Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2004, Side 39

Frjáls verslun - 01.02.2004, Side 39
Mikið er af opnu rými á skrifstofunni og víða lítil borð sem Móttaka TVG-Zimsen. starfsmenn geta staðið upp við og spjallað á meðan þeir fá sér kaffibolla. Ásamt vöruflutningum um allan heim er TVG-Zimsen með eina öflugustu tollskýrsludeild á landinu og segir Hjörtur nýjar lausnir f tollskýrslugerð vera að líta dagsins Ijós. „Það hefurverið markmið okkar að vera með tollskýrslugerð sem mest rafræna, enda er það hag- stæðara og fljótlegra fyrir viðskiptavini okkar." Enginn staður útundan Hjörtur segir flutningakerfi það sem TVG-Zimsen býr yfir ákaflega öflugt og í raun sé ekki til það þorp í heinninum sem það nær ekki til. „Við erum í samstarfi við mjög stór fyrirtæki um allan heim en þau bjóða hagkvæmar og öruggar flutningaleiðir hvort sem í hlut eiga hrað- flutningar, sjóflutningar eða flugflutningar," segir hann. „Á meginlandinu vinnum við með Frans Maas sem hefur rúmlega 200 skrifstofur í um 30 löndum. Menlo Forwarding er annar samstarfsaðili okkar. Fyrir- tækið hefur aðstöðu í yfir 200 löndum og er einn stærsti flugfraktaðili í heimi. Samstarf okkar við Menlo opnar íslenskum inn- og útflytjendum leið að einu öflugasta flutninganeti heims." Á Norðurlöndum vinnur TVG-Zimsen með DFDS transport sem er danskt fyrirtæki og starfar við flutningamiðlun vfða um heim. Fyrirtækið starfar í 29 löndum. Hvað flugsendingar frá meginlandi Evrópu og Asiu varðar er Kuhne S. Nagel helsti samstarfsaðili fyrirtækisins. „TVG-Zimsen er einnig umboðsaðili UPS [United Parcel Service) sem er stærsta og öflugasta hraðsendingafyrirtæki í heimi," segir Hjörtur. „Við bjóðum hraðsendingaþjónustu inn og út úr landinu í sam- vinnu við UPS. UPS og aðrir samstarfsaðilar okkar gera það að verkum að við getum sagt innan gæsalappa að við séum með 2.380 skrifstofur um allan heim, því allar skrifstofur samstarfsaðila okkar eru í beinu sambandi við okkur. En það er ekki nóg að hafa aðgang að hagkvæmum og öruggum flutningaleiðum inn í næstu höfn eða flugvél heldur þarf það flutningakerfi að ná til íslands og þeirrar aðstöðu sem hér er hverju sinni. Þar stöndum við sterkt að vígi vegna mikillar þekk- ingar okkar á öllum aðstæðum og gríðarlegri reynslu í flutningum til landsins og innan þess." Shop USA í Kópavogi Margir kannast við Shop USA (www.shopusa.is), verslun sem býður fslendingum bandaríska vöru gegnum Netið. TVG-Zimsen verður með vöruafgreiðslu fyrir fyrirtækið í Hlíðarsmára 19 í Kópavogi og geta þeir sem kaupa vörur frá Shop USA sótt þær þangað. „Þetta er til hagræðis fyrir viðskiptavini Shop USA og gerir þessa verslun mjög þægilega," segir Hjörtur. „Um leið erum við að nýta sér- þekkingu okkar og flutningsgetu en í húsinu við Hlíðarsmára verður einnig sérstök afgreiðsla þar sem hægt verður að afhenda „last minute" pakka til útflutnings með UPS." Vöruhóteliö Hin nýja skrifstofa TVG-Zimsen er rúmgóð og björt. f húsinu er fjölbreytt starfsemi og í því vinna fjölmargir starfsmenn. „Við erum mjög ánægð með skrifstofuna og hún kemur vel út," segir Hjörtur. „Við hönnun skrifstofunnar var fyrst og fremst tekið mið af flutnings- miðlunarstarfsemi og þeim kröfum sem gerðar eru til fullkominnar skrifstofu með miklu og sveigjanlegu notagildi. Til að mynda var geymsla gagna leyst á mjög farsælan hátt en eins og gefur að skilja þurfum við að geyma óhemju magn af gögnum af ýmsu tagi. Settir voru upp gríðarstórir skápar með einföldum stálhillum og þeim lokað með fallegum og látlausum viðarhurðum í stíl við innréttingar á skrifstofum. Á hverri vinnustöð er skrifborð og skápur fyrir starfsmann en annað er samnýtt. Gólfefni voru valin með það í huga að auðvelt væri að ganga um þau og önnur hönnun var eftir því. Húsið er gríðarstórt, um 20.000 fm, en skrifstofurými okkar er um 870 fm. Samstarfsaðili okkar, Vöruhótelið, gegnir þríþættu hlutverki: það er vörumóttökumiðstöð fyrir flutningsaðila, frísvæði þar sem hægt er að geyma ótollaðar vörur og einnig geymslu- og dreifingavöruhús fyrir íslenska framleiðendur sem margir hverjir sjá sér hag í að vera með stóran lager sem aka þarf út en hafa ekki húsnæði til að geyma hann sjálfir." Útflutningur TVG-Zimsen Sífellt eru gerðar meiri kröfur um nákvæma útflutningspappíra og hefur útflutningsdeild fyrirtækisins vaxið mjög í takt við það. Mörg fyrirtæki fela TVG-Zimsen að gera útflutningspappfra sína og er lögð mikil áhersla á þekkingu starfsmanna sem þvf sinna. „Við viljum geta veitt okkar viðskiptavinum örugga þjónustu hvað þetta varðar en það er af sem áður var að vörum var komið um borð í skip eða flugvél og pappírarnir gerðir á meðan þær voru á leið út,“ segir Hjörtur. „Nú þarf að gæta að hverju smáatriði ef varan á ekki að stöðvast (erlendum höfnum.“S!j TVG-ZIMSEN FLUTNINGAÞJÓNUSTA SlÐAN 1894 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.