Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 57
LUNDÚNAPISTILL SIGRUNAR DflVÍÐSDÓTTUR
Richard Branson er þekkasti viðskiþtajöfurinn í bresku viðskiþtalífi.
Fyrirtœki hans, Virgin, er alþjóðlegt og þekkt og notarBranson sjálfan
sig oft á tíðum til að auglýsa afurðir þess.
ginnkeyptast fyrir gemsunum í Evrópu. Venjulega þegar Virgin
fer í samstarf við önnur fyrirtæki leggja þeir bara nafnið sitt til,
enda gulls ígildi. Hér slengja þeir 160 milljónum punda (um 20
milljörðum króna) á borðið í reiðufé og Sprint símafélagið það
sama. Ætlunin er að veltan verði orðin 3 milljarðar Bandaríkja-
dala (um 255 milljarðar króna) eftir þijú ár. Veltan hjá Virgin Atl-
antíc, flugfélagi Bransons á flugleiðum frá Englandi til staða utan
Evrópu, er 2,1 milljarður dala, (um 179 milljarðar króna) svo það
er ekkert lágflug á Virgin Mobile USA
Branson var hifður upp á farsímalíki Branson er auðvitað sann-
færður um að gemsarnir vestanhafs séu gulltrygg gróðaleið.
Þegar hann hóf gemsavíking nýlega með þvi að fljúga heilli
Virgin Atlantíc flugvél til New York, fullri af fjölmiðlafólki og
Branson telur sig vita hvers vegna
bandaríski gemsamarkaðurinn hefur verið
svona sljór miðað við þann evrópska;
símafyrirtækin hafi einfaldlega ekki kunnað
að þjóna viðskiptavinunum.
poppstjörnum, undirstrikaði hann að Virgin væri ekki að fara
neinu offari. Hann hefur tröllatrú á að samstarf við MTV muni
skila miklu. MTV fær reiðufé fyrir að auglýsa símana og sér svo
fram á gagnvirkt samband við gemsavædda áhorfendur. Það var
í þessari ferð að Branson lét hífa sig upp í krana í berrössuðum
búningi á farsímalíki áður en haldið var í glæsiveislu í uppgerðu
pakkhúsi.
Branson telur sig vita hvers vegna bandaríski gemsamark-
aðurinn hefur verið svona sljór miðað við þann evrópska; síma-
fyrirtækin hafi einfaldlega ekki kunnað að þjóna viðskiptavin-
unum. Aherslan hefur verið á áskriftasölu, þar sem þurftí heim-
ildir um viðskiptaferil, sem ungt fólk hefur auðvitað ekki. Virgin
Mobile USA stefnir á staðgreidd símakort. Viðskiptavinurinn
opnar svo símann með einu símtali. „Markaðskannanir sýna að
bandarískir unglingar bíða eftir sliku tækifæri," segir Branson,
líka studdur sögusögnum af markaðnum.
Branson er auðvitað sannfærður um að gemsarnir vestanhafs séu gulltrygg gróðaleið.
Hann hóf gemsavíking nýlega með því að fljúga heilli Virgin Atlantic flugvél til New
York, sneisafullri af fjölmiðlafólki og poppstjörnum. Það var í þessari ferð sem Branson
lét hífa sig upp í krana í berrössuðum búningi á farsímalíki áður en haldið var í
glæsiveislu í uppgerðu pakkhúsi.
57