Frjáls verslun - 01.02.2004, Page 23
FDRSÍÐUGREIN - FQRSTJÓRAKÖNNUN
starfið er það krei]andi og tekur það mikinn
toll. Þegar Hörður Sigurgestsson lét af starfi
forstjóra Eimskipafélagsins árið 2000 eftir 21
ár í brúnni sagði hann að sér liði eins og
hann hefði verið „á bráðavaktínni" í yfir
tuttugu ár. Þetta segir margt. Starf forstjóra í
stórfyrirtækjum er miklu kröfuharðara en
áður og vinnutíminn er lengri - og alla daga
vikunnar ef því er að skipta.
Breytingarnar eru miklar frá því fyrir
fáum árum. Fyrirtaekin eru stærri og þau eru á hlutabréfa-
markaði sem er hinn harði húsbóndi allra forstjóra. Forstjóra-
starfið er ótryggara. „Æviráðningar“ starfsmanna í venjulegum
fyrirtækjum er liðin tíð. Fjölskyldufyrirtækjum í röðum stærstu
fyrirtækja landsins hefur fækkað. Laun forsþ'óra eru
árangurstengd í auknum mæli. Forsljórarnir eru oftar en ekki
með kauprétt á hlutabréfum í fyrirtækjunum. Fyrirtæki eru í
útrás og alþjóðlegum viðskiptum í stórauknum mæli - sem aftur
þýðir að forsljórar þeirra bera sig meira saman við kollega sína
erlendis.
í könnun okkar er greint frá því á hvaða aldri viðkomandi
forstjóri er sem hættir. Hvenær hann hætti. Hvert hann fór. Ald-
ur á núverandi forstjóra. Hvenær hann var ráðinn. Aldrei hefur
verið gerð svo nákvæm könnun um forstjóraskiptin í 100
stærstu fyrirtækjunum áður.
Metið á Einar í Danól Þótt líftími forstjóra í starfi hafi styst og
starfið sé ótryggara hafa nokkrir
forstjórar verið mjög lengi í sama
starfi. Þeir tengjast flestir
tjölskyldufyrirtækjum. Metið á
Einar Friðrik Kristinsson í Danól.
Hann keypti fyrirtækið Daníel
Olafsson ásamt föður sínum
snemma á sjöunda áratugnum og
varð framkvæmdastjóri þess árið
1964, eða fyrir nákvæmlega 40
árum. Einar Friðrik er 63 ára. Hann og ijölskylda hans keyptu
sem kunnugt er Ölgerðina Egil Skallagrímsson fyrir tveimur
árum og sameinuðu hana vínfyrirtæki sínu Lind.
Hallgrímur G. Hallgrimur G. Jónsson, sparisjóðsstjóri í
Sparisjóði vélstjóra, hefur verið sparisjóðsstjóri frá árinu 1965
eða í 39 ár. Hann tilkynnti nýlega að hann væri að láta af
störfum. Hallgrímur var aðeins 25 ára þegar hann var ráðinn
sparisjóðsstjóri.
Gunnar Dungal Gunnar Dungal, forstjóri Pennans, hefur verið
aðaleigandi og forstjóri fyrirtækisins frá árinu 1969, eða frá þvi
að faðir hans, Baldvin Pálsson Dungal, féll frá. Baldvin stofnaði
Pennann árið 1932 ásamt bróður sínum, Halldóri Pálssyni
Dungal. Gunnar var aðeins 21 árs þegar hann tók við fyrir-
tækinu árið 1969 og hefur hann byggt fyrirtækið upp af miklum
krafti síðan.
Eftir hverju öðru en „aldri
og fyrri störfum“ er sóst
þegar ráðið er í starf forstjóra?
Menntun. Jú, mikið rétt. En
hvernig á að ráða „þann rétta“
þegar allir umsækjendur upp-
fylla fyllstu kröfur um menntun?
EIMSKIP
GREIÐ LEIÐ
Fyrirtæki sem geta treyst á faglega
flutningsþjónustu njóta góðs af
virðisaukandi áhrifum þess að
allt gengur greiðlega fyrir sig.
Eimskip hefur þekkingu, reynslu
og úrræði til að laga þjónustu
sína að þörfum íslenskra
fyrirtækja og tryggja þeim
greiða leið í flutningum
um allan heim.
Þegar hlutirnir ganga
greiðlega fyrir sig, verður...
23