Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 73
Framboð í dag
Forstða íslandsmarkaðar. Starfsemi fyrirtœkisins á Net-
inu lofar góðu ef framtíðarfyrirœtlanir verða að veru-
leika.
' t d 3
E* t* r***. lo* b*
> . ■,*>■■... ja 'á t
Framboð á fltkmðrkuðum þann 30.08.02
SIÓ: S ■ Slægt (Gutted) Ó - Ó«l»gt (Ungutted)
30.080209:40
-
4
Framboð áfiski - frekarsnauð upþsetning en upþlýsingar
og framsetning hafa hagnýtt gildi.
Kauphöll með fisk?
Gríðarleg uppbygging á sér stað hjá Islands-
markaði á Netinu. Fyrirtækið sér daglega um
Jjarskiptauppboð með fisk og greiðslumiðlun,
/
p.e. innheimtir og greiðir seljendum. A næsta
ári er stefnt að pví að viðskiptin fari 100%
fram með rafrænum hætti.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Fpirhugað er að koma á fót 100% rafrænum viðskiptum á
Netinu, nokkurs konar kauphöll með fisk í gegnum
www.islmark.is, næsta vor eða sumar, en í dag fara við-
skiptin þannig fram að fiskkaupendur geta farið inn á vefinn,
skoðað þar framboðið og keypt síðan fisk á flarskiptauppboði
íslandsmarkaðar. íslandsmarkaður innheimtir síðan með því að
senda reikning til viðkomandi kaupenda og greiðir seljendum.
íslandsmarkaður er því í dag margslungið fyrirtæki, miðlæg upp-
lýsingaveita og tölvufyrirtæki sem þjónar fiskmörkuðunum í
landinu með svipuðum hætti og Reiknistofa bankanna þjónar
bankakerfinu um leið og íslandsmarkaður er nokkurs konar
greiðslumiðlun. Þegar skrefið hefur verið stigið til fulls á næsta
ári og rafrænum viðskiptaháttum komið á má kannski líkja
íslandsmarkaði við kauphöll með fisk.
Þrír fiskmarkaðir eiga 83% hlutafiár í fyrirtækinu. Fiskmarkað-
ur Suðurnesja á meirihluta eða 51%, Fiskmarkaður íslands á 25%
og Fiskmarkaður Vestmannaeyja á 7%. Að auki á Burðarás 7% og
franskt fyrirtæki 10%. Um 15 fiskmarkaðir eru sítengdir íslands-
markaði og sjá um að mata daglega inn í kerfið öllum nýjustu
upplýsingum varðandi framboð á fiski. Um 200 fiskkaupendur
eru skráðir inn á vefinn og hafa þar einkaaðgang að ýmsum
tölfræðilegum upplýsingum sem geta nýst þeim fyrir kaupin.
„Viðskiptavinir og fiskkaupendur geta tengst inn á vefinn með
einkaaðgangi, svipað og í einkabanka, og þar geta þeir nálgast
ýmsar tölfræðiupplýsingar sem snerta þá og þeirra viðskipti. Þeir
geta t.d. prentað út lista yfir öll sín viðskipti yfir ákveðið tímabil,
séð hvaða fiskur er til sölu þann daginn og hvar hann er á
landinu. Þeir geta líka séð yfirUtyfir reikninga og greiðslur, flutn-
ing á fiski, afgreiðslu- og þjónustugjöld. Þeir geta Uka fylgst
grannt með stöðunni á bankaábyrgð þeirri sem þeir leggja inn til
tryggingar á fiskkaupum. Þeir fá ekki að kaupa fisk fyrir meira en
þvi sem hún nemur og ef þeir fufinýta hana þá þurfa þeir að
leggja inn peninga hjá okkur,“ segir Ingvar Örn Guðjónsson,
framkvæmdastjóri íslandsmarkaðar.
Vefur Islandsmarkaðar er tíltölulega ungur þó að á bak við
hann sé eldra innranet, sem almenningur hefur ekki aðgang að.
Hann hefúr aðeins verið á veraldarvefnum í eitt ár og ber þess
svoUtil merki, er svo sem ekkert augnayndi og greinilegt að lítill
metnaður hefur verið lagður í grafískt útUt. Eftir því sem best
verður séð stendur vefurinn þó fyUilega fyrir sínu hvað upplýs-
ingar og hagnýtt gildi varðar. Og það er kannski það sem mestu
máfi skiptir í þessari atvinnugrein. Það sakar þó varla að lappa
uppáútUtið.HIl
'3 fs
\ # J J J &
Mrf SB. Pcrt ÍM W
>*.
Sala á fiskmöriojðum þann 29.08.02
SIÓ: S = Slægt (Gutted) Ó = Óslægt (Ungutted)
Currency rate: $1 = 90,00 ISK
29.08.02 17:02
GULLKARTI
mr.
UHITING
REDFISH/OCEAN P
i’fr1
Eins og sjá má á þessum myndum er vejurinn ekkert augnayndi en
sjálfsagt ágætis lesning fyrirþá sem þurfa.
VIÐSKIPTI ■ TÖLVUR ■ FERÐALÖG ■ VÍN - WWW.HEIMUR.IS