Eclipse sé afar athyglisvert fyrirtæki með stóra og trausta hluthafa á bak við sig og góða og sterka stjórn. Það hafi einkaleyfi á framleiðslu á nýja Williams þotu- hreyflinum, sem eigi eftir að slá í gegn í flugheim- inum. Þessi hreyfill sé ódýr í kaupum og rekstri, hann sé bara 40 kg að þyngd og noti aðeins tjórðung af því eldsneyti sem aðrir hreyflar nota. Þessi nýi þotuhreyfill smellpassi að þörf- um Aviace og geri fyrirtækinu kleift að bjóða fylfllega samkeppnishæft verð, eða ijórðung af því sem önnur einkaþotufyrirtæki bjóða. „Skrokkurinn á flugvél er bara eins og hver annar skrokkur, þetta snýst fyrst og fremst um hreyfiflnn. EcUpse 500 þotan notar Utið eldsneyti, reyndar miklu minna eldsneyti en sambærilegar þotur, og hún er mjög létt. HilmarHilmarsson,framkvœmdastjóriAviaceAG t Sviss, hefurmikinn áhuga á útivist og fjallgöngum. Hér er hann í svissneskum skógi. Mynd: úr einkasajhi Hún er mun ódýrari í verði en aðrar þotur og kostar aðeins tjórð- ung af næstódýrustu þotunni. Hún er auk þess mun ódýrari í rekstri en sambærilegar þotur. Allt gerir þetta okkur kleift að bjóða einkaþotur á miklu lægra verði en hingað til hefur þekkst,“ sagði Hilmar í kappi við hátalarana á flugsýningunni. Gróðavænlegt fyrirtæki Eclipse 500 þotan kostar um 900 þús- und dollara stykkið og segir Hilmar að reikna megi með því að kaupverð hverrar vélar verði í kringum eina milljón dollara Eclipse 500 þotan notar miklu minna eldsneyti en sambærilegar þotur og hún er mjög létt. Hún er ódýr í verði og kostar aðeins fjórðung af næstódýrustu þotunni. Hún er auk þess mun ódýrari í rekstri en sambærilegar þotur. 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.