Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 41
Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims hf, og Páll Bragi Kristjónsson, starfandi stjórnarformaður Eddu, undirrita kauþsamninginn.
Vigfús Ásgeirsson hjá Talnakönnun og Halldór Guðmundsson, forstjóri Eddu, fylgjast með. Mynd: Geir Olajsson
upplýsingar fýrir ferðamenn. Svo vel vildi líka til að innandyra
hjá Heimi hf. var töluvert pláss og því allar líkur á að hægt væri
að taka inn í fyrirtækið það starfsfólk sem vinnur að útgáfu
þessara tímarita án þess að bæta við húsnæði. Það var því
margt sem mælti með kaupunum. Þegar Páll Bragi hafði sam-
band var Benedikt á leið í stutta ferð til útlanda, en þeir Páll
Bragi tóku upp snarpar viðræður þegar heim var komið
nokkrum dögum seinna.
„Við hittumst mest á kvöldin og utan alfaraleiðar þannig að
það myndi ekki valda umtali og óróa ef samningar tækjust
ekki,“ segir Benedikt.
Ánægja með starfsmennína Samningaviðræður við Pál Braga
og Halldór Guðmundsson, forstjóra Eddu, gengu hratt og vel
fýrir sig. Benedikt segir að þeir hafi verið mjög vandaðir í
samningum, allt sem þeir sögðu hefði staðið eins og stafur á
bók. Þann 26. júní voru viðræðurnar svo langt komnar að hægt
var að halda fund með starfsmönnum. Mánuði síðar var tíma-
ritadeildin flutt í húsnæði Heims hf. og voru nýju starfs-
mennirnir, um 10 talsins, komnir á sinn stað og búnir að koma
sér fýrir skömmu síðar. Útgáfustarfsemin fór strax í fullan
gang en rétt er að taka fram að kaupin náðu einungis til tíma-
ritanna, ekki bókaútgáfu Iceland Review. Fyrsta tölublað Atl-
antica hjá nýjum útgefanda kom út í lok ágúst og fýrsta tölu-
blað Iceland Business, sem kemur út einu til flórum sinnum á
ári í kringum sýningar og ráðstefnur, er nýkomið út í tengslum
við sjávarútvegssýninguna.
Með þessum kaupum næst töluverð samnýting á húsnæði,
dreifingu og lager og vinnu starfsmanna, t.d. í ljósmyndun, um-
broti, sölumennsku og hugsanlega blaðamennsku. „Nýju tíma-
ritin eru vönduð, eins og við höfum kappkostað um alla útgáfu
Heims, og starfsmennirnir eru færir fagmenn, hvort sem það
eru blaðamenn, ljósmyndarar eða umbrotsmenn auk þess sem
svona útgáfa byggir alltaf á duglegu sölufólki. Við erum mjög
ánægð með kynnin eftir fýrsta mánuðinn,“ segir Benedikt.
Velta Heims hf. eykst um nálægt 100 milljónir króna við þessa
breytingu og verður þá um 250 milljónir. Það er í samræmi við
langtímaáætlun um að auka umsvif iýrirtækisins. Benedikt segir:
„Hér erum við ekki að tjalda til einnar nætur heldur ætlum við
okkur að halda útgáfunni áfram til frambúðar." Œj
Frumkvöðullinn
Tímaritið Iceland Review var stofnað af Haraldi J. Hamar.
Útgáfan hófst árið 1963 og rak Haraldur hana fram til 1999
að hún sameinaðist Vöku-Helgafelli. Til gamans má geta þess
að Haraldur spurðist fýrir hjá Talnakönnun, móðurfélagi
Heims hf., árið 1998 hvort áhugi væri á kaupum. Sá áhugi var
til staðar en ekkert meira varð úr því að sinni þegar Iceland
Review sameinaðist Vöku-Helgafelli. Iceland Review - tímarit
og bókaútgáfa - fýlgdi síðan Vöku-Helgafelli inn í Eddu -
miðlun og útgáfu fýrir tveimur árum.
Iceland Review er nú komið í eigu Heims hf. og standa
vonir til að þar með komist aftur á stöðugleiki í eignarhaldi og
jafnvægi í útgáfustarfseminni. Iceland Review var og er ein-
stæð landkynning fýrir Islendinga á erlendum vettvangi.
Tímaritið er selt í áskrift til áskrifenda sem búsettir eru í rúm-
lega 100 löndum. Með frumkvöðlastarfi sínu hefur Haraldur
búið til mjög góða landkynningu á íslandi. [H
Iceland Review var stofnað afHaraldi J. Hamar sem var útgefandi frá
árinu 1963 fram til ársins 1999 að fyrirtækið sameinaðist Vöku-
Helgafelli.
41