Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 28
SÉRFRÆÐINGAR SPfl í SPILIN Spumingfn tíl Þórís Þorvarðarsonar, ráðmngprstjóra hjá PWC, er þessi: Dauflegt hefur verið um að litast í mannaráðningum undanfarið ár og fáar stjórnunarstöður losnað. Hverjar eru atvinnuhorfurfyrir viðskiptafræðinga um þessar mundir? Huerjar eru atvinnuhorfur viðskiptafræðinga? Þórir Þorvarðarson, ráðningarstjóri hjá PWC: „Oftast stendur valið á milli fjölda einstaklinga sem eru með svipaða menntun og ræður þá persónuleikinn eða reynslan úrslitum." Atvinnuhorfur fyrir viðskiptafræðinga og ýmsa aðra hópa háskólamenntaðs fólks eru fremur erfiðar og það tekur þá nokkurn tíma að fá starf sem þeim frnnst viðunandi. Fáar stjórnunarstöður hafa losnað undan- farið ár og það sama á við um ýmis önnur störf, eins og sérfræðistörf, skrifstofustörf og störf við sölu- og markaðssetningu. Enda segir fólk síður upp starfi sínu þegar að þrengir en á uppgangstímum. Ymis teikn eru þó um að það sé að rofa til á vinnumark- aðnum. Þannig finnum við fyrir því að eftir- spurn eftir viðskiptafræðingum er að aukast og hún er talsvert meiri en á sama tíma í fyrra þegar fyrirtæki héldu að sér höndum vegna aukinnar svartsýni í efnahagslífinu sem átti rætur að rekja til verri afkomu fyrir- tækja í kjölfar gengisfalls krónunnar, vax- andi verðbólgu og hinna sálrænu áhrifa sem 11. september hafði. Síðan hefur gengi krón- unnar styrkst verulega, verðbólgan hjaðnað og bjartsýni almennt aukist. Hins vegar verður það ætíð svo að viðskiptafræðingar þurfa að búa við ákveðinn biðtíma eftir ásættanlegu starfi og getur sá tími varað frá nokkrum mánuðum upp í meira en eitt ár. Ungir viðskiptafræðingar með litla reynslu þurfa nánast undantekningarlaust að nálgast takmark sitt í þrepum og öðlast fyrst ákveðna reynslu sem gefur þeim færi á starf- inu sem þeir hafa augastað á. Hjá nýútskrif- uðum viðskiptafræðingum hafa atvinnu- horfur t.d. verið fremur daprar allt síðastliðið ár og margir af þeim sem útskrifuðust sl. vor fóru í þau sumarstörf sem þeir höfðu meðan þeir voru í námi. Margir þeirra eru því enn að leita að föstu starfi til lengri tíma. Þegar ráðið er í stjórnunar- og sérfræði- störf í fyrirtækjum er reglan í stuttu máli sú að sóst er eftir góðu valdi í mannlegum sam- skiptum, sjálfstæði, áhuga, frumkvæði og hæfileikum á sviði Jjármála- og markaðsmála. Um þessar mundir sýnist mér meira spurt eftir sérfræðikunnáttu á sviði fjármála en markaðsmála. Aldur og starfsreynsla vegur alltaf þungt í ráðningum, sérstaklega þegar ráðið er í stjórnunarstöður. Aldurinn skiptir kannski ekki höfuðmáli en almenna reglan er sú að eftir því sem fólk eldist þeim mun erfið- ara á það með að hreppa hnossið þegar það sækir um krefjandi stjórnunarstörf. A þessu er þó allur gangur og ég tel raunar að undan- farin ár sé farið að meta starfsreynsluna meira en áður. Hins vegar verður ekki fram hjá því horft að þeir sem hafa náð 55 ára aldri eru síður ráðnir til krefjandi, daglegra stjórn- unarstarfa nema þeir hafi sýnt framúrskar- andi árangur í öðrum fyrirtækjum og séu enn mjög áhugasamir um að vera í eldlínunni í erli dagsins. Það er einu sinni svo að þegar aldur- inn færist yfir fólk leggur það meira upp úr frí- tímanum og það gefur yngri og ferskari mönnum meiri sóknarfæri. Vissulega hafa þeir sem eru betur mennt- aðir, t.d. með framhaldsnám við þekkta skóla erlendis eða framhaldsnám hér heima, ákveðið forskot við ráðningar. En hafa ber í huga að það er verið að ráða einstaklinginn til starfsins en ekki menntunina sem hann hefur. Þetta sést best á því að oftast stendur valið á milli fjölda einstaklinga sem eru með svipaða menntun og ræður þá persónuleikinn eða reynslan úrslitum. Hafi t.d. frammistaða á starfsferlinum ekki verið farsæl þá þvælist það mjög fyrir mönnum í atvinnuleit og getur jafnvel ýtt þeim alveg út af borðinu varðandi stjórnunarstörf. En í stuttu máli þetta: Eftirspurn eftir við- skiptafræðingum er meiri núna en á sama tíma í fyrra þó enn sé nokkuð í land með að hún nái því sem hún var á uppgangs- tímunum fyrir tveimur til þremur árum.“ 33 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.