Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 43
Þróunarklasar íslensks þekkingarþjóðfálags UiSINDI Náttúru- og umhuerfisuísindi Líf- og heilbrigðisuísindi Huguísindi Félagsuísindi TÆKNI Efnistækni Líftækni Upplýsingatækni Mannuirkjatækni Framleiðslutækni Orkutækni STJÓRNUN „Klasa“-hugmyndafræðin hefur rutt sér til rúms í uísindapóli- tískri stefnumótun. íslendingar eiga ýmsa möguleika til að þróa framúrskarandi uísinda- og nýsköpunarstarf á fyrir- framskilgreindum suiðum - „klösum“. RANNIS hefur stutt nýmyndun fyrirtækja og mörg þekktustu hátæknifyrirtæki landsins hafa fengi styrki frá RANNÍS. Nlargra ára rannsóknauinna liggur iðulega að baki nýsköpunar tækni- fyrirtækja. Rannsóknauerkefni verða að fyrirtækjum RANNÍS hefur stutt nýmyndun fyrirtækja og mörg þekktustu hátækni- fyrirtæki landsins hafa fengi styrki frá RANNÍS. Allmörg dæmi eru um að fyrirtæki hafa sprottið uppúr rannsóknarverkefnum sem RANNÍS hefur stutt. Þar má nefna Marel hf., Vaka - DNG hf. og Stjörnu-Odda. Fyrirtæki eins og Fiskeldi Eyjafjarðar, Máki og Stofnfiskur eru byggð á margra ára rannsóknavinnu sem tæplega hefði verið hægt að fjár- magna án stuðnings frá RANNÍS. Jafnvel líftæknifyrirtækin á mann- erfðasviðinu, UVS og DeCode, byggja á grunni áratuga rannsókna í líf- og læknavísindum sem sjóðir RANNfS og forverar þeirra hafa stutt. Alþjóðleg útrás - hluti af sóknarstefnu RAI\II\IÍS „Við gerum miklar kröfur til styrkumsókna og samkeppnin í sjóðum RANNÍS er hörð. Það hefur aftur skilað sér í aukinni hæfni og reynslu vísinda- og tæknisamfélagsins hér til að sækja í erlenda rannsókna- sjóði. íslenskir aðilar hafa á síðustu árum sýnt mjög góðan árangur á alþjóðlegum vettvangi eins og í rammaáætlun ESB eða banda- rískum vísindasjóðum þar sem vísinda- og tæknistyrkir fara til þeirra sem bjóða fram bestu verkefnin," segir Vilhjálmur. Þratt fyrir góðan árangur á erlendum vettvangi eru nú blikur á lofti. Erlendis eru jafnt og þétt gerðar auknar kröfur um stærð alþjóðlegra verkefna sem kallar á að íslenskir aðilar ráðist í stærri og fjárfrekari rannsókna- og nýsköpunarverkefni. Þar er flöskuhálsinn fjárhagslegt bolmagn fyrir- tækja og stofnana. Fjármagn í rannsóknir þarf að auka Stærstu sjóðirnir í umsjá RANNlS eru Vísindasjóður og Tæknisjóður sem hafa samtals rúmlega 400 milljónir króna til úthlutunar á ári. Ráð- stöfunarfé sjóðanna hefur ekki vaxið undanfarin ár þrátt fyrir stóraukin RANNÍS Laugavegi 13-101 Reykjavík Sími: 515 5800 • Fax: 552 9814 www.rannis.is • rannis@rannis.is umsvif fslendinga í vísindum og rannsóknum. Nú er svo komið að RANNÍS getur einungis styrkt lítinn hluta bestu verkefnanna sem sótt er um styrki til. ,,Við höfum ítrekað bent stjómvöldum á mikilvægi þess að auka fjármagn til rannsókna og nýsköpunar enda hefur reynslan sýnt að þeir fjármunir skila sér margfalt til baka í aukinni velmegun," segir Vilhjálmur. Hann er vongóður um að frumvarp ríkisstjórnarinnar um ný- skipan rannsóknamála, sem boðað er á haustþingi, muni fela í sér að auknu fé verði veitt í rannsóknir. Menningararfurinn látinn í askana Með tilkomu þekkingarfyrirtækja og skarpari sýnar á nauðsyn þess að varðveita sögu og menningu þjóðarinnar var einsýnt að þörf var á auknu fjármagni. RANNÍS hefur yfir að ráða sjóði til að styrkja verkefni á sviði upplýsingatækni og umhverfismála sem ríkisstjórnin leggur í um 100 milljónir á ári í sex ár, 1999-2004. „Þar erum við að styðja fyrirtæki í upplýsingageiranum og ekki síst vinnu þar sem saman koma ríkisstofnanir og fyrirtæki í einkaeigu. Má nefna vinnu við hugbúnað og notendaviðmót fyrir gagnagrunna eins og þann sem Raqoon ehf. er að þróa með Árnastofnun vegna fomrita, gagnagrunninn Sarp um fornleifar og þjóðmenningu, sem Hugvit - GoÞro-Landsteinar eru að þróa með Þjóðminjasafni, og gagnagrunn um íslenska náttúru sem Náttúrufræðistofnun, Orkustofnun og fleiri rannsóknastofnanir eru að þróa í samvinnu við Verkfræðistofuna Hnit,“ segir Vilhjálmur. Margir njóta góðs af Fornleifastofnun íslands er sjálfseignarstofnun ungra fornleifafræðinga. RANNÍS hefur stutt við bakið á þeim og í kjölfarið hafa orðið ýmsar breytingar og nýtt líf hefur færst í fornleifarannsóknir hér á landi. „Eitt af því sem við höfum lagt áherslu á, er að tengja saman atvinnulífið og rannsóknir. Það hefur tekist mæta vel og ekki síst á sviði fornleifarannsókna og þjóðmenningar þar sem ferðamannaiðnaðurinn hefur haft beinan hag af vinnunni sem fram hefur farið. Erlendir og inn- lendir ferðamenn sækja í að skoða sögu landsins og þannig nýtur atvinnulífið góðs af rannsóknum fornleifafræðinga, sagnfræðinga, bók- menntafræðinga og annarra sem skoða þjóðararfinn," segir Vilhjálmur. „Þetta gerist auðvitað líka hjá fyrirtækjum í fjölmiðlun, útgáfustarfsemi og öðrum myndum menningargeirans sem nýta sér og birta rann- sóknaniðurstöður í margvíslegu formi. Þessi skemmtilega tenging grunnvísinda við atvinnulífið er nokkuð sem lítill gaumur er gefinn. Tengsl atvinnulífsins og svonefndrar hátækni er miklu augljósari." SD 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.