Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 21
Ari Bergmann Einarsson, formaður stjórnar Starfsmannasjóðs
Spron ehf., en félagið hefur með fulltingi Kaupþings gert samn-
inga við meirihluta stofnfjáreigenda um kaup á stofnfénu, og
Sverrir Kristinsson í Eignamiðlun.
kann að þýða að sparisjóðirnir verði smám saman undir í
samkeppni við stærri einingar á fjármálamarkaðnum. En
nóta bene; það er ekkert sjálfgefið að smáar einingar lifi
ekki af. Mun Alþingi taka upp lögin um viðskiptabanka
og sparisjóði og koma í veg fyrir að einkaaðilar geti
eignast einstaka sparisjóði? Eða er sú stund að renna upp
að i stað þess að fara í gegnum hávaðasama hlutafélaga-
væðingu verði öllum sparisjóðum slitið og eigur þeirra
seldar hæstbjóðanda inn í stórar fjármálasamsteypur
sem hugsanlega eru að verða til á markaðnum? Pening-
unum, sem fengjust fyrir slíkar sölur, yrði þá ráðstafað
með þeim hætti sem segir í lögum um sparisjóðina.
Stofnijáreigendur fengju sitt en stærsta hluta eigin ijár-
ins, á annan tug milljarða króna, yrði varið til líknar- og
menningarmála í byggðarlögum landsins.
A þessum krossgötum um framtíð sparisjóðanna í
landinu standa starfsmenn þeirra eðlilega svolítið ráð-
villtir. Eitt er víst að sparisjóðirnir væru ekki svona verð-
mætir nema vegna þess að þeir hafa verið vel reknir og
eru með ánægða viðskipavini og öfluga starfsmenn og
þvi verður að telja harla ólíklegt að fjármálasamsteypa,
sem keypti þessar einingar, geri það í því skyni að leggja
þær niður. Verðmæti sparisjóðanna liggur í viðskipta-
vinum þeirra og starfsmönnunum.Slj
Næstum 45 mínútna töf varð á að fundurinn gæti hafist vegna hins mikla mannfjölda sem sótti hann og mynduðust langar
biðraðir fyrir utan fundarstaðinn, Grand Hótel Reykjavík.
hvað stendur eftir?