Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2004, Qupperneq 24

Frjáls verslun - 01.02.2004, Qupperneq 24
FORSÍÐUGREIN - FORSTJÚRAKÚNNUN Gunnar Þ. Sigvaldason lengstan starfsaldur í starfi forstjóra er Gunnar Þ. Sigvaldason, forstjóri Sæbergs á Ólafsfirði. Hann tók við þeirri stöðu árið 1970, þá aðeins 32 ára. Gunnar er annar tveggja forstjóra Þormóðs ramma - Sæbergs og stýrir fyrirtækinu ásamt Olafi Marteinssyni. Sigurbergur Sveinsson Sigurbergur Sveinsson, forstjóri Fjarðarkaupa í Hafnarfirði, er í fimmta sæti. Hann stofnaði Fjarðarkaup árið 1973 ásamt Bjarna Blomsterberg. Nokkuð er síðan Sigurbergur eignaðist hlut Bjarna í fyrirtækinu. Sigurbergur hefur því stýrt Fjarðarkaupum í 31 ár. Þess má geta að hann er löggiltur endurskoðandi sem ákvað að söðla um og stinga sér sjálfur til sunds í djúpu lauginni, þ.e. helja störf í verslun. Sigurbergur er elsti starfandi forstjórinn á listanum, 71 árs. Alntar Örn SÓ yngsti Yngsti forstjórinn á listanum er Almar Örn Hilmarsson, 30 áraforstjóriTæknivals (áður ATV), fæddur 1974. Almar er lögfræðingur og hóf störf sem forstjóri Tækni- vals í árslok 2002; tók við af Magnúsi Norðdahl. Aco-Tæknival er eitt nokkurra fyrirtækja sem hefur tekið „nokkra snúninga“ í forstjóramálum sínum. Arni Sigfússon tók við af Rúnari Sigurðssyni sem forsljóri árið 1999. Hann hætti árið 2001 er Magnús Norðdahl tók við og var í rúmt ár, eða þar til nýir eigendur eignuðust fyrirtækið í árslok 2002 og Aimar Örn tók við. I þeim ótrúlegu forstjóraskiptum, sem orðið hafa í íslensku viðskiptalífi, á undanförnum fimm árum, virðist aldurinn almennt vera að færast niður. Meðalaldurinn er 49 ára en erlendis er stundum rætt um að flestir for- stjórar séu á aldrinum 45 ára til 60 ára. „Ég ætla að sinna fjölskyldunni betur“ Landslagið í forstjórageiranum er að breytast um allan heim. Menn fara fyrr á eftirlaun en áður. Nú er svo komið að margir forstjórar miða við að vera komnir með svo góða eignastöðu um sextugt að þeir hafi efni á að draga sig í hlé og „njóta lífsins lystísemdá* - hveijar sem þær svo eru. „Eg ætla að sinna fjölskyldunni betur. Nú hef ég líka meiri tíma fyrir golf, lestur og ferðalög." Þetta er næstum klassískt svar hjá forstjóra sem hættir um sextugt. Davíð varð borgarstjóri 34 ára Það er engin nýlunda að ungt fólk komist í æðstu stjórnunarstöður. Gott dæmi þar um er að Davíð Oddsson var aðeins 34 ára þegar hann varð borgarstjóri. Lengi hefur verið viðloðandi í Ijármálageirum erlendis, t.d. í ijármálahverfunum City í London og Wall Street í New York, að menn í yngri kantinum nái frama. Þetta má sjá í bönkunum hér heima núna. A meðan bankarnir voru í ríkisforsjá voru æðstu stjórnendur þeirra yfirleitt komnir vel á miðjan aldur. Stundum spyija menn sig að því hvort ungir forstjórar henti betur sumum atvinnugreinum en öðrum. I greinum þar sem hraðinn er meiri og breytingarnar örari (tölvur, fjármál, flölmiðlar) má halda því fram að yngri menn eigi auðveldara með að standa sig í samkeppninni. Það er ein- faldlega minni þörf fyrir reynslu í viðkom- andi fagi og atvinnugrein ef breytingar eru svo örar að „reynslan verði að engri reynslu á svipstundu". Stundum segja menn að gott sé að hafa reynslubolta í eldri kantinum við stjórnvölinn sem hafi unga og hungraða milli- stjórnendur til að draga vagninn; ráði til sín unga veðhlaupa- hesta. Er til formúla fyrir kjöraldur torstjóra? Aldur er afstæður. Eitt sinn var sagt að „besti aldur stjórnanda væri aldur þess sem væri bestur í starfið". Af þessu má ráða að engin formúla er til fyrir kjöraldur forstjóra. Mannlegi þátturinn ræður úrslitum og engir tveir eru eins. Sá besti er einfaldlega bestur - sama á hvaða aldri hann er. Utum á Björgólf Guðmundsson. Hann er 63 ára og einn allra duglegasti og frískasti maðurinn í íslensku viðskiptalífi um þessar mundir. Hann er stjórnarformaður Landsbankans og er með í leiknum af lífi og sál. Hann og félagar hans í Samson eru mjög inni á þeirri línu að ráða unga menn til að taka sprettinn á veðhlaupabrautinni; stjórna fyrirtækjunum. Mannlegi þátturinn Eftir hveiju öðru en „aldri og fyrri störfum" er sóst þegar ráðið er í starf forstjóra? Menntun. Jú, mikið rétt. En hvernig á að ráða „þann rétta“ þegar allir umsækj- endur uppfylla kröfur um menntun? Þá skiptir mannlegi þátturinn mestu máli; þ.e. reynsla og fyrri störf. Hvernig er hann í mannlegum samskiptum? Er hann hrífandi og drífandi? Er hann með rétta per- sónuleikann? Er hann hugmyndaríkur og metnaðarfullur? Spurningarnar eru margar sem skjóta upp kollinum áður en „rétti for- stjórinn“ fyrir rétta „kúltúrinn" finnst. Flest svörin liggja í mannlega þættinum. Sagt er að helsti gallinn við að ráða ungt fólk í starf forstjóra sé reynsluleysið. Rökin eru þau að ungt fólk er óskrifað blað og ungt fólk er óþolinmóðara, árásargjarnara og hættir jafnvel til að taka óþarfa áhættu í starfi. Einhveijum kann að finnast þetta kostur. En hvernig sem á að fara að því að ráða forstjóra blasir við að á síðustu fimm árum hafa orðið mestu forstjóraskipti í sögu íslensks viðskiptalífs. Það að skipt hafi verið um forstjóra í 60 fyrirtækjum af 100 segir allt sem segja þarf. I jafnmörg skipti hafa menn orðið að leggjast undir feld við ráðningarnar. „Bara einn séns“ En eftir stendur: Líftími forstjóra í starfi er að styttast. Yngri stjórnendur eru í allra stærstu fyrirtækjunum. Menn fá bara „einn séns“ sem forstjórar. Ukurnar á forstjóra- starfi minnka verulega við fimmtugsaldurinn. Menn fara fyrr á eftirlaun en áður vegna bættra kjara. I fjölskyldufyrirtækjum er enn hefð fyrir þvi að sami forstjórinn sitji í nokkra áratugi. HH í Jjórða sæti yfir Forstjórar nútímans fá bara eitt tækifæri til að standa sig í starfi. Það sýnir sig að þeir sem láta af störfum fara sjaldnast í önnur forstjórastörf. Helsti gallinn við að ráða ungt fólk í starf forstjóra er reynsluleysið. Ungt fólk er óskrifað blað og ungt fólk er óþolinmóðara. 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.