Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 58
LUNDÚNAPISTILL SIGRUNAR DflVÍÐSDÓTTUR En það eru ekki bara þau Smart og Glaister, sem hafa auðgast á bóksölunni, heldur líka sölumenn þeirra. Fyrrum atvinnulausir námamenn hafa 77 þúsund pund í árslaun, sem eru dágóð laun hér. Sá tekjuhæsti ku hafa 250 þúsund pund í árslaun (um 25 milljónir króna). Min eina reynsla af viðskiptum við Virgin bendir ekki til þess að Branson-fyrirtækin skilji vel þarfir viðskiptavinanna. Það var ekki fyrr en eftír næstum klukkustundar bið í Virgin-lest útí á landi að við farþegarnir vorum upplýstir um af hverju biðin væri og að búast mættí við klukkutímaseinkun tíl viðbótar. Þó að þá væri ljóst að lestin kæmi ekki tíl London fyrr en eftír að neðan- jarðarlestirnar væru hættar að ganga fengum við ekki að vita það fyrr en í London að það væri reyndar búið að skipuleggja leigubílaakstur fyrir langþreytta farþega heim. Næst þegar ég fór í langferð tók ég bílinn. En kannski skilur Branson banda- ríska unglinga betur en Virgin-lestarfarþegana hér? 280 fyrirtæki undir Virgin-regnhlífinni í íjolmiðlum hér eru uppi efasemdir um vesturvíking Virgin. Það er erfitt að henda reiður á fjárhagsstöðu þeirra 280 fyrirtækja sem eru undir rauðu Virgin-regnhlífinni. Það er ekki vitað hversu mörg skila arði og hversu mörg lifa á millifærslum frá arðvænlegri Virgin- fyrirtækjum. Og svo er það auðvitað síðasta glappaskotið: Virgin Mobile í Singapúr, sem reyndist ekki eins pottþétt og Branson hélt og var lokað nýlega. En Branson ypptir öxlum, lærdómurinn frá Singapúr nýtist Virgin Mobile USA, segir hann. Nú er ætlunin að opna í Suður-Afríku innan árs og svo í Kanada. WorldCom sagan er auðvitað enn í fersku minni og ýtír undir vangaveltur á viðskiptasíðunum um vænleikann í Virgin Mobile. Reyndar er Virgin Mobile UK enn ekki farið að skila hagnaði, en Branson er líka sannfærður um að þar sé allt á réttrí leið. Bókafólkið samþykkti loksins viðtal Um það leytí sem Branson sveiflaði sér „allt-í-platí allsber" yfirTimes Square féllust forstjór- ar og stofnendur Book People á að láta taka við sig viðtal í dag- blaðinu Independent. Eg rak upp stór augu þegar ég fór að lesa um þessa stærstu bóksala hérlendis sem ég hafði aldrei heyrt nefnda þó að ég sé dyggur gestur í bókabúðum. En ég áttaði mig fljótt á að ég er ekki í markhópi Book People. Fyrirtækið hjólar í þá sem fara aldrei í bókabúðir og hafa varla lesið bækur - fyrr en þeir komast í tæri við Bókafólkið. Það þarf nokkra snilld tíl að láta sér detta í hug að ætla að koma fólki upp á að kaupa það sem það hefur aldrei keypt áður. Seni Glaister, þá 21 árs og nýbúin að eignast fyrsta barnið sitt, sat í eldhúsinu hjáTed Smart, 45 ára tjölskylduvini, dag einn árið 1988. Glaister var þá eins og núna hæg og stillt, grönn og nú- orðið Prada-týpa og þriggja barna móðir. Smart var hress eins og núna en bara ekki sérlega heppinn í lifinu. Var atvinnulaus með fjölskyldu á sínu framfæri, hafði verið lögga í Hong Kong, sölumaður, ljósmyndari og útgefandi, en ekkert hafði tekist með neinum glæsibrag. Smart spurði Glaister hvort hún kynni ekki eitthvað á tölvur. Þá gæti hún fengið vinnu í bílskúrnum hjá honum og tíu pund í vikulaun við að hjálpa honum að selja bækur tíl fólks, sem keypti annars aldrei bækur. Hún sló til. Núna er fyrirtækið metíð á 100 milljónir punda, (um 13 milljarða króna) viðskiptavinirnir eru 2,5 