Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 68

Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 68
V „Framsækið markaðs- og sölu- fyrirtæki fyrir sjávarafurðir“ ,A nœstu árum viljum við sjá SIF styrkja stöðu sína á þeim kjarnamörkuðum sem félagið hefur ákveðið að leggja meiri áherslu á, “segir Gunnar Örn Kristjáns- son, forstjóri SÍF. SIF samstæðan er öflugt markaðs-, sölu- og framleiðslu- fyrirtæki sjávarafurða, eitt hið stærsta á heimsvísu. Á vegum fyrirtækisins eru reknar verksmiðjur fyrir fullunnar sjávarafurðir í Frakklandi, Bandaríkjunum, Spáni, Kanada og Islandi. Þá rekur fyrirtækið bæði innkaupa- og söluskrifstofur í Bretlandi, Þýskalandi, Grikklandi, Litháen, Japan, Brasilíu, Noregi og Italíu. Auk þess á SÍF hlutdeild í fiskvinnslu og útgerðarfyrirtæki í Namibíu og á helmingshlut í framleiðslu- fyrirtæki í Færeyjum. Uppbygging erlendis „Segja má að alþjóðavæðing SÍF hafi hafist þegar fest voru kaup á fyrsta erlenda dótturfyrirtækinu í Frakk- landi fyrir rúmum áratug,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SIE „Fyrirtækið hefur lagt sérstaka áherslu á framleiðslu og sölu fullunninna sjávarafurða á franska smásölumarkaðinn og hefur í því samhengi byggt upp vörumerkið Delpierre með góðum árangri,“ segir Gunnar Örn. „Þá urðu miklar breytingar á starfsemi SÍF á árinu 1999, þegar fyrirtækið sameinaðist Islandssíld og skömmu síðar einnig Islenskum sjávarafurðum undir heitinu SÍF hf.“ Traust samslarf við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki Þrátt fyrir að um sölu- og framleiðslueiningar SÍF-sam- stæðunnar fari verulegt magn hráefnis frá hinum ýmsu löndum heims, skipa sjávarafúrðir frá Islandi mikilvæga kjölfestu í öllu starfi samstæðunnar. Vörur SÍF eru þekktar fyrir hátt gæðastig og fyrirtækið talið öflugur og traustur söluaðili á gæðavörum frá íslandi, en það skilar sér bæði i verðmætum og tjölbreytileika til samstarfs- aðila þess á Islandi. Markviss eftirfylgni með stefnu félagsins „Á næstu árum viljum við sjá SIF styrkja stöðu sína á þeim kjarna- mörkuðum sem félagið hefur ákveðið að leggja meiri áherslu á,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson. „Við ætlum okkur að auka hlutdeild okkar í þeim markaðshlutum sjávar- afurða sem vaxa hvað mest á þessum svæðum; á neytendamark- aði og í veitingahúsageiranum, enda sjáum við fram á að mikil- vægi hefðbundinna fiskmarkaða fari minnkandi með árunum á mörgum stöðum. Við ætlum okkur einnig að styrkja enn frekar samstarf dótturfélaga samstæðunnar, til dæmis á sviði sölu- og markaðsstarfs, og raunar er það starf nú þegar hafið. Það má segja að engar grundvallarbreytingar á starfsemi SÍF séu á dagskrá, heldur markviss vinna í samræmi við þá stefnumótun sem stjórn félagsins samþykkti í byijun síðasta árs.“ SIF hf. hefur skilgreint ijögur markaðssvæði sem kjarna- markað samstæðunnar, þ.e. Frakkland, Spán, Bretland og Bandaríkin, en þau ásamt starfsemi fyrirtækisins á íslandi mynda ákveðna kjölfestu í starfsemi fyrirtækisins og eru um leið þungamiðja fr ekari vaxtar fyrirtækisins á komandi árum. 33 Hilmar Jónsson, meistarakokkur og starfsmaður SIF Iceland Seafood Corþ. í Bandaríkjunum framreiðir hér vörur fyrirtœkisins á 70 ára afmæli SIF á vordögum. Laxareykingarverksmiðja SÍF í Frakklandi er ein fremsta sinnar tegundar í Evrópu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.