Frjáls verslun - 01.02.2004, Blaðsíða 54
Hilmarsson, þjónustustjóri viðskiptasviðs hjá Unik.
Guðný Rósa Þorvarðardóttir, forstöðumaður markaðs- Eiríkur
deildar hjá Skeljungi.
Þegar Vildarklúbburinn tók til starfa árið 1993 var mark-
miðið að félagar hans söfiiuðu punktum fyrir flugferðir með
Icelandair og viðskipti við dótturfyrirtæki þess. Eftir að sam-
starf hófst við Visa Island síðla árs 1996 var starfsemin útvíkk-
uð og fá nú félagar Vildarklúbbsins einnig afslátt í formi punkta
hjá rúmlega 100 fyrirtækjum og verslunum auk veltupunkta.
Þessi afsláttur er allt frá 0,65% upp í 10% en mjög algengur
afsláttur er 5% af viðskiptaupphæðinni hveiju sinni. Með þessu
móti eru punktar fljótir að safiiast inn á punktareikning. Hand-
hafar Vildarkorts Visa og Icelandair eru núna yfir 60.000.
Mikil hagræðing felst í þvi að geta sameinast fullmótuðu
tryggðarkerfi eins og Vildarklúbbnum enda eru mörg stór
fyrirtæki í samstarfi, eins og Landsbankinn og Flugfélag
íslands en þau reka sín eigin tryggðarkerfi með punktasöfnun
í Vildarklúbþnum. ,Auðvelt er fyrir Vildarklúbbsfélaga að nýta
sér punktana til kaupa á ílugmiðum, hótelgistingu, greiðslu fyrir
bílaleigubíl eða greiðslu hluta flugfars þar sem boðið er upp á
að greiða bæði með punktum og peningum. Einnig er nokkuð
um að fólk láti uppfæra flugmiða milli farrýma og greiði upp-
færsluna með punktum. Eins má geta þess að með reglulegu
millibili bjóðast félögum Vildarklúbbsins sértilboð eins og td.
tvöfalda punkta við verslun eða helmingsafslátt á flugi,“ segir
Helga Arnadóttir, forstöðumaður Vildarklúbbs Icelandair.
Margt smátt gerir eitt stórt á sannarlega við um þetta
vildarkerfi og eru meðlimir þess oft hissa á því hversu auðvelt
er að safna upp í t.d. flugferð. Það er góð tilfinning að eiga fyrir
utanlandsferð svo ekki sé talað um hótelgistingu og bílaleigu-
bíl að auki. Gaman að geta þess að á liðnu ári voru 24.000
vildarferðir farnar á vegum Icelandair sem segir okkur að
margir nýta sér þennan möguleika og njóta ávinningsins.
Helga bendir á að hægt er að láta punkta renna í ferðasjóð
Vildarbarna en stuðningur Icelandair og farþega félagsins við
Vildarþörn hófst í fyrravor. Um er að ræða söfnun fyrir lang-
veik börn og börn sem búa við erfiðar aðstæður.
Unik er eitt útbreiddasta Unik er eitt stærsta og
útbreiddasta vildarkerfi Islendinga. Það er tryggðarkerfi sem
er tengt við Visa-kort, veitt einstaklingum og fjiilskyldum, og
getur handhafi kortsins safnað inneign og tekið út vörur í
skiptum fyrir viðskiptatryggð. Viðskipti við samstarfsfyrir-
tæki Unik safnast saman með rafrænum hætti og umbuna um
400 verslanir og fyrirtæki fyrir viðskiptin. A hveiju ári sendir
Unik korthöfum lista yfir 300 vörutegundir frá samstarfsfyrir-
tækjum ásamt gjafabréfum auk þess sem listann má nálgast á
heimasíðunni. Hægt er að velja vörur úr mismunandi leiðum,
t.d. Grunnleið, Silfurleið eða Gullleið og er verðmæti
vörunnar þá mismikið eftir því hvaða leið er valin. Visa Island
heldur utan um söfnun viðkomandi og er ekki fylgst með
neyslu viðkomandi. Þátttaka í Unik er ókeypis.
„Við höfum verið starfandi í tæp ijögur ár og höfum séð
ýmislegt gerast á markaðnum á þeim tíma, m.a. séð Fríkortið
hverfa af markaðnum með yfirlýsingum um að vildarkerfið
hafi gengið sér til húðar. Svo er þó ekki. Tryggðarkerfi er
eitthvað sem fyrirtæki eru að eyða meiri peningum í en áður.
Það er tæki til að halda í viðskiptavini og ná í nýja. Þetta er sam-
starf þriggja aðila, okkar, fyrirtækjanna og neytandans og
markmiðið er að allir hafi hag af viðskiptunum. Viðskipta-
vinurinn er að fá hag af viðskiptunum sem hann hefur ekki
fengið áður,“ segir Eiríkur Hilmarsson, þjónustustjóri við-
skiptasviðs hjá Unik.
World for 2 er eitt elsta kortið Worid for 2-kortið er
afsláttarkort eða „heimsins stærsti lífsnautnaklúbbur", eins
og fyrirtækið auglýsir sig sjálft. Þarna er um að ræða eitt
elsta kortið á Islandi en þessi klúbbur hefur verið starf-
ræktur hér í 14 ár. Viðskiptavinurinn kaupir World for
2-kortið á 3.900 krónur og endurnýjar það svo fyrir 3.100
krónur einu sinni á ári. World for 2 er alþjóðlegur markaðs-
klúbbur og eru öll tilboðin svokölluð „tveir fyrir einn“ tilboð,
eða 50% afsláttur.
„Við erum með yfir 250 fyrirtæki í samstarfi og þetta er
hugsað sem kynning fyrir þau. Viðskiptavinurinn getur nýtt
sér kortið einu sinni á hveijum stað nema annað komi fram.
Við fáum bara hefðbundnar grunnupplýsingar, nafn, kenni-
54