milljónir, þar af 2 milljónir í gegnum póstkröfu auk þeirra sem kaupa bækurnar þeirra á 30 þúsundum vinnustöðum, til dæmis skrifstofum, verksmiðjum og skólum. Viðskiptavinirnir, sem aldrei keyptu bækur, kaupa nú 14 milljónir bóka á ári. Sölumenn bóka með 25 milljónir í árslaun En það eru ekki bara þau Smart og Glaister sem hafa auðgast á bóksölunni, heldur líka sölumenn þeirra. Fyrrum atvinnulausir námamenn hafa 77 þús- und pund í árslaun, sem eru dágóð laun hér. Sá tekjuhæstí ku hafa 250 þúsund pund, (um 25 milljónir króna) sem slagar í for- stjóra í dágóðu fyrirtæki. Nýlega vígðu þau stóra vörugeymslu í Norður-Englandi og áætlað er að opna símamiðstöð á Indlandi tíl að taka við pöntunum. Það hefur sýnt sig að vera góð útgerð að selja þeim óbókelsku bækur. Margir viðskiptavinanna héldu sig bara frá bókum af því þær voru þeim of dýrar og bókabúðirnar óárennilegar. Áður en Jamie Oliver varð frægur sjónvarpskokkur var Bókafólkið búið að tryggja sér vænt upplag af honum. Þau hafa selt 600 þúsund eintök af bókunum hans og hann mætir með gleði á sölumanna- samkomur þeirra. Kokkabækur, bækur um garðyrkju, sem er þjóðaríþrótt Breta, og sorglegar bækur seljast best. Angela’s As- hes, hreinræktuð írsk eymd, seldist í hundruðum þúsunda ein- taka hjá Bókafólkinu, í viðbót við alþjóðlega sölu upp á milljónir. Hjá Bókafólkinu kostar myndskreytt kokkabók 7 pund, (um 910 krónur) en 19 pund í búð. Pakki með átta bókum er hafa hlot- ið Booker verðlaunin, virtustu bókmenntaverðlaunin hér, kostar tæp 60 pund í bókabúð en 10 pund hjá Bókafólkinu og það í sér- gerðum kassa. I fyrstu seldi Bókafólkið afgangslagera útgefenda og bækur sem enginn vildi líta við. Þannig er það ekki lengur. Af- nám verðhafta á breska bókamarkaðnum árið 1995 áttí drýgstan þátt í að auðvelda Bókafólkinu starfsemina. Bókaútgefendur yggla sig því þeir fá ekki mikið fyrir sinn snúð frá Bókafólkinu, en hver segir nei við stórsölum? Sama er með höfunda, sem fá miklu minna í sinn vasa, en hljóta á mótí rokna sölu. Bókabúðirnar eru lika óhressar, en eru samt varla að missa viðskiptavini. Enginn er glaður nema Bókafólkið en eng- inn segir neitt því það er litíð svo á að Bókafólkið rækti markað sem aðrir aðilar á bókamarkaðnum ná ekki til. Aðferðir Bókafólksins Ein ástæðan fyrir því að stofnendur Bóka- fólksins hafa hægt um sig er að þau vilja gjarnan sitja ein að mark- aðnum eins og hingað tíl, því starfsemi þeirra er ekki flókin. Sex sinnum á ári koma sölumenn Bókafólksins í heimsókn á vinnu- stað, skilja eftír 12-14 bækur í móttökunni svo starfsfólkið getí kíkt á bækurnar. Viku seinna kemur flutningabíll með lager í heim- sókn og selur þeim sem vilja kaupa. Svo er selt í póstkröfu, en ekki eins og í bókaklúbbunum þar sem maður þarf að afpanta bækur, sem maður vill ekki. Það á eftír að koma í ljós hvort Branson getur þanið sig yfir ameríska markaðinn, sem hingað tíl hefúr verið tor- sóttur evrópskum fyrirtækjum, sama á hvaða sviði er. Vísast á Branson eftír að sprikla aftur við sjósetningu annarra hugmynda. En það heyrist sennilega ekkert frekar af Bókafólkinu um langa hríð. Þau Glaister og Smart halda bara áfram að mala gull við að selja bækur tíl þeirra sem vissu ekki að þá langaði að lesa og halda áfram að fá þakkarbréf frá fólki sem segir þeim frá hvernig bækur Bókafólksins hafa gjörbreytt lífi þeirra. HD 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.