Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 61
Arnt Mathiesen sjávarútvegsráðherra: „Enda er sjávarútvegurinn
mikilvœgasta atvinnugrein landsmanna, m.t.t. gjaldeyrisöflunar og
sú atvinnugrein hér á landi sem hefurhvað mest alþjóðlegtyfirbragð. “
Það er almennt mat að íslenskur sjávarúvegur standi
traustum fótum. Mikilvægi hans er óumdeilanlegt sem
helsta útflutningsgreinar þjóðarinnar. Árni Mathiesen
segir sjávarútvegssýningar hafa mælst vel fyrir fram til þessa
og ekki síst hvað útrás sjávarútvegsfyrirtækja varðar. „Enda er
sjávarútvegurinn mikilvægasta atvinnugrein landsmanna,
m.t.t. gjaldeyrisöflunar og sú atvinnugrein hér á landi sem hef-
ur hvað mest alþjóðlegt jdirbragð. Sýningar sem þessi eru
haldnar víðar hjá helstu sjávarútvegsþjóðum og þykja hvar-
vetna koma að miklu gagni.
Það er gleðilegt að sjá aðrar atvinnugreinar dafna við hlið ís-
lensks sjávarútvegs en íslendingar hafa verið í fararbroddi
þjóða heims við að nytja sjávarauðlindirnar með sjálfbærum
hætti og hafa komið upp hagkvæmu heildarskipulagi fisk-
veiða.“ I tengslum við sjávarútvegssýninguna verður haldinn
ráðherrafundur þar sem koma fulltrúar frá Bandaríkjunum,
Chile og víðar. Rætt verður m.a. um stjórnun fiskveiða. ffl
Sjávarútuegurinn
stendur vel
í hana einhveiju allt öðru sem ekki passar við. Við gerum þetta
sama varðandi menningarmiðstöðina hjá okkur, þar sem við not-
um okkur að hafa ýmsar stofnanir og sýningarhús á sama svæði
til að samnýta það.“
Sigurður segir öll helstu tímarit, sem um sjávarútveg fialla,
hafa skrifað um sýninguna sem sé ein sú stærsta í heimi. „Það
er auðvitað bein afleiðing af því hversu góð aðstaðan er hér og
rúmgóð. Með því getur sýningin stækkað og orðið öflugri en
nokkru sinni fyrr. Erlendir aðilar, sem hingað koma, kunna vel
að meta þetta.“ S3
Kópavogsbær hefur verið að sækja sig að undanförnu og
með stórglæsilegri aðstöðu hefur hann komist á kortið svo
um munar varðandi sýningar á heimsmælikvarða. „Vel skal
til þess vanda sem lengi á að standa," segir í gömlu máltæki og
það hefur Kópavogsbær haft að leiðarljósi að sögn Sigurðar Geir-
dal. „Þetta byggist auðvitað allt á þvi að menn hafi framtíðarmark-
miðin skýr,“ segir Sigurður þegar hann er spurður út í sýningar-
aðstöðuna í Kópavogi.
„Þegar lagt er af stað þarf að ákveða hvert endanlegt markmið
er, til hvers á að nota að stöðuna og svo framvegis. Það hefur alltaf
legið ljóst fyrir að íþróttaiðkun þarf stór og mikil mannvirki og er
þá sjálfgefið að menn skoði hvað annað sé hægt að gera við hús
og umhverfi. Þegar byggðar eru hallir á borð við Fífuna og stórir
skólar í nágrenninu er augljóst að mikil not er hægt að hafa af
slíku svæði. Og með því að skoða alla möguleika var svo hægt að
skipuleggja gatnagerð og bílastæði til samræmis við það sem við
bjuggumst við að gert yrði. Að undanförnu hefur það svo sýnt sig
að þessi skipulagning hefúr margborgað sig og að þeir sem einu
sinni koma að sýningarhaldi hér koma aftur. Það er nefnilega
ekki hægt að byggja hús eða aðstöðu og ætla svo eftir á að troða
„Þetta byggist auðvitað allt á þvt að menn hafi framtíðarmarkmiðin
skýr, “segir Sigurður Geirdal þegar hann er sþurðurút í sýningaraðstöð-
una t Kóþavogi.
Húsnæði á heimsmælikvarða