Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2004, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.02.2004, Qupperneq 6
RITSTJÓRNARGREIN BJÖRGUN BALDVINS Fuglinn í fjörunni hann... Eg tek ofan fyrir Þorsteini Má Baldvinssyni, skipaverkfræð- ingi og forstjóra Samheija, fyrir frækilega björgun eins stærsta fiskveiðiskips íslendinga, Baldvins Þorsteinssonai; af strandstað í Skarðsfjöru. Þorsteinn Már á auðvitað ekki einn heiðurinn skilið, fjöldi björgunarmanna víða að komu að þessu afreki. Þáttur björgunarsveita og landhelgisgæslunnar er stór. En það duldist engum sem á horfði að Þorsteinn Már var foringinn á sandinum sem öllu stýrði. Hann var mættur, fullur sjálfstrausts. Þeir Samherjafrændur, Þorsteinn Már og bræðurnir Þorsteinn og Krislján Vilhelmssynir, gerðu upp gamlan ryðkláf fyrir rúmum þijátíu árum sem endaði með flár- hagslegu ævinfyri og skipaði þeim þremenningum á bekk með helstu athafnamönnum landsins. Síðan hafa þeir verið þjóð- sagnapersónur í atvinnulífinu. EFIAUST KUNNA MARGIR að segja sem svo að björgun Baldvins af strandstað úr Skarðsfjöru hafi verið „eitthvert tækni- legt atriði“ sem gekk upp; að tæknin hafi sigrað. En tæknin er þjónn, ekki herra. Það er stórhugurinn og viljinn sem bera menn hálfa leið. Eftir að Þorsteinn Már var mættur sem leiðtogi á strandstað og hóf að vinna að björgun skipsins höfðu allir trú á að skipið næðist á flot aftur. „Ef einhver getur þetta, þá er það hann,“ sagði fólk. Þetta var spurning um hvenær en ekki hvort. Sjálfs- öryggið og yfirvegunin í öllum aðgerðum var áber- andi. Það var ljóst að ekkert yrði til sparað ífá fyrstu mínútu. Aðeins það besta í heimi björgunarmanna var nógu gott. Strax var hringt út til Noregs til að leigja norskan dráttarbát af stærstu og bestu gerð - þótt í fyrstu hafi menn gælt við þá hugsun að varðskip drægi skipið á flot. ÞJÓÐIN FAGNAÐI björgun Baldvins. Afrek var unnið og tilfinningar brutust víða út þegar hann var kominn á flot og „orðinn frjáls aftur“. Það er hins vegar afar ánægjulegt að vita til þess að stórhugurinn, metnaðurinn og sjálfsöryggið sem einkenndi björgun Baldvins af strandstað er orðinn táknrænn fyrir íslenskt atvinnulíf og íslenska athafnamenn. Molbúa- háttur og minnimáttarkennd eru liðin tíð hjá þjóðinni. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Þorsteinn Már tilheyrir kynslóð athafnamanna sem hugsar stórt og langt út fyrir land- steinana í íjárfestingum. Heimurinn allur er þeirra leiksvið. Kjörorð þeirra er: „Það er allt hægt.“ Það er nýja íslenska leiðin og lýsir bjartsýni og metnaði. I UÓSI ÞESSA velti ég því alvarlega fyrir mér hvort sú herör, sem nú stendur til að skera upp gegn athafnamönnum og athafnafrelsi þeirra, geti verið tvíeggjað vopn. Auðvitað vill enginn óheiðarleika og lélegt siðferði. Það segir sig sjálft. Enginn vill heldur að hinn almenni borgari búi við skert frelsi til athafna vegna fákeppni og sterkrar stöðu auðjöfr a og fyrirtækja sem fyrir eru á markaðnum. En hvaða annað kerfi viljum við setja upp en það markaðskerfi sem gerir þá hæfustu og dug- legustu oft mjög stóra á markaði? Eru það ekki viðskiptavinirnir sem gera fyrirtæki stór? Þess vegna þarf að stíga það skref með gát þegar hamlandi lög og reglugerðir eru sett á allt og alla í viðskiptalifinu í skjóli þess að auðsöfnun og völd athafnamanna þykja ekki lengur í sátt við íslenskt samfélag. HÖMLUR Á FRELSI einstaklinga til athafna og æðis eru alltaf vandmeðfarnar. Engu að síður eru þær núna eitt af málum málanna í þjóðfélaginu og dugir að ritja upp orð forsætisráðherra á nýlegu Viðskiptaþingi í þeim efnum, en þar sagði hann: „Ekki verður hjá þvi komist að spyrja hvort sú mikla samþjöppun gefi tilefni til að löggjafinn lagfæri leik- reglurnar. Tilgangur baráttu okkar fyrir einstaklingsfrelsinu var aldrei sá að frelsið yrði fyrir fáa útvalda. Of mikil sam- þjöppun í efnahagslífmu er í mínum huga óæskileg og lítt dul- búin frelsisskerðing." ÞETTA ER ÁGÆTLEGA orðað hjá forsætisráðherra og mikil umræða blasir við á næstu vikum og mánuðum í íslensku samfélagi um völd athafna- manna, auðsöfnun þeirra, kosningu stjórnarmanna í fyrirtækjum og þar fram eftir götunum. Eg kvíði því hins vegar hvað margir eru orðnir hrifnir af stífu reglugerðarþjóðfélagi. Hann er vandrataður meðalvegurinn. Þegar kemur að frelsinu verður oft ekki bæði sleppt og haldið. Mitt í reglugerðar- farganinu mega menn hins vegar ekki missa sjónar á því að það er mikil gæfa fyrir þjóðina að eiga dugnaðarforka sem með kjark og bjartsýni lyfta grettistaki í íslensku atvinnulífi sem annars staðar í heiminum. Saga síðustu hundrað ára, heimastjórnaráranna, sem er frá örbirgð til álna, væri ekki aðeins litlausari og snauðari án þeirra heldur væri velmegun í landinu langtum minni - og störfin færri. HIN GIFHJSAMLEGAbjörgun eins stærsta fiskveiðiskips Islendinga, Baldvins Þorsteinssonar, af strandstað í Skarðsfiöru og þáttur foringjans á sandinum, Þorsteins Más, ættí að minna okkur á hve stórhugurinn og sjálfstraustið er mikilvægt - hvort heldur í atvinnulífinu sem mannlífinu almennt. Utgeislun dríf- andi manna smitar út frá sér og er öðrum hvatning til dáða. FRELSIÐ ER MIKILVÆGT. Fuglinn í fjörunni hann heitir Már.BH Jón G. Hauksson Mitt í reglugerðar- farganinu mega menn ekki missa sjónar á því að það er mikil gæfa fyrir þjóðina að eiga dugnaðarforka. 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.