Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 20
Jón G. Tómasson, f;
formaður stjórnar Spron.
Hætt hefur verið við áform
stjórnarinnar um hlutafjár-
væðingu og stofnfjáreig-
endur í Spron hafa breytt
samþykktum sjóðsins og
fallið frá takmörkunum um
fjölda hluta í eigu ein-
stakra stofnfjáreigenda.
Langt er síðan að fundur í fjármálastofnun
hefur fengið aðra eins umfjöllun og fundur
stofnfjáreigenda í Spron. Myndir af honum
voru sjónvarpsefni í nokkra daga.
B /J'
r tjmj ' '
Hm m m ■ 1» i
n V \
Sumarsins 2002 verður minnst sem hins storma-
sama sumars stofnfjáreigenda í Spron. Hluta-
félagavæðingin mistókst og eftir standa allir
sparisjóðir landsins á krossgötum. Var umræða
sumarsins fyrsta skrefið í pví að peim verði slitið,
eigurpeirra seldar inn í stórar fjármálasam-
steypur, og féð greitt til líknar- og menningar-
félaga? Eða verða sparisjóðirnir reknir áfram
með óbreyttu sniði afnúverandi stofnfiár-
eigendum eða undirstjórn starfsmanna sinna?
Fréttaskýring eftir Jón G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson
eitar og tilfmningaríkar! Þannig verður þeim best lýst
umræðum sumarsins um atganginn í kringum tilboð
fimm eigenda stofnijár í Spron um að kaupa allt stofnfé
sjóðsins með fulltingi Búnaðarbankans. Tilboðið kom
þremur dögum fýrir boðaðan fund stofnfjáreigenda í Spron
sem halda átti 25. júní sl. þar sem greiða átti atkvæði um til-
lögu stjórnar til hlutafélagavæðingar sparisjóðsins. Sprengju
var varpað. Fundinum var frestað og langt er síðan að annar
eins fjölmiðlasirkus hefur farið í gang út af einu máli. Afleið-
ingin er sú að stjórn Spron hefur hætt við hlutafélagavæðing-
una - í bili að minnsta kosti. Fimmmenningarnir, sem gerðu
tilboðið, eru Pétur H. Blöndal, Sveinn Valfells, Ingimar
Jóhannsson, Gunnar A. Jóhannsson og Gunnlaugur Sig-
mundsson, eru allt afar kunnir menn í viðskiptalífinu. Hinn
27. júlí gerði svo nýstofnað einkahlutafélag starfsmanna
Spron, Starfsmannasjóður Spron ehf., tilboð til stofnfláreig-
enda á genginu 4,5. Við það hækkaði Búnaðarbankinn tilboð
sitt upp i 5,5 og stuttu síðar jafnaði Starfsmannasjóður Spron
ehf. það tilboð og náði samningum við meirihluta stofnfjáreig-
enda, eða 62% eigenda stofnfjár.
Þótt niðurstaða virðist fengin í málinu með þeim lyktum að
Starfsmannasjóður Spron ehf. bjóði öllum stofnijáreigendum
að kaupa stofnfé þeirra á genginu 5,5 og að sögulegur fundur
stofnfjáreigenda á Grand Hóteli Reykjavík hinn 12. ágúst sl.
hafi samþykkt að falla frá takmörkunum um fjölda hluta í eigu
einstakra stofnijáreigenda þá standa sparisjóðir landsins núna
á stærri og breiðari ki'ossgötum en flestir gera sér grein fyrir.
Hvað bíður þeirra? Verða þeir reknir með óbreyttu sniði í fram-
tíðinni - með litlum mögleikum á að stækka nema með eigin
hagnaði - en undir stjórn starfsmanna sinna? Þessi kostur
20