Frjáls verslun - 01.02.2004, Qupperneq 13
I flokki tímaritaauglýsinga: Siggeir Hafsteinsson, grafískur
hönnuður hjá Góðu fólki McCann, Gunnar Páll Pálsson, for-
maður VR, Marta Þórðardóttir, hugmynda- og textasmiður
hjá Góðu fólki McCann, Guðmundur Baldursson, sölustjóri
hjá Fróða, og Katrín Anna Guðmundsdóttir, viðskipta- og
markaðsfræðingur.
Verðlaun fyrir veggspjöld. Steinn Steinsson, grafískur hönn-
uður og margmiðlari hjá Góðu fólki McCann, Gunnlaugur
Þráinsson, framkvæmdastjóri Góðs fólks McCann, Einar
Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JcDecaux, og Rúna
Jónsdóttir, starfsmaður Stígamóta.
Myndir: Geir Ólafsson
Gott fólk lét að sér kueða
Imark, Félag íslensks mark-
aðsfólks, veitti Lúðurinn,
íslensku auglýsingaverð-
launin, fyrir árið 2003, í sam-
starfi við Samband íslenskra
auglýsingastofa í Háskólabíói
í lok febrúar. Verðlaunin voru
veitt í tíu flokkum og sigraði
auglýsingastofan Gott fólk
McCann í sjö þeirra, þar af í
tveimur með Sparki kvik-
myndagerð ehf. Hvíta húsið
sigraði í tveimur flokkum, þar
af í einum flokki með Sparki
og auglýsingastofan Fastland
sigraði í einum flokki.
Fyrstu verðlaun í ein-
stökum flokkum: Gott fólk
McCann fyrir dagblaðaaug-
lýsinguna „Það þýðir lítið að
skammast í hljóði/Krass“;
Gott fólk McCann fyrir tíma-
ritaauglýsinguna „Það dugar
lítið að skammast í hljóði/-
Tyggjó"; Gott fólk McCann
fyrir veggspjaldið „Fjnir Vest-
mannaeyinga"; Fastland fyrir
umhverfisgrafíkina „Nöfn á
húsi“; Hvíta húsið fyrir mark-
póstinn „Fýkur yfir hæðir“;
Gott Fólk McCann í opnum
flokki fyrir atvinnuauglýsingu
á upplýsingatöflur; Gott fólk
McCann og Spark fyrir sjón-
varpsauglýsinguna „Fagnið“;
Gott fólk McCann fyrir
útvarpsauglýsinguna „Durex
kennaratyggjó"; Gott fólk
McCann og Spark fyrir aug-
lýsingaherferðina „Enska
boltann"; Hvíta húsið og
Spark fyrir almannaheillaaug-
lýsinguna „Ert þú vinur í
raun?“[£j
Verðlaun fyrir umhverfisgrafík. Þorvaldur Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri Fastlands, Árni Esra hjá Mörgu smáu, og
Jóhanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SÍA.
Slegið á létta strengi, Björn Árnason, framkvæmdastjóri
Samfélagsins, og Bjarni Ingólfsson, forstöðumaður mark-
aðssviðs Securitas. Á milli þeirra sést Hjalti Jónsson, stjórn-
armaður hjá ímark.
Bók í tilefni afmælis
Baldur Þorgeirsson, stjórnarformaður Gutenbergs, og Páll
Gíslason, framkvæmdastjóri Gutenbergs, taka á móti Elvu
Ósk Ólafsdóttur leikkonu og manni hennar, Georg Kr. Lárus-
syni, forstöðumanni Útlendingastofnunar.
Mynd: Geir Ólafsson
Prentsmiðjan Gutenberg átti aldarafmæli nýlega og í til-
efni af því ákvað hún að styrkja listirnar og færði Lista-
safni Reykjavíkur bók um sýningu Ólafs Elíassonar,
Frost Activity, í Hafnarhúsinu. Bókin var afhent við hátiðlega
athöfn í Listasafninu. SH
13