Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2004, Síða 40

Frjáls verslun - 01.02.2004, Síða 40
OFT I FRETTUM EN FAIR ÞEKKJA HANN Pálmi í Skeljungi Kaup Pálma Haraldssonar í Feng og Jóhannesar Kristinssonar, flugstjóra í Lúxemborg, á Skeljungi hafa vakið athygli. En hver er hann þessi Pálmi Haraldsson? Textí: Haukur L Hauksson Myndir: Geir Ólafsson Það vakti óneitanlega athygli í lok febrúar þegar Pálmi Haraldsson keypti Steinhóla og þar með olíufélagið Skeljung ásamt Jóhannesi Kristinssyni, flugstjóra í Lúxemborg. Pálmi hefur orðið æ fyrirferðarmeiri í íslensku viðskiptalífi undanfarin misseri en á það hins vegar sameigin- legt með nokkrum kollegum sínum í viðskiptum að vera lítið fyrir kastljós Ijölmiðlanna. En það vekur eðlilega forvitni þegar tiltölulega lítt þekktur maður er orðinn jafn umsvifamikill og Pálmi. Fyrst heyrðist af Pálma Haraldssyni í tengslum við græn- metis- og ávaxtasölu, sérstaklega Sölufélag garðyrkjumanna þar sem hann varð framkvæmdastjóri 1991. Síðar heyrðist nafn hans í tengslum við eignarhaldsfélagið Feng sem á hluti í ijölda fyrirtækja og einnig vegna náins sambands hans og samstarfs við Bónusfeðga, Jón Asgeir og Jóhannes. Pálmi var framkvæmdastjóri Græns, sem á og rekur Banana og Avaxta- húsið, en síðastnefnda félagið á Pálmi með Baugsmönnum. IVIeö meístaragráðu í hagfræði Páimi starfaði í grænmetis- bransanum í 13 ár. Nýlega ákvað hann hins vegar að snúa sér að mestu að öðrum viðskiptum eins og fréttir bera með sér og hann fjárfestir í æ ríkara mæli á erlendum vettvangi. Pálmi fór utan til Svíþjóðar í framhaldsnám. Hann nam hagfræði við Verslunarháskólann í Gautaborg og lagði sér- staka áherslu á ársreikninga fyrirtækja. Hann lauk þaðan prófi með meistaragráðu í faginu. Margir bjuggust við því að hann færi akademísku leiðina við heimkomuna, mundi jafnvel enda sem kennari í Háskólanum. En meðal garðyrkju- manna voru aðrar hugmyndir um hvernig starfskraftar Pálma mundu nýtast best. Aður en Pálmi lauk námi fékk hann hringingu til Svíþjóðar og var boðið starf hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Hann var ekki að velta spurningunni lengi fyrir sér með „hummi og hammi“ heldur sló hann til og hóf störf strax við heim- komuna. Grænn gróði Pálmi hellti sér út í rekstur Sölufélagsins og tók á því starfi eins og öllum öðrum verkefnum á starfsævinni - af lífi og sál. Sölufélagið stóð mjög illa þegar Pálmi tók við rekstrinum en smám saman fór að birta til. Georg Ottósson garðyrkjubóndi, sem átti þátt í ráðningu Pálma til Sölufélags- ins, fullyrðir að Pálmi hafi bjargað félaginu frá gjaldþroti. Sölufélaginu óx fiskur um hrygg og var farið að eiga víðtæk viðskipti með grænmeti og ávexti, bæði á innanlands- markaði og með innflutningi. Keypti Sölufélagið m.a. Banana en eigandi þess félags var þá enginn annar en Jóhannes Kristinsson, flugmaður í Lúxemborg, sá sami og keypti Skeljung með Pálma á dögunum. Jóhannes hafði reyndar kynnst Pálma og Ragnari Kristni Kristjánssyni, sveppabónda á Flúðum, austur í sveitum í gamla daga. En þegar Pálmi og Jóhannes hittust síðar á ævinni vegna fyrrnefndra viðskipta segja kunnugir að strax hafi myndast sterkt samband milli þeirra, samband vináttu og gagnkvæmra viðskiptalegra hagsmuna. „Þeir náðu mjög vel saman. Þeir eru um margt ólíkir en sjá góða hluti hvor í fari annars sem hafa nýst þeim í samstarfinu í rúman áratug," segir maður sem fylgst hefur lengi með Pálma. Um Pálma og Ragnar er það að segja að þeir eru nánir æskuvinir. Víst er að Pálmi hefur ekki komið að tómum kofanum í grænmetis- bransanum þar sem Ragnar var annars vegar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.