Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 68
V „Framsækið markaðs- og sölu- fyrirtæki fyrir sjávarafurðir“ ,A nœstu árum viljum við sjá SIF styrkja stöðu sína á þeim kjarnamörkuðum sem félagið hefur ákveðið að leggja meiri áherslu á, “segir Gunnar Örn Kristjáns- son, forstjóri SÍF. SIF samstæðan er öflugt markaðs-, sölu- og framleiðslu- fyrirtæki sjávarafurða, eitt hið stærsta á heimsvísu. Á vegum fyrirtækisins eru reknar verksmiðjur fyrir fullunnar sjávarafurðir í Frakklandi, Bandaríkjunum, Spáni, Kanada og Islandi. Þá rekur fyrirtækið bæði innkaupa- og söluskrifstofur í Bretlandi, Þýskalandi, Grikklandi, Litháen, Japan, Brasilíu, Noregi og Italíu. Auk þess á SÍF hlutdeild í fiskvinnslu og útgerðarfyrirtæki í Namibíu og á helmingshlut í framleiðslu- fyrirtæki í Færeyjum. Uppbygging erlendis „Segja má að alþjóðavæðing SÍF hafi hafist þegar fest voru kaup á fyrsta erlenda dótturfyrirtækinu í Frakk- landi fyrir rúmum áratug,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SIE „Fyrirtækið hefur lagt sérstaka áherslu á framleiðslu og sölu fullunninna sjávarafurða á franska smásölumarkaðinn og hefur í því samhengi byggt upp vörumerkið Delpierre með góðum árangri,“ segir Gunnar Örn. „Þá urðu miklar breytingar á starfsemi SÍF á árinu 1999, þegar fyrirtækið sameinaðist Islandssíld og skömmu síðar einnig Islenskum sjávarafurðum undir heitinu SÍF hf.“ Traust samslarf við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki Þrátt fyrir að um sölu- og framleiðslueiningar SÍF-sam- stæðunnar fari verulegt magn hráefnis frá hinum ýmsu löndum heims, skipa sjávarafúrðir frá Islandi mikilvæga kjölfestu í öllu starfi samstæðunnar. Vörur SÍF eru þekktar fyrir hátt gæðastig og fyrirtækið talið öflugur og traustur söluaðili á gæðavörum frá íslandi, en það skilar sér bæði i verðmætum og tjölbreytileika til samstarfs- aðila þess á Islandi. Markviss eftirfylgni með stefnu félagsins „Á næstu árum viljum við sjá SIF styrkja stöðu sína á þeim kjarna- mörkuðum sem félagið hefur ákveðið að leggja meiri áherslu á,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson. „Við ætlum okkur að auka hlutdeild okkar í þeim markaðshlutum sjávar- afurða sem vaxa hvað mest á þessum svæðum; á neytendamark- aði og í veitingahúsageiranum, enda sjáum við fram á að mikil- vægi hefðbundinna fiskmarkaða fari minnkandi með árunum á mörgum stöðum. Við ætlum okkur einnig að styrkja enn frekar samstarf dótturfélaga samstæðunnar, til dæmis á sviði sölu- og markaðsstarfs, og raunar er það starf nú þegar hafið. Það má segja að engar grundvallarbreytingar á starfsemi SÍF séu á dagskrá, heldur markviss vinna í samræmi við þá stefnumótun sem stjórn félagsins samþykkti í byijun síðasta árs.“ SIF hf. hefur skilgreint ijögur markaðssvæði sem kjarna- markað samstæðunnar, þ.e. Frakkland, Spán, Bretland og Bandaríkin, en þau ásamt starfsemi fyrirtækisins á íslandi mynda ákveðna kjölfestu í starfsemi fyrirtækisins og eru um leið þungamiðja fr ekari vaxtar fyrirtækisins á komandi árum. 33 Hilmar Jónsson, meistarakokkur og starfsmaður SIF Iceland Seafood Corþ. í Bandaríkjunum framreiðir hér vörur fyrirtœkisins á 70 ára afmæli SIF á vordögum. Laxareykingarverksmiðja SÍF í Frakklandi er ein fremsta sinnar tegundar í Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.