Frjáls verslun - 01.02.2004, Síða 43
Stóri salur Borgarleikhússins
tekur um 530 manns í sæti,
miðinn á sýninguna kostar
3.200 krónur. Hver sýning
veltir því um 1.500 þúsund
krónum en hafa verður í huga
að Chicago er kostnaðarsamt
verk í uppsetningu í saman-
burði við venjulegar sýningar.
leikhús
Chicago slær í gegn
Dansatriði skipa veigamikinn sess
hverri sýningu.
sýningunni en á fjórða tug leikara koma á sviðið í
Uppselt á allar sýningar. Tíu þúsund miðar seldir fyrir frumsýninguna.
Hver sýning veltir 1,5 milljónum. Mjög kostnaðarsöm sýning.
Texti: Hjálmar Blöndal Mynd: Sigfus Már Pétursson
Gífurlegar vinsældir söngleiksins Chicago hafa vakið
athygli en söngleikurinn var frumsýndur í Borgarleik-
húsinu 18. janúar sl. Síðan þá hefur verið uppselt á allar
sýningar og rúmlega það, því áður en sjálf frumsýningin fór
fram, höfðu verið seldir tíu þúsund miðar og uppselt er á allar
sýningar tvo mánuði fram í tímann!
Sýnt hefur verið að jafnaði 4 sinnum í viku en almennt er
það talið gott ef eftirspurn er eftir tveimur sýningum. Líta þarf
allt aftur til ársins 1992 til að finna sambærilegar aðsóknar-
tölur en þá var leikritið Þrúgur reiðinnar sýnt 6 sinnum í viku.
Chicago hefúr áður verið sett upp hér á landi. Það var í Þjóð-
leikhúsinu, en ekki hlaut sú uppfærsla viðlíka viðtökur og nú.
Hvað ræður skal ósagt látið en líklegt má telja að kvikmyndin
Chicago, sem hlaut Oskarsverðlaun iyrir þremur árum, hafi
haft einhver áhrif á vinsældirnar auk þess sem sýningin þykir
vera ffábærlega vel heppnuð og hafa gagnrýnendur hlaðið á
hana lofi.
Chicago er mjög umfangsmikil sýning miðað við það sem
gengur og gerist í leikhúsunum. Það eru ekki færri en fimm-
tíu manns sem koma að sýningunni hvert sýningarkvöld. Sjö
manna hljómsveit leikur undir á sýningum, níu dansarar og
fimmtán leikarar dansa, syngja og leika, en auk þeirra starfa
við sýninguna hljóðmenn, ljósamenn, sviðsmenn og margir
fleiri úr starfsliði Borgarleikhússins.
Stóri salur Borgarleikhússins tekur um 530 manns í sæti,
miðinn á sýninguna kostar 3.200 krónur en 2.500 krónur
kostar inn á almennar sýningar. Hver sýning veltir því um
1.500 þúsund krónum en hafa verður í huga að Chicago er
kostnaðarsamt verk í uppsetningu í samanburði við venju-
legar sýningar. Höfundagreiðslur eru háar, danshöfundur var
fenginn frá útlöndum til að semja dansana, hluti leikmyndar-
innar er kvikmynd sérstaklega tekin fýrir sýninguna auk þess
sem á annað hundrað búninga eru í sýningunni. Mikil áhætta
var því tekin með uppsetningunni vegna umfangs hennar, en
allt virðist hafa gengið upp.
Leikarar Chicago fara í sumarfrí eins og aðrir landsmenn
og er síðasta sýningarhelgi leikritsins um miðjan júní. Ovíst
er hvort haldið verði áfram í haust en það veltur m.a. á samn-
ingum við rétthafa sýningarinnar. Hvað sem af því verður, er
ljóst að Chicago hefur náð þeim árangri að verða vinsælasta
sýning í íslensku leikhúsi í langan tíma og verður gaman að
fylgjast með framhaldinu hjá Borgarleikhúsinu og hvort
frekari gróska verði í uppsetningu á söngleikjum sem hitta
beint í mark. 33
